„Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2018 16:25 Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. Mynd/Samsett Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu snúist ekki einungis um sig heldur um rétt sjúklinga og stefnu í íslenskum heilbrigðismálum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Alma sendi fréttastofu vegna málsins í dag.Sjá einnig: Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Alma fékk sérfræðiréttindi í Svíþjóð árið 2014 og hefur starfað þar í landi síðan þá. Vegna fjölskylduaðstæðna fluttist hún ásamt fjölskyldu sinni til Íslands í fyrra og sótti hún í kjölfarið um að komast á rammasamning Sjúkratrygginga Íslands. Umsókn Ölmu var synjað, eins og allra annarra sem sótt hafa um aðild að samningnum síðan árið 2016.Búist við því að hún snúi aftur til Svíþjóðar Alma, ásamt sjö sérfræðilæknum til viðbótar í jafnmörgum sérgreinum, ákvað því að höfða dómsmál gegn ríkinu. Málið var sótt með aðstoð Læknafélags Reykjavíkur og var dómur í málinu birtur í dag. Niðurstaða héraðsdóms felldi úr gildi synjun Sjúkratrygginga á umsókn Ölmu um aðild að rammasamningnum. Mun dómurinn hafa fordæmisgildi í málum hinna læknanna sjö. „Svo ég útskýri mínar aðstæður þá starfa ég sem háls-, nef- og eyrnalæknir á sjúkrahúsi í Svíþjóð. Það er ekki laus staða á Landspítala. Mér hefur verið neitað að komast inn á hinn umrædda rammasamning þannig að mín lausn er að starfa áfram í Svíþjóð,“ segir Alma í yfirlýsingu sinni. Hún flýgur nú mánaðarlega til Svíþjóðar og sinnir öðrum störfum meðfram því. Þetta segist hún gera til þess að geta framfleytt fjölskyldu sinni á Íslandi. Búist sé við því að hún snúi aftur til Svíþjóðar í fullt starf.Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, telur farsælast að heilbrigðisráðherra áfrýi ekki dómnum.vísir/gvaSigurinn einungis skref í rétta átt Alma segir dóminn í dag hluta af mun stærra máli og snerti heilbrigðiskerfið í heild. „En málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi. Þetta er einungis lítill hluti af miklu stærra máli sem snýst um rétt sjúklinga, stefnu í íslenskum heilbrigðismálum og mikilvægi þess að koma í veg fyrir tvöfalt heilbrigðiskerfi,“ segir Alma. Þá sé einnig afar slæmt hversu neikvæð áhrif afstaða stjórnvalda í málefnum sérfræðilækna hafi á nýliðun í stéttinni á Íslandi. Þeirri þróun verði erfitt að snúa. „Sigur okkar í dag er jákvæður í alla staði en þó einungis skref í rétta átt.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en hún hefur farið yfir dóminn með ríkislögmanni. Fundur ráðherra og ríkislögmanns mun fara fram á morgun en áfrýja verður dómnum innan fjögurra vikna.Yfirlýsing Ölmu Gunnarsdóttur:Málið snýst ekki einungis um mig. Við erum alls 8 sérfræðilæknar sem störfum innan mismunandi sérgreina þ.e.a.s. háls,nef og eyrnalækningar, hjartalækningar, gigtarlækningar, endurhæfingalækningar, lýtalækningar, svæfingalækningar, húðlækningar og augnlækningar. Í sumum þessara sérgreina er mikill skortur á sérfræðilæknum og í öðrum er yfirvofandi skortur á næstkomandi árum.Ég fluttist til Svíþjóðar í janúar 2010 í þeim tilgangi að öðlast sérfræðimenntum í Háls-, nef og eyrnalækningum. Ég fékk sænsk sérfræðiréttindi árið 2014 og hef starfað í Svíþjóð síðan þá. Vegna fjölskylduaðstæðna fluttum við fjölskyldan aftur til Íslands fyrir einu ári síðan. Ég sótti um að komast á hinn mikið umrædda rammasamning Sjúkratrygginga Íslands í þeim tilgangi að starfa á Íslandi, en fékk synjun eins og allir aðrir sem sóttu um. Fyrir einu ári síðan ákváðum við 8 sem öll stóðum í sömu sporum, að fara í dómsmál vegna þessa með aðstoð Læknafélags Reykjavíkur. Dómsmálið var nú loksins tekið fyrir um einu ári síðar.Svo ég útskýri mínar aðstæður þá starfa ég sem Háls, nef og eyrnalæknir á sjúkrahúsi í Svíþjóð. Það er ekki laus staða á Landspítala. Mér hefur verið neitað að komast inn á hinn umrædda rammasamning þannig að mín lausn er að starfa áfram í Svíþjóð. Þangað fer ég mánaðarlega og þess á milli starfa ég sem ráðgjafi og sinni ýmsum málum í gegnum tölvu og síma sem er í raun mín lausn til þess fá skikkanleg laun og framfleyta fjölskyldunni á Íslandi. Í Svíþjóð er enn búist við að ég komi aftur og starfi 100%.En málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi. Þetta er einungis lítill hluti af miklu stærra máli sem snýst um rétt sjúklinga, stefnu í íslenskum heilbrigðismálum og mikilvægi þess að koma í veg fyrir tvöfalt heilbrigðiskerfi. Það sem einnig er afar slæmt er að neikvæð áhrif á nýliðun sérfræðilækna hérlendis sem þetta veldur, verður erfitt að snúa. Sigur okkar í dag er jákvæður í alla staði en þó einungis skref í rétta átt.Með kærri kveðju,Alma GunnarsdóttirSérfræðilæknir í háls, nef og eyrnalækningum Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu snúist ekki einungis um sig heldur um rétt sjúklinga og stefnu í íslenskum heilbrigðismálum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Alma sendi fréttastofu vegna málsins í dag.Sjá einnig: Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Alma fékk sérfræðiréttindi í Svíþjóð árið 2014 og hefur starfað þar í landi síðan þá. Vegna fjölskylduaðstæðna fluttist hún ásamt fjölskyldu sinni til Íslands í fyrra og sótti hún í kjölfarið um að komast á rammasamning Sjúkratrygginga Íslands. Umsókn Ölmu var synjað, eins og allra annarra sem sótt hafa um aðild að samningnum síðan árið 2016.Búist við því að hún snúi aftur til Svíþjóðar Alma, ásamt sjö sérfræðilæknum til viðbótar í jafnmörgum sérgreinum, ákvað því að höfða dómsmál gegn ríkinu. Málið var sótt með aðstoð Læknafélags Reykjavíkur og var dómur í málinu birtur í dag. Niðurstaða héraðsdóms felldi úr gildi synjun Sjúkratrygginga á umsókn Ölmu um aðild að rammasamningnum. Mun dómurinn hafa fordæmisgildi í málum hinna læknanna sjö. „Svo ég útskýri mínar aðstæður þá starfa ég sem háls-, nef- og eyrnalæknir á sjúkrahúsi í Svíþjóð. Það er ekki laus staða á Landspítala. Mér hefur verið neitað að komast inn á hinn umrædda rammasamning þannig að mín lausn er að starfa áfram í Svíþjóð,“ segir Alma í yfirlýsingu sinni. Hún flýgur nú mánaðarlega til Svíþjóðar og sinnir öðrum störfum meðfram því. Þetta segist hún gera til þess að geta framfleytt fjölskyldu sinni á Íslandi. Búist sé við því að hún snúi aftur til Svíþjóðar í fullt starf.Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, telur farsælast að heilbrigðisráðherra áfrýi ekki dómnum.vísir/gvaSigurinn einungis skref í rétta átt Alma segir dóminn í dag hluta af mun stærra máli og snerti heilbrigðiskerfið í heild. „En málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi. Þetta er einungis lítill hluti af miklu stærra máli sem snýst um rétt sjúklinga, stefnu í íslenskum heilbrigðismálum og mikilvægi þess að koma í veg fyrir tvöfalt heilbrigðiskerfi,“ segir Alma. Þá sé einnig afar slæmt hversu neikvæð áhrif afstaða stjórnvalda í málefnum sérfræðilækna hafi á nýliðun í stéttinni á Íslandi. Þeirri þróun verði erfitt að snúa. „Sigur okkar í dag er jákvæður í alla staði en þó einungis skref í rétta átt.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en hún hefur farið yfir dóminn með ríkislögmanni. Fundur ráðherra og ríkislögmanns mun fara fram á morgun en áfrýja verður dómnum innan fjögurra vikna.Yfirlýsing Ölmu Gunnarsdóttur:Málið snýst ekki einungis um mig. Við erum alls 8 sérfræðilæknar sem störfum innan mismunandi sérgreina þ.e.a.s. háls,nef og eyrnalækningar, hjartalækningar, gigtarlækningar, endurhæfingalækningar, lýtalækningar, svæfingalækningar, húðlækningar og augnlækningar. Í sumum þessara sérgreina er mikill skortur á sérfræðilæknum og í öðrum er yfirvofandi skortur á næstkomandi árum.Ég fluttist til Svíþjóðar í janúar 2010 í þeim tilgangi að öðlast sérfræðimenntum í Háls-, nef og eyrnalækningum. Ég fékk sænsk sérfræðiréttindi árið 2014 og hef starfað í Svíþjóð síðan þá. Vegna fjölskylduaðstæðna fluttum við fjölskyldan aftur til Íslands fyrir einu ári síðan. Ég sótti um að komast á hinn mikið umrædda rammasamning Sjúkratrygginga Íslands í þeim tilgangi að starfa á Íslandi, en fékk synjun eins og allir aðrir sem sóttu um. Fyrir einu ári síðan ákváðum við 8 sem öll stóðum í sömu sporum, að fara í dómsmál vegna þessa með aðstoð Læknafélags Reykjavíkur. Dómsmálið var nú loksins tekið fyrir um einu ári síðar.Svo ég útskýri mínar aðstæður þá starfa ég sem Háls, nef og eyrnalæknir á sjúkrahúsi í Svíþjóð. Það er ekki laus staða á Landspítala. Mér hefur verið neitað að komast inn á hinn umrædda rammasamning þannig að mín lausn er að starfa áfram í Svíþjóð. Þangað fer ég mánaðarlega og þess á milli starfa ég sem ráðgjafi og sinni ýmsum málum í gegnum tölvu og síma sem er í raun mín lausn til þess fá skikkanleg laun og framfleyta fjölskyldunni á Íslandi. Í Svíþjóð er enn búist við að ég komi aftur og starfi 100%.En málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi. Þetta er einungis lítill hluti af miklu stærra máli sem snýst um rétt sjúklinga, stefnu í íslenskum heilbrigðismálum og mikilvægi þess að koma í veg fyrir tvöfalt heilbrigðiskerfi. Það sem einnig er afar slæmt er að neikvæð áhrif á nýliðun sérfræðilækna hérlendis sem þetta veldur, verður erfitt að snúa. Sigur okkar í dag er jákvæður í alla staði en þó einungis skref í rétta átt.Með kærri kveðju,Alma GunnarsdóttirSérfræðilæknir í háls, nef og eyrnalækningum
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21
Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13
Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent