50 milljónir í neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. september 2018 20:00 Stefnt er að opnun neyslurýmis og aðgengi að nálaskiptabúnaði fyrir fíkniefnaneytendur í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019. Verkefnisstýra hjá Rauða krossinum fagnar stuðningi við skaðaminnkandi verkefni. Um 50 milljónir króna eru merktar í fjárlagafrumvarpinu til að koma á fót neyslurými í Reykjavík, þar geta þeir sem nota vímuefni í æð átt skjól og fengið aðgang að hreinum nálum. Rauði krossinn hefur lengi barist fyrir neyslurýmum í borginni en Frú Ragnheiður, úrræði sem samtökin reka, nær eingöngu að sinna hluta af þjónustunni. Neyslurými bjóða upp á meiri möguleika að sögn Svölu Jóhannesdóttur, verkefnisstýru Frú Ragnheiðar. „Við ráðum í raun hversu mikið við leggjum í þetta. Á að vera félagsþjónusta á staðnum, læknisþjónusta, á að vera sálfræðingur á svæðinu og áfallamiðuð þjónusta? Við þurfum að skoða hver þörfin er mest hérna heima,“ segir Svala. Hún fagnar því að fimmtíu milljónir hafa verið samþykktar í verkefnið. „Það er fyrsta skrefið í að koma þessu af stað því það er gríðarlega mikil þörf á að við setjum þetta á laggirnar. Því það er mikið af fólki núna dags daglega að nota vímuefni í æð utandyra á Íslandi.“ Að sögn Svölu eru 500-550 manns sem nota vímuefni í æð og stór hluti þeirra er heimilislaus. Svala gerði þarfagreiningu meðal hópsins og spurði sérstaklega um neyslurými. „Þar kom mjög skýrt fram að þau vildu að úrræðið yrði sett upp í 101 Reykjavík, að það væri opið allan sólarhringinn og að boðið yrði upp á heilsbrigðisþjónustu á staðnum.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir fleira og yngra fólk byrjað að sprauta sig á Akureyri Vitað er til þess að um 20 til 30 einstaklingar, margir yngra fólk, séu í mikilli neyslu fíkniefna á Akureyri. 20. janúar 2018 13:04 Unnið að opnun neyslurýmis Velferðarráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa hafið vinnu við opnun neyslurýmis fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. 23. febrúar 2018 06:00 Vilja samstarf við heilbrigðisyfirvöld um opnun neyslurýma Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. 19. janúar 2018 19:15 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Stefnt er að opnun neyslurýmis og aðgengi að nálaskiptabúnaði fyrir fíkniefnaneytendur í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019. Verkefnisstýra hjá Rauða krossinum fagnar stuðningi við skaðaminnkandi verkefni. Um 50 milljónir króna eru merktar í fjárlagafrumvarpinu til að koma á fót neyslurými í Reykjavík, þar geta þeir sem nota vímuefni í æð átt skjól og fengið aðgang að hreinum nálum. Rauði krossinn hefur lengi barist fyrir neyslurýmum í borginni en Frú Ragnheiður, úrræði sem samtökin reka, nær eingöngu að sinna hluta af þjónustunni. Neyslurými bjóða upp á meiri möguleika að sögn Svölu Jóhannesdóttur, verkefnisstýru Frú Ragnheiðar. „Við ráðum í raun hversu mikið við leggjum í þetta. Á að vera félagsþjónusta á staðnum, læknisþjónusta, á að vera sálfræðingur á svæðinu og áfallamiðuð þjónusta? Við þurfum að skoða hver þörfin er mest hérna heima,“ segir Svala. Hún fagnar því að fimmtíu milljónir hafa verið samþykktar í verkefnið. „Það er fyrsta skrefið í að koma þessu af stað því það er gríðarlega mikil þörf á að við setjum þetta á laggirnar. Því það er mikið af fólki núna dags daglega að nota vímuefni í æð utandyra á Íslandi.“ Að sögn Svölu eru 500-550 manns sem nota vímuefni í æð og stór hluti þeirra er heimilislaus. Svala gerði þarfagreiningu meðal hópsins og spurði sérstaklega um neyslurými. „Þar kom mjög skýrt fram að þau vildu að úrræðið yrði sett upp í 101 Reykjavík, að það væri opið allan sólarhringinn og að boðið yrði upp á heilsbrigðisþjónustu á staðnum.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir fleira og yngra fólk byrjað að sprauta sig á Akureyri Vitað er til þess að um 20 til 30 einstaklingar, margir yngra fólk, séu í mikilli neyslu fíkniefna á Akureyri. 20. janúar 2018 13:04 Unnið að opnun neyslurýmis Velferðarráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa hafið vinnu við opnun neyslurýmis fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. 23. febrúar 2018 06:00 Vilja samstarf við heilbrigðisyfirvöld um opnun neyslurýma Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. 19. janúar 2018 19:15 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Segir fleira og yngra fólk byrjað að sprauta sig á Akureyri Vitað er til þess að um 20 til 30 einstaklingar, margir yngra fólk, séu í mikilli neyslu fíkniefna á Akureyri. 20. janúar 2018 13:04
Unnið að opnun neyslurýmis Velferðarráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa hafið vinnu við opnun neyslurýmis fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. 23. febrúar 2018 06:00
Vilja samstarf við heilbrigðisyfirvöld um opnun neyslurýma Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. 19. janúar 2018 19:15