Ætlar sér á ÓL í Tókýó 2020 en greindist með iðraólgu: Lætur „Neikvæða Jón“ ekki stoppa sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2018 10:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir Mynd/gudlaugedda.com Þetta sumar hefur reynt mikið á íslensku þrautarkonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur sem ætlar sér að komast á ÓL 2020 en hún fékk heilahristing í byrjun sumar og greindist svo með iðraólgu og mögulega sáraristilbólgu á dögunum. Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir er komin út samskiptamiðla- og netpásu og hefur sett inn nýjan pistil inn á bloggsíðu sína nú þegar bara tveir mánuði eru eftir af keppnistímabilinu. Það þarf mikinn andlegan styrk til að sigrast á þríþraut þar sem keppendur synda, hjóla og hlaupa og Guðlaug Edda kemur með athyglisverða sýn á þann hluta hjá mikilli keppniskonu eins og henni. Guðlaug Edda hefur sett stefnuna á að verða fyrsta íslenska þríþrautarkonan til að keppa á Ólympíuleikum og er ein af átta einstaklingum sem fékk í sumar styrk frá Ólympíusamhjálpinni vegna undirbúnings fyrir næstu leika sem fara fram í Tókýó 2020. Guðlaug Edda er þar í hópi með þeim Anítu Hinriksdóttur, Antoni Sveini McKee, Ásgeiri Sigurgeirssyni, Eyglóu Ósk Gústafsdóttur, Hilmari Erni Jónssyni, Valgarði Reinhardssyni og Þuríði Erlu Helgadóttur. Í nýjasta pistli sínum talar Guðlaug Edda um European Cup í Malmö, fyrsta stórmótið á EM í Glasgow og veikindi sín en hún var þarna að koma til baka eftir „nauðsynlega fjögurra vikna samfélagsmiðlapásu“ eins og hún segir sjálf. „Eins og venjulega tók ég mitt hefðbundna stresskast morguninn fyrir keppnina þar sem neikvæði Jón reyndi að ráðast á mitt eigið ágæti. Ég hef verið að vinna í að vinna með neikvæða Jón á heilbrigðan hátt með aðstoð frábærs fólks sem hefur meiri þekkingu en undirrituð á hinu mikla undri sem heili mannsins og hugsanir eru. Undanfarið hef ég verið að hugleiða mikið og mér finnst það hafa hjálpað mér að ná stjórn á hugsunum mínum og vera í núinu,“ skrifaði Guðlaug Edda í pistli sínum. Hún skrifar mikið um sjálfsgagnrýni sína sem hún hefur persónugert á skemmtilegan hátt með því tala og skrifa um Neikvæða Jón. „Neikvæði Jón róast þegar ég minni hann á hversu mikilvægt það er að vera í núinu og allt sem gerist í framtíðinni er óviðkomandi því augnabliki sem líður. Við lifum bara núna og það sem á sér stað seinna verður bara svarað á því augnabliki sem það gerist, enn ekki nokkrum klukkutímum, dögum, mánuðum eða jafnvel árum áður!,“ skrifaði Guðlaug Edda. Guðlaug Edda skrifar einnig um veikindi sem komu á versta tíma og er alveg hreinskilin um þau. „Ég var greind með eitthvað sem kallast iðraólga og er núna í rannsóknum um hvort ég mögulega sé með sáraristilbólgu (e. microscopic colitis). Ég er á leið í blóðprufu í næstu viku og frekari rannsóknir, en sem betur fer hefur þetta ekki enn verið að aftra mér um of í æfingum og keppnum,“ skrifaði Guðlaug Edda. Þetta sumar ætlar því að reyna mikið á okkar konu sem fékk heilahristing eftir slæmt fall í keppni í byrjun tímabilsins. „Ég er ekki tilbúin að gefa upp frábært tækifæri til að taka réttar/rangar ákvarðanir og læra af þeim fyrst flensan hefur látið sig hverfa í bili. Það verður lærdómsrík og forvitnilegt að sjá hvernig ég og neikvæði Jón bregðust við og vinnum okkur úr þessum aðstæðum. Maður ræður ekki alltaf hvernig undirbúningurinn fyrir keppnir eru þegar keppnistímabilið nær frá mars til nóvember, en maður ræður alltaf hvaða viðhorf maður nýtir sér og hvernig maður tekst á við aðstæður þegar á móti blæs,“ skrifaði Guðlaug Edda í pistli sínum en hann má lesa allan hér. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Þetta sumar hefur reynt mikið á íslensku þrautarkonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur sem ætlar sér að komast á ÓL 2020 en hún fékk heilahristing í byrjun sumar og greindist svo með iðraólgu og mögulega sáraristilbólgu á dögunum. Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir er komin út samskiptamiðla- og netpásu og hefur sett inn nýjan pistil inn á bloggsíðu sína nú þegar bara tveir mánuði eru eftir af keppnistímabilinu. Það þarf mikinn andlegan styrk til að sigrast á þríþraut þar sem keppendur synda, hjóla og hlaupa og Guðlaug Edda kemur með athyglisverða sýn á þann hluta hjá mikilli keppniskonu eins og henni. Guðlaug Edda hefur sett stefnuna á að verða fyrsta íslenska þríþrautarkonan til að keppa á Ólympíuleikum og er ein af átta einstaklingum sem fékk í sumar styrk frá Ólympíusamhjálpinni vegna undirbúnings fyrir næstu leika sem fara fram í Tókýó 2020. Guðlaug Edda er þar í hópi með þeim Anítu Hinriksdóttur, Antoni Sveini McKee, Ásgeiri Sigurgeirssyni, Eyglóu Ósk Gústafsdóttur, Hilmari Erni Jónssyni, Valgarði Reinhardssyni og Þuríði Erlu Helgadóttur. Í nýjasta pistli sínum talar Guðlaug Edda um European Cup í Malmö, fyrsta stórmótið á EM í Glasgow og veikindi sín en hún var þarna að koma til baka eftir „nauðsynlega fjögurra vikna samfélagsmiðlapásu“ eins og hún segir sjálf. „Eins og venjulega tók ég mitt hefðbundna stresskast morguninn fyrir keppnina þar sem neikvæði Jón reyndi að ráðast á mitt eigið ágæti. Ég hef verið að vinna í að vinna með neikvæða Jón á heilbrigðan hátt með aðstoð frábærs fólks sem hefur meiri þekkingu en undirrituð á hinu mikla undri sem heili mannsins og hugsanir eru. Undanfarið hef ég verið að hugleiða mikið og mér finnst það hafa hjálpað mér að ná stjórn á hugsunum mínum og vera í núinu,“ skrifaði Guðlaug Edda í pistli sínum. Hún skrifar mikið um sjálfsgagnrýni sína sem hún hefur persónugert á skemmtilegan hátt með því tala og skrifa um Neikvæða Jón. „Neikvæði Jón róast þegar ég minni hann á hversu mikilvægt það er að vera í núinu og allt sem gerist í framtíðinni er óviðkomandi því augnabliki sem líður. Við lifum bara núna og það sem á sér stað seinna verður bara svarað á því augnabliki sem það gerist, enn ekki nokkrum klukkutímum, dögum, mánuðum eða jafnvel árum áður!,“ skrifaði Guðlaug Edda. Guðlaug Edda skrifar einnig um veikindi sem komu á versta tíma og er alveg hreinskilin um þau. „Ég var greind með eitthvað sem kallast iðraólga og er núna í rannsóknum um hvort ég mögulega sé með sáraristilbólgu (e. microscopic colitis). Ég er á leið í blóðprufu í næstu viku og frekari rannsóknir, en sem betur fer hefur þetta ekki enn verið að aftra mér um of í æfingum og keppnum,“ skrifaði Guðlaug Edda. Þetta sumar ætlar því að reyna mikið á okkar konu sem fékk heilahristing eftir slæmt fall í keppni í byrjun tímabilsins. „Ég er ekki tilbúin að gefa upp frábært tækifæri til að taka réttar/rangar ákvarðanir og læra af þeim fyrst flensan hefur látið sig hverfa í bili. Það verður lærdómsrík og forvitnilegt að sjá hvernig ég og neikvæði Jón bregðust við og vinnum okkur úr þessum aðstæðum. Maður ræður ekki alltaf hvernig undirbúningurinn fyrir keppnir eru þegar keppnistímabilið nær frá mars til nóvember, en maður ræður alltaf hvaða viðhorf maður nýtir sér og hvernig maður tekst á við aðstæður þegar á móti blæs,“ skrifaði Guðlaug Edda í pistli sínum en hann má lesa allan hér.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira