Telur kerfið fyrir börn í fíkni- og geðvanda hafa versnað Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. september 2018 20:15 Móðir drengs sem var með fíkni- og geðvanda er ein af fjölmörgum foreldrum sem upplifa úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu þegar reynt er að finna heildræna meðferð fyrir börnin þeirra. Frá því að hún missti son sinn telur hún kerfið eingöngu hafa versnað. Hún ætlar ásamt hópi fagfólks að koma á fót meðferðarúrræði. Sigurþóra Bergsdóttir missti drenginn sinn eftir að hann tók eigið líf aðeins nítján ára gamall. Í kjölfarið var stofnaður minningarsjóður með það markmið að styðja við úrræði fyrir ungt fólk í vanda. Á morgun hefði sonur hennar orðið 22 ára og annað kvöld verða stofnuð samtök áhuga- og fagfólks um meðferðarsetur fyrir ungt fólk að frumkvæði Sigurþóru. Samtökin stefna á að koma á fót heildstæðu móttöku-, meðferðar- og endurhæfingarúrræði. „Útgangspunkturinn er fyrst og fremst að búa til vettvang og ná saman fólki úr öllum áttum sem er að vinna í þessum málum, hefur áhuga á því að vinna að úrbótum og vill koma með okkur í að vinna flott úrræði fyrir ungt fólk,“ segir hún.Sigurþóra Bergsdþóttir missti son sinn Berg Snæ þegar hann var aðeins nítján ára gamall.Vísir/Stöð 2Úrræðin ekki samnýtt Hún segir ýmsa vankanta á núverandi kerfi. Sonur hennar ánetjaðist fíkniefnum en var líka haldinn áfallastreituröskun og erfitt var að finna úrræði til að takast á við þetta samhliða. Áfallastreitan var grunnur veikinda hans en geðdeild gat ekki unnið með honum nema hann hætti að neyta kannabis. „Sveitarfélögin eru með félagsþjónustuna, ríkið með heilbrigðisþjónustuna, svo eru sjálfstæð félagasamtök sem sjá um fíkniaðstoðina. Það eru allir einhvern veginn að gera sitt og ekki mikið verið að samnýta þessi úrræði,“ segir hún. Sigurþóra segist hafa fengið nóg einn af daginn af öllum þeim fréttum sem berast af ungu fólki sem deyr, dettur út eða finnur ekki meðferðarúrræði. „Ég sjálf missti drenginn minn fyrir tveimur og hálfu ári síðan eftir að við vorum búin að leita leiða til að hjálpa honum innan allra kerfanna. Fengum fullt af alls konar aðstoð og komumst inn í alls konar úrræði en það var aldrei neitt sem passaði. Ég upplifi bara að það hafi ekkert breyst og ástandið hafi frekar versnað en hitt,” segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Móðir drengs sem var með fíkni- og geðvanda er ein af fjölmörgum foreldrum sem upplifa úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu þegar reynt er að finna heildræna meðferð fyrir börnin þeirra. Frá því að hún missti son sinn telur hún kerfið eingöngu hafa versnað. Hún ætlar ásamt hópi fagfólks að koma á fót meðferðarúrræði. Sigurþóra Bergsdóttir missti drenginn sinn eftir að hann tók eigið líf aðeins nítján ára gamall. Í kjölfarið var stofnaður minningarsjóður með það markmið að styðja við úrræði fyrir ungt fólk í vanda. Á morgun hefði sonur hennar orðið 22 ára og annað kvöld verða stofnuð samtök áhuga- og fagfólks um meðferðarsetur fyrir ungt fólk að frumkvæði Sigurþóru. Samtökin stefna á að koma á fót heildstæðu móttöku-, meðferðar- og endurhæfingarúrræði. „Útgangspunkturinn er fyrst og fremst að búa til vettvang og ná saman fólki úr öllum áttum sem er að vinna í þessum málum, hefur áhuga á því að vinna að úrbótum og vill koma með okkur í að vinna flott úrræði fyrir ungt fólk,“ segir hún.Sigurþóra Bergsdþóttir missti son sinn Berg Snæ þegar hann var aðeins nítján ára gamall.Vísir/Stöð 2Úrræðin ekki samnýtt Hún segir ýmsa vankanta á núverandi kerfi. Sonur hennar ánetjaðist fíkniefnum en var líka haldinn áfallastreituröskun og erfitt var að finna úrræði til að takast á við þetta samhliða. Áfallastreitan var grunnur veikinda hans en geðdeild gat ekki unnið með honum nema hann hætti að neyta kannabis. „Sveitarfélögin eru með félagsþjónustuna, ríkið með heilbrigðisþjónustuna, svo eru sjálfstæð félagasamtök sem sjá um fíkniaðstoðina. Það eru allir einhvern veginn að gera sitt og ekki mikið verið að samnýta þessi úrræði,“ segir hún. Sigurþóra segist hafa fengið nóg einn af daginn af öllum þeim fréttum sem berast af ungu fólki sem deyr, dettur út eða finnur ekki meðferðarúrræði. „Ég sjálf missti drenginn minn fyrir tveimur og hálfu ári síðan eftir að við vorum búin að leita leiða til að hjálpa honum innan allra kerfanna. Fengum fullt af alls konar aðstoð og komumst inn í alls konar úrræði en það var aldrei neitt sem passaði. Ég upplifi bara að það hafi ekkert breyst og ástandið hafi frekar versnað en hitt,” segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira