Fjárfest í flughermum fyrir fjóra milljarða Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. september 2018 20:00 Icelandair hefur fjárfest í flughermum fyrir tæpa fjóra milljarða og innan mánaðar getur öll þjálfun og kennsla, á allan flugflota félagsins, átt sér stað hér heima. Eftirspurn erlendra flugfélaga um æfingatíma í herminum stendur undir fjárfestingunni. Flugfélagið hefur markvisst byggt upp æfingaaðstöðu fyrir flugmenn og hefur annar hermir þegar verið settur upp en hann er fyrir Boeing 737 MAX vélar félagsins sem nýlega voru teknar til þjónustu. Framkvæmdastjóri æfingsetursins segir að með því að halda æfingaaðstöðinni hér heima sparast miklar fjárhæðir. „Þegar við byrjuðum með 757 flugherminn kom það svo vel út í þjálfun, bæði kostnaðarlega og í gæðum. Þegar ákveðið var að kaupa 737 MAX vélarnar þá ákváðum við að fá hermi fyrir þær líka, “ segir Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri hjá Icelandair Kostnaður fyrir hvern og einn flughermi er um 1,3 milljarður og tekur um ár í uppsetningu. Nýting á æfingatímum verið með besta móti eða um tuttugu tímar á dag, 360 daga á ári. Þar af eru 30 prósent af tímunum nýttir af erlendum flugfélögum sem skapar tekjur fyrir flugfélagið. „Það stendur alveg undir þessari fjárfestingu,“ segir Guðmundur Örn.Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri hjá IcelandairVísirEinungis Fimm 737 MAX flughermar eru til í heiminum og er þessi sá einu sem ekki er í eigu Boeing flugvélaframleiðandans. Icelandair fær sex nýjar 737MAX vélar á næsta ári og ráðgert er að í vetur verði um 600 flugmenn í starfi hjá félaginu. Öll þjálfun þeirra mun eiga sér stað hér á landi. Gæði, eiginleikar og tækni flughermisins er þannig að hægt er að líkja eftir eins raunverulegum aðstæðum og hægt er eins og fréttamaður fékk að kynnast.Hversu nálægt raunveruleikanum eru þessar hermar miðað við það sem þið eruð að gera?„Þetta er mjög nálægt því. Allavega gleyma menn sér í þessu og manni finnst maður vera að berjast upp á líf eða dauða þegar maður lendir í havaríi. Það er hægt að sýna og prófa ýmislegt sem maður vonar að maður þurfi aldrei að prófa,“ segir Franz Ploder, flugstjóri hjá Icelandair. Heildarfjárfestingin í flughermum nemur fjórum milljörðum þegar sá þriðji í röðinni, fyrir stærstu vélar félagsins Boeing 767, verður tekinn í notkun innan mánaðar. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Eins milljarða flughermir tekinn í notkun Rúmlega eins milljarða króna flughermir, sem búin er fullkominni tækni til að þjálfa flugmenn, var tekin í notkun við hátíðlega athöfn í Hafnarfirði í dag. Líklegt er að erlendir atvinnuflugmenn komi hingað til lands í reglubundna þjálfun í herminum. 7. janúar 2015 20:00 Erlend félög sækja í nýja flugherminn Umframeftirspurn eftir tímum í nýja flugherminn í Hafnarfirði. Félög á borð við Fedex og DHL á meðal viðskiptavina. Meiri eftirspurn á veturna en sumrin. 2. mars 2016 11:30 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Sjá meira
Icelandair hefur fjárfest í flughermum fyrir tæpa fjóra milljarða og innan mánaðar getur öll þjálfun og kennsla, á allan flugflota félagsins, átt sér stað hér heima. Eftirspurn erlendra flugfélaga um æfingatíma í herminum stendur undir fjárfestingunni. Flugfélagið hefur markvisst byggt upp æfingaaðstöðu fyrir flugmenn og hefur annar hermir þegar verið settur upp en hann er fyrir Boeing 737 MAX vélar félagsins sem nýlega voru teknar til þjónustu. Framkvæmdastjóri æfingsetursins segir að með því að halda æfingaaðstöðinni hér heima sparast miklar fjárhæðir. „Þegar við byrjuðum með 757 flugherminn kom það svo vel út í þjálfun, bæði kostnaðarlega og í gæðum. Þegar ákveðið var að kaupa 737 MAX vélarnar þá ákváðum við að fá hermi fyrir þær líka, “ segir Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri hjá Icelandair Kostnaður fyrir hvern og einn flughermi er um 1,3 milljarður og tekur um ár í uppsetningu. Nýting á æfingatímum verið með besta móti eða um tuttugu tímar á dag, 360 daga á ári. Þar af eru 30 prósent af tímunum nýttir af erlendum flugfélögum sem skapar tekjur fyrir flugfélagið. „Það stendur alveg undir þessari fjárfestingu,“ segir Guðmundur Örn.Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri hjá IcelandairVísirEinungis Fimm 737 MAX flughermar eru til í heiminum og er þessi sá einu sem ekki er í eigu Boeing flugvélaframleiðandans. Icelandair fær sex nýjar 737MAX vélar á næsta ári og ráðgert er að í vetur verði um 600 flugmenn í starfi hjá félaginu. Öll þjálfun þeirra mun eiga sér stað hér á landi. Gæði, eiginleikar og tækni flughermisins er þannig að hægt er að líkja eftir eins raunverulegum aðstæðum og hægt er eins og fréttamaður fékk að kynnast.Hversu nálægt raunveruleikanum eru þessar hermar miðað við það sem þið eruð að gera?„Þetta er mjög nálægt því. Allavega gleyma menn sér í þessu og manni finnst maður vera að berjast upp á líf eða dauða þegar maður lendir í havaríi. Það er hægt að sýna og prófa ýmislegt sem maður vonar að maður þurfi aldrei að prófa,“ segir Franz Ploder, flugstjóri hjá Icelandair. Heildarfjárfestingin í flughermum nemur fjórum milljörðum þegar sá þriðji í röðinni, fyrir stærstu vélar félagsins Boeing 767, verður tekinn í notkun innan mánaðar.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Eins milljarða flughermir tekinn í notkun Rúmlega eins milljarða króna flughermir, sem búin er fullkominni tækni til að þjálfa flugmenn, var tekin í notkun við hátíðlega athöfn í Hafnarfirði í dag. Líklegt er að erlendir atvinnuflugmenn komi hingað til lands í reglubundna þjálfun í herminum. 7. janúar 2015 20:00 Erlend félög sækja í nýja flugherminn Umframeftirspurn eftir tímum í nýja flugherminn í Hafnarfirði. Félög á borð við Fedex og DHL á meðal viðskiptavina. Meiri eftirspurn á veturna en sumrin. 2. mars 2016 11:30 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Sjá meira
Eins milljarða flughermir tekinn í notkun Rúmlega eins milljarða króna flughermir, sem búin er fullkominni tækni til að þjálfa flugmenn, var tekin í notkun við hátíðlega athöfn í Hafnarfirði í dag. Líklegt er að erlendir atvinnuflugmenn komi hingað til lands í reglubundna þjálfun í herminum. 7. janúar 2015 20:00
Erlend félög sækja í nýja flugherminn Umframeftirspurn eftir tímum í nýja flugherminn í Hafnarfirði. Félög á borð við Fedex og DHL á meðal viðskiptavina. Meiri eftirspurn á veturna en sumrin. 2. mars 2016 11:30