Öryggi sjúkraflutningamanna ógnað þegar lögregla kemst ekki á staðinn sökum manneklu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. september 2018 18:30 Sjúkraflutningamenn á Vesturlandi telja öryggi sitt ekki tryggt í þeim tilfellum þegar lögregla kemst ekki á staðinn í útkall, þegar þeir eru uppteknir í öðru útkalli. Dæmi eru um að sjúkraflutningamenn séu beðnir um að taka niður upplýsingar og ljósmynda vettvang vegna manneklu hjá lögreglunni. Fréttastofan hefur greint ítarlega frá manneklunni í lögreglunni, en eins og fram kom í upphafi vikunnar sagði formaður Landssambands lögreglumanna ástandið síst betra á landsbyggðinni miðað við höfuðborgarsvæðið. Fréttastofan hefur upplýsingar um að í nýlegu alvarlegu líkamsárásarmáli hafi sjúkraflutningamenn þurft að fara einir inn á vettvang, án aðstoðar lögreglu, á meðan árásarmaðurinn var enn til staðar. Á meðan voru lögreglumenn uppteknir í öðru máli inni á sjúkrahúsinu á Akranesi, örskammt frá. Samkvæmt heimildum fréttastofu óskuðu sjúkraflutningamenn eftir skjótri aðstoð lögreglu þar sem vitað var að maður væri í lífshættu í íbúðinni. Sökum þess að lögreglumenn á Akranesi voru uppteknir var aðstoð send frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit embættis ríkislögreglustjóra.Í hádegisfréttum Bylgjunnar á fimmtudag sagði Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, að ekki væri hægt að senda lögregluþjóna í öll útköll og að mörg minniháttar mál séu leyst í gegnum síma. Yfirmaður sjúkraflutninga segir sjúkraflutningamenn ekki getað stólað á aðstoð frá lögreglu.Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands telur öryggi sjúkraflutningamanna ógnað þegar lögregla kemst ekki á staðinnVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Já, það kemur fyrir en á stærstu stöðunum eins og Akranesi og Borgarnesi þá er þetta nú í nokkuð góðu lagi en á fámennari stöðum eins og í Búðardal, sem að nær nú yfir mjög stórt svæði, alveg austur á Barðaströnd og suður í Borgarnes, þar kemur það iðulega fyrir í erfiðum málum að það kemur ekki lögregla og sjúkraflutningamenn þurfa að taka upplýsingar og jafnvel myndir fyrir lögreglu að beiðni lögreglu," segir Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Starfstöðvar sjúkraflutningamanna hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands eru átta. Lengst er fyrir lögreglu að koma til aðstoðar frá Blönduósi til Hvammstanga og Borgarnesi í Búðardal. Gísli segir öryggi sjúkraflutningamanna ekki alltaf tryggt í erfiðum málum sem þeir sinna. „Í árásarmálum og því um líkum erfiðum málum þá er það mjög erfitt að eiga ekki vona á lögreglu til þess að skakka leikinn áður en sjúkraflutningamenn þurfa að fara vinna vinnuna sína,” segir Gísli.Finnst ykkur öryggi ógnað með stöðunni eins og hún er?„Já, þar sem að menn vita að það er einhver klukkutími í að lögregla komi á staðinn," segir Gísli. Lögreglumál Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00 Leysa mál í gegnum síma vegna manneklu Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. 30. ágúst 2018 12:30 Reiði meðal lögreglumanna Formaður Landssambands lögreglumanna segir dæmi um að hverfi í Reykjavík eða sveitarfélög á landinu séu eftirlitslaus komi upp tímafrek eða stærri útköll. 26. ágúst 2018 18:30 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Sjúkraflutningamenn á Vesturlandi telja öryggi sitt ekki tryggt í þeim tilfellum þegar lögregla kemst ekki á staðinn í útkall, þegar þeir eru uppteknir í öðru útkalli. Dæmi eru um að sjúkraflutningamenn séu beðnir um að taka niður upplýsingar og ljósmynda vettvang vegna manneklu hjá lögreglunni. Fréttastofan hefur greint ítarlega frá manneklunni í lögreglunni, en eins og fram kom í upphafi vikunnar sagði formaður Landssambands lögreglumanna ástandið síst betra á landsbyggðinni miðað við höfuðborgarsvæðið. Fréttastofan hefur upplýsingar um að í nýlegu alvarlegu líkamsárásarmáli hafi sjúkraflutningamenn þurft að fara einir inn á vettvang, án aðstoðar lögreglu, á meðan árásarmaðurinn var enn til staðar. Á meðan voru lögreglumenn uppteknir í öðru máli inni á sjúkrahúsinu á Akranesi, örskammt frá. Samkvæmt heimildum fréttastofu óskuðu sjúkraflutningamenn eftir skjótri aðstoð lögreglu þar sem vitað var að maður væri í lífshættu í íbúðinni. Sökum þess að lögreglumenn á Akranesi voru uppteknir var aðstoð send frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit embættis ríkislögreglustjóra.Í hádegisfréttum Bylgjunnar á fimmtudag sagði Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, að ekki væri hægt að senda lögregluþjóna í öll útköll og að mörg minniháttar mál séu leyst í gegnum síma. Yfirmaður sjúkraflutninga segir sjúkraflutningamenn ekki getað stólað á aðstoð frá lögreglu.Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands telur öryggi sjúkraflutningamanna ógnað þegar lögregla kemst ekki á staðinnVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Já, það kemur fyrir en á stærstu stöðunum eins og Akranesi og Borgarnesi þá er þetta nú í nokkuð góðu lagi en á fámennari stöðum eins og í Búðardal, sem að nær nú yfir mjög stórt svæði, alveg austur á Barðaströnd og suður í Borgarnes, þar kemur það iðulega fyrir í erfiðum málum að það kemur ekki lögregla og sjúkraflutningamenn þurfa að taka upplýsingar og jafnvel myndir fyrir lögreglu að beiðni lögreglu," segir Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Starfstöðvar sjúkraflutningamanna hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands eru átta. Lengst er fyrir lögreglu að koma til aðstoðar frá Blönduósi til Hvammstanga og Borgarnesi í Búðardal. Gísli segir öryggi sjúkraflutningamanna ekki alltaf tryggt í erfiðum málum sem þeir sinna. „Í árásarmálum og því um líkum erfiðum málum þá er það mjög erfitt að eiga ekki vona á lögreglu til þess að skakka leikinn áður en sjúkraflutningamenn þurfa að fara vinna vinnuna sína,” segir Gísli.Finnst ykkur öryggi ógnað með stöðunni eins og hún er?„Já, þar sem að menn vita að það er einhver klukkutími í að lögregla komi á staðinn," segir Gísli.
Lögreglumál Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00 Leysa mál í gegnum síma vegna manneklu Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. 30. ágúst 2018 12:30 Reiði meðal lögreglumanna Formaður Landssambands lögreglumanna segir dæmi um að hverfi í Reykjavík eða sveitarfélög á landinu séu eftirlitslaus komi upp tímafrek eða stærri útköll. 26. ágúst 2018 18:30 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00
Leysa mál í gegnum síma vegna manneklu Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. 30. ágúst 2018 12:30
Reiði meðal lögreglumanna Formaður Landssambands lögreglumanna segir dæmi um að hverfi í Reykjavík eða sveitarfélög á landinu séu eftirlitslaus komi upp tímafrek eða stærri útköll. 26. ágúst 2018 18:30
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent