Getur of stutt fæðingarorlof haft slæm áhrif á heilsu ungbarna? Guðlaug Katrín Hákonardóttir skrifar 14. september 2018 12:58 Í dag er fæðingarorlofið 9 mánuðir. 3 mánuðir á hvort foreldri ásamt 3 mánuðum sem foreldrar geta skipt á milli sín. Samfélagið ætlast til þess að ungabörn séu sett í umsjá ókunnugra aðila aðeins 9 mánaða gömul sem ég tel of ungt. Í fyrsta lagi ráðleggur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (World Health Organization) að ungabörn fái enga aðra næringu en brjóstamjólk fyrstu 6 mánuðina og brjóstamjólk ásamt fastri fæðu mun lengur sé sá möguleiki fyrir hendi. Núna geta mæður aðeins verið í fullu fæðingarorlofi í 6 mánuði og er því ljóst að ungabörnin verða að byrja að fá fasta fæðu eða formúlu áður en 6 mánuðir eru liðnir ætli móðirin til vinnu að loknu fullu fæðingarorlofi. Sýnt hefur verið fram á ótvíræða kosti brjóstamjólkur s.s. að barn fær síður hægðatregðu, eyrnabólgu og niðurgang. Núverandi fyrirkomulag fæðingarorlofsins kemur að hluta til í veg fyrir að hægt sé að fara eftir ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem að mínu mati er alvarlegt mál þegar svo ung börn eiga í hlut. Í öðru lagi eru börn undir eins árs aldri mjög útsett fyrir kvefveirum (t.d. RS vírus) og öðrum veikindum vegna óþroskaðs ónæmiskerfis Algengt er að ungabörn verði oftar lasin þegar þau fara til dagforeldra og smitast þá oft öll börnin sem eru saman í vistun. Þetta hefur oft í för með sér mikið vinnutap fyrir foreldrana. Í þriðja lagi kostar oft mikla vinnu og stress að finna dagforeldri sem passa á barnið að fæðingarorlofi loknu. Ekki er nóg að til sé laust pláss hjá dagforeldrum heldur þurfa foreldrar að vera 100% sáttir við aðstæður, reglur og aðferðir hjá dagforeldrum. Dagforeldrar sjá sjálfir um að velja hvaða börn þeir taka inn sem gerir það að verkum að í mörgum tilfellum er ekki farið eftir neinni formlegri röðun eins og kennitölur segja til um í hvaða röð börn eru tekin inn á leikskóla. Einnig er gríðalega mikill verðmunur á milli dagforeldra og finnst mér mjög undarlegt að ekki sé samræmd verðskrá sem stuðst er við. Það eru því margir gallar á núverandi dagforeldrakerfi og besta lausnin er án efa sú að börnum væri tryggð leikskólavist að loknu fæðingarorlofi en til þess þarf mun lengra fæðingarorlof. Vissulega er hægt að skipta fæðingarorlofinu niður á fleiri mánuði en lækkar það umtalsvert mánaðargreiðslur. Sem dæmi að ef sá sem fær fullar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði þ.e. 520 þús/mán skiptir þeim niður á 9 mánuði þá er útborguð upphæð aðeins um 260 þús/mán. Algengt er að ungt fólk á barneignaraldri sé með háa greiðslubyrgði af húsnæðis- og námslánum þannig að í mögum tilfellum getur reynst fjárhagslega erfitt að lengja fæðingarorlofið með þessum hætti. Það er augljóst að brýn nauðsyn er að lengja fæðingarorlofið strax þannig að foreldrum verði gert kleift að vera heima með börn sín í minnsta kosti ár frá fæðingu. Þetta er ekki aðeins nauðsynlegt til þess að brúa bilið á milli dagforeldra og leikskóla heldur mun þetta einnig stuðla að bættri heilsu barnanna okkar. Gerum það sem er börnunum okkar fyrir bestu!Höfundur er móðir í fæðingarorlofi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Í dag er fæðingarorlofið 9 mánuðir. 3 mánuðir á hvort foreldri ásamt 3 mánuðum sem foreldrar geta skipt á milli sín. Samfélagið ætlast til þess að ungabörn séu sett í umsjá ókunnugra aðila aðeins 9 mánaða gömul sem ég tel of ungt. Í fyrsta lagi ráðleggur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (World Health Organization) að ungabörn fái enga aðra næringu en brjóstamjólk fyrstu 6 mánuðina og brjóstamjólk ásamt fastri fæðu mun lengur sé sá möguleiki fyrir hendi. Núna geta mæður aðeins verið í fullu fæðingarorlofi í 6 mánuði og er því ljóst að ungabörnin verða að byrja að fá fasta fæðu eða formúlu áður en 6 mánuðir eru liðnir ætli móðirin til vinnu að loknu fullu fæðingarorlofi. Sýnt hefur verið fram á ótvíræða kosti brjóstamjólkur s.s. að barn fær síður hægðatregðu, eyrnabólgu og niðurgang. Núverandi fyrirkomulag fæðingarorlofsins kemur að hluta til í veg fyrir að hægt sé að fara eftir ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem að mínu mati er alvarlegt mál þegar svo ung börn eiga í hlut. Í öðru lagi eru börn undir eins árs aldri mjög útsett fyrir kvefveirum (t.d. RS vírus) og öðrum veikindum vegna óþroskaðs ónæmiskerfis Algengt er að ungabörn verði oftar lasin þegar þau fara til dagforeldra og smitast þá oft öll börnin sem eru saman í vistun. Þetta hefur oft í för með sér mikið vinnutap fyrir foreldrana. Í þriðja lagi kostar oft mikla vinnu og stress að finna dagforeldri sem passa á barnið að fæðingarorlofi loknu. Ekki er nóg að til sé laust pláss hjá dagforeldrum heldur þurfa foreldrar að vera 100% sáttir við aðstæður, reglur og aðferðir hjá dagforeldrum. Dagforeldrar sjá sjálfir um að velja hvaða börn þeir taka inn sem gerir það að verkum að í mörgum tilfellum er ekki farið eftir neinni formlegri röðun eins og kennitölur segja til um í hvaða röð börn eru tekin inn á leikskóla. Einnig er gríðalega mikill verðmunur á milli dagforeldra og finnst mér mjög undarlegt að ekki sé samræmd verðskrá sem stuðst er við. Það eru því margir gallar á núverandi dagforeldrakerfi og besta lausnin er án efa sú að börnum væri tryggð leikskólavist að loknu fæðingarorlofi en til þess þarf mun lengra fæðingarorlof. Vissulega er hægt að skipta fæðingarorlofinu niður á fleiri mánuði en lækkar það umtalsvert mánaðargreiðslur. Sem dæmi að ef sá sem fær fullar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði þ.e. 520 þús/mán skiptir þeim niður á 9 mánuði þá er útborguð upphæð aðeins um 260 þús/mán. Algengt er að ungt fólk á barneignaraldri sé með háa greiðslubyrgði af húsnæðis- og námslánum þannig að í mögum tilfellum getur reynst fjárhagslega erfitt að lengja fæðingarorlofið með þessum hætti. Það er augljóst að brýn nauðsyn er að lengja fæðingarorlofið strax þannig að foreldrum verði gert kleift að vera heima með börn sín í minnsta kosti ár frá fæðingu. Þetta er ekki aðeins nauðsynlegt til þess að brúa bilið á milli dagforeldra og leikskóla heldur mun þetta einnig stuðla að bættri heilsu barnanna okkar. Gerum það sem er börnunum okkar fyrir bestu!Höfundur er móðir í fæðingarorlofi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun