Segir útilokað að læknar vinni eftir útrunnum samningi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. september 2018 19:30 Sjúklingar gætu þurft að greiða heimsóknir til sérfræðilækna að fullu sjálfir ef ekki nást samningar á milli ríkisins og læknanna fyrir áramót. Formaður Læknafélags Reykjavíkur útilokar að sérfræðilæknar vinni eftir núgildandi samningi við ríkið þegar hann rennur út. Í gær fjölluðum við um konu með stökkbreytingu í brakkageni sem þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni sem starfar hérlendis til að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Læknirinn segist finna fyrir vaxandi eftirspurn sjúklinga á aðgerðum framkvæmdum erlendis. „Ég hef sjálfur fundið fyrir vaxandi eftirspurn eftir því að konur vilji hugsanlega koma til mín til aðgerða á nýju ári. Það er sjálfsagt að taka á móti þeim en það er glórulaust að geta ekki sinnt þessum hópi heima,“ segir Kristján Skúli Ásgeirsson, læknir.Samningar sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands renna út um áramótin og er formaður Læknafélags Reykjavíkur orðinn áhyggjufullur yfir stöðunni. „Við sjáum eins og er engan vilja hjá ráðherra til að semja við sérfræðilækna. Það hafa engar viðræður verið boðaðar og samningarnir renna út eftir þrjá mánuði. Þetta eru flóknir samningar, 24 sérgreinar og það tekur langan tíma að semja. Það hefur vanalega tekið sex til átta mánuði að semja um þetta. Því miður er það útilokað að læknar muni vinna á útrunnum samningi eftir áramót mánuði í senn,“ segir Þórarinn Guðnason, læknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur. „Hljóðið er almennt ákaflega dökkt. Það er algjörlega glórulaust fyrir íslenska sjúklinga að standa í þessu,“ segir Kristján Skúli. „Það er gríðarlega breið samstaða meðal lækna að vinna ekki eftir þessum samningi þegar hann rennur út um áramótin. Þetta er þar að auki samningur sem hefur ítrekað verið brotinn, en við munum halda læknastofum okkar opnum. Við munum sinna öllum sjúklingum eins og venjulega, en það sem mun hins vegar verða öðruvísi er að sjúklingar gætu þurft að borga fyrir heimsóknina að fullu, leggja út fyrir henni að minnsta kosti og síðan skoða hvort þeir eiga endurkröfurétt á heilbrigðisyfirvöld vegna þess að það eru sjúkratryggingar í landinu. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tók yfirdrátt fyrir brjóstnámi í Englandi Kona sem greindist með stökkbreytingu í brakkageni þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni, sem starfar á Íslandi, til þess að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún tók þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til þess að eiga fyrir aðgerðinni. 14. september 2018 20:00 Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Sjúklingar gætu þurft að greiða heimsóknir til sérfræðilækna að fullu sjálfir ef ekki nást samningar á milli ríkisins og læknanna fyrir áramót. Formaður Læknafélags Reykjavíkur útilokar að sérfræðilæknar vinni eftir núgildandi samningi við ríkið þegar hann rennur út. Í gær fjölluðum við um konu með stökkbreytingu í brakkageni sem þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni sem starfar hérlendis til að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Læknirinn segist finna fyrir vaxandi eftirspurn sjúklinga á aðgerðum framkvæmdum erlendis. „Ég hef sjálfur fundið fyrir vaxandi eftirspurn eftir því að konur vilji hugsanlega koma til mín til aðgerða á nýju ári. Það er sjálfsagt að taka á móti þeim en það er glórulaust að geta ekki sinnt þessum hópi heima,“ segir Kristján Skúli Ásgeirsson, læknir.Samningar sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands renna út um áramótin og er formaður Læknafélags Reykjavíkur orðinn áhyggjufullur yfir stöðunni. „Við sjáum eins og er engan vilja hjá ráðherra til að semja við sérfræðilækna. Það hafa engar viðræður verið boðaðar og samningarnir renna út eftir þrjá mánuði. Þetta eru flóknir samningar, 24 sérgreinar og það tekur langan tíma að semja. Það hefur vanalega tekið sex til átta mánuði að semja um þetta. Því miður er það útilokað að læknar muni vinna á útrunnum samningi eftir áramót mánuði í senn,“ segir Þórarinn Guðnason, læknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur. „Hljóðið er almennt ákaflega dökkt. Það er algjörlega glórulaust fyrir íslenska sjúklinga að standa í þessu,“ segir Kristján Skúli. „Það er gríðarlega breið samstaða meðal lækna að vinna ekki eftir þessum samningi þegar hann rennur út um áramótin. Þetta er þar að auki samningur sem hefur ítrekað verið brotinn, en við munum halda læknastofum okkar opnum. Við munum sinna öllum sjúklingum eins og venjulega, en það sem mun hins vegar verða öðruvísi er að sjúklingar gætu þurft að borga fyrir heimsóknina að fullu, leggja út fyrir henni að minnsta kosti og síðan skoða hvort þeir eiga endurkröfurétt á heilbrigðisyfirvöld vegna þess að það eru sjúkratryggingar í landinu.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tók yfirdrátt fyrir brjóstnámi í Englandi Kona sem greindist með stökkbreytingu í brakkageni þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni, sem starfar á Íslandi, til þess að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún tók þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til þess að eiga fyrir aðgerðinni. 14. september 2018 20:00 Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Tók yfirdrátt fyrir brjóstnámi í Englandi Kona sem greindist með stökkbreytingu í brakkageni þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni, sem starfar á Íslandi, til þess að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún tók þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til þess að eiga fyrir aðgerðinni. 14. september 2018 20:00