Fjárfest í flughermum fyrir fjóra milljarða Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. september 2018 20:00 Icelandair hefur fjárfest í flughermum fyrir tæpa fjóra milljarða og innan mánaðar getur öll þjálfun og kennsla, á allan flugflota félagsins, átt sér stað hér heima. Eftirspurn erlendra flugfélaga um æfingatíma í herminum stendur undir fjárfestingunni. Flugfélagið hefur markvisst byggt upp æfingaaðstöðu fyrir flugmenn og hefur annar hermir þegar verið settur upp en hann er fyrir Boeing 737 MAX vélar félagsins sem nýlega voru teknar til þjónustu. Framkvæmdastjóri æfingsetursins segir að með því að halda æfingaaðstöðinni hér heima sparast miklar fjárhæðir. „Þegar við byrjuðum með 757 flugherminn kom það svo vel út í þjálfun, bæði kostnaðarlega og í gæðum. Þegar ákveðið var að kaupa 737 MAX vélarnar þá ákváðum við að fá hermi fyrir þær líka, “ segir Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri hjá Icelandair Kostnaður fyrir hvern og einn flughermi er um 1,3 milljarður og tekur um ár í uppsetningu. Nýting á æfingatímum verið með besta móti eða um tuttugu tímar á dag, 360 daga á ári. Þar af eru 30 prósent af tímunum nýttir af erlendum flugfélögum sem skapar tekjur fyrir flugfélagið. „Það stendur alveg undir þessari fjárfestingu,“ segir Guðmundur Örn.Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri hjá IcelandairVísirEinungis Fimm 737 MAX flughermar eru til í heiminum og er þessi sá einu sem ekki er í eigu Boeing flugvélaframleiðandans. Icelandair fær sex nýjar 737MAX vélar á næsta ári og ráðgert er að í vetur verði um 600 flugmenn í starfi hjá félaginu. Öll þjálfun þeirra mun eiga sér stað hér á landi. Gæði, eiginleikar og tækni flughermisins er þannig að hægt er að líkja eftir eins raunverulegum aðstæðum og hægt er eins og fréttamaður fékk að kynnast.Hversu nálægt raunveruleikanum eru þessar hermar miðað við það sem þið eruð að gera?„Þetta er mjög nálægt því. Allavega gleyma menn sér í þessu og manni finnst maður vera að berjast upp á líf eða dauða þegar maður lendir í havaríi. Það er hægt að sýna og prófa ýmislegt sem maður vonar að maður þurfi aldrei að prófa,“ segir Franz Ploder, flugstjóri hjá Icelandair. Heildarfjárfestingin í flughermum nemur fjórum milljörðum þegar sá þriðji í röðinni, fyrir stærstu vélar félagsins Boeing 767, verður tekinn í notkun innan mánaðar. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Eins milljarða flughermir tekinn í notkun Rúmlega eins milljarða króna flughermir, sem búin er fullkominni tækni til að þjálfa flugmenn, var tekin í notkun við hátíðlega athöfn í Hafnarfirði í dag. Líklegt er að erlendir atvinnuflugmenn komi hingað til lands í reglubundna þjálfun í herminum. 7. janúar 2015 20:00 Erlend félög sækja í nýja flugherminn Umframeftirspurn eftir tímum í nýja flugherminn í Hafnarfirði. Félög á borð við Fedex og DHL á meðal viðskiptavina. Meiri eftirspurn á veturna en sumrin. 2. mars 2016 11:30 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Icelandair hefur fjárfest í flughermum fyrir tæpa fjóra milljarða og innan mánaðar getur öll þjálfun og kennsla, á allan flugflota félagsins, átt sér stað hér heima. Eftirspurn erlendra flugfélaga um æfingatíma í herminum stendur undir fjárfestingunni. Flugfélagið hefur markvisst byggt upp æfingaaðstöðu fyrir flugmenn og hefur annar hermir þegar verið settur upp en hann er fyrir Boeing 737 MAX vélar félagsins sem nýlega voru teknar til þjónustu. Framkvæmdastjóri æfingsetursins segir að með því að halda æfingaaðstöðinni hér heima sparast miklar fjárhæðir. „Þegar við byrjuðum með 757 flugherminn kom það svo vel út í þjálfun, bæði kostnaðarlega og í gæðum. Þegar ákveðið var að kaupa 737 MAX vélarnar þá ákváðum við að fá hermi fyrir þær líka, “ segir Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri hjá Icelandair Kostnaður fyrir hvern og einn flughermi er um 1,3 milljarður og tekur um ár í uppsetningu. Nýting á æfingatímum verið með besta móti eða um tuttugu tímar á dag, 360 daga á ári. Þar af eru 30 prósent af tímunum nýttir af erlendum flugfélögum sem skapar tekjur fyrir flugfélagið. „Það stendur alveg undir þessari fjárfestingu,“ segir Guðmundur Örn.Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri hjá IcelandairVísirEinungis Fimm 737 MAX flughermar eru til í heiminum og er þessi sá einu sem ekki er í eigu Boeing flugvélaframleiðandans. Icelandair fær sex nýjar 737MAX vélar á næsta ári og ráðgert er að í vetur verði um 600 flugmenn í starfi hjá félaginu. Öll þjálfun þeirra mun eiga sér stað hér á landi. Gæði, eiginleikar og tækni flughermisins er þannig að hægt er að líkja eftir eins raunverulegum aðstæðum og hægt er eins og fréttamaður fékk að kynnast.Hversu nálægt raunveruleikanum eru þessar hermar miðað við það sem þið eruð að gera?„Þetta er mjög nálægt því. Allavega gleyma menn sér í þessu og manni finnst maður vera að berjast upp á líf eða dauða þegar maður lendir í havaríi. Það er hægt að sýna og prófa ýmislegt sem maður vonar að maður þurfi aldrei að prófa,“ segir Franz Ploder, flugstjóri hjá Icelandair. Heildarfjárfestingin í flughermum nemur fjórum milljörðum þegar sá þriðji í röðinni, fyrir stærstu vélar félagsins Boeing 767, verður tekinn í notkun innan mánaðar.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Eins milljarða flughermir tekinn í notkun Rúmlega eins milljarða króna flughermir, sem búin er fullkominni tækni til að þjálfa flugmenn, var tekin í notkun við hátíðlega athöfn í Hafnarfirði í dag. Líklegt er að erlendir atvinnuflugmenn komi hingað til lands í reglubundna þjálfun í herminum. 7. janúar 2015 20:00 Erlend félög sækja í nýja flugherminn Umframeftirspurn eftir tímum í nýja flugherminn í Hafnarfirði. Félög á borð við Fedex og DHL á meðal viðskiptavina. Meiri eftirspurn á veturna en sumrin. 2. mars 2016 11:30 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Eins milljarða flughermir tekinn í notkun Rúmlega eins milljarða króna flughermir, sem búin er fullkominni tækni til að þjálfa flugmenn, var tekin í notkun við hátíðlega athöfn í Hafnarfirði í dag. Líklegt er að erlendir atvinnuflugmenn komi hingað til lands í reglubundna þjálfun í herminum. 7. janúar 2015 20:00
Erlend félög sækja í nýja flugherminn Umframeftirspurn eftir tímum í nýja flugherminn í Hafnarfirði. Félög á borð við Fedex og DHL á meðal viðskiptavina. Meiri eftirspurn á veturna en sumrin. 2. mars 2016 11:30