Kveikja í hlaupaskónum vegna andlits auglýsingaherferðar Nike Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. september 2018 18:54 Colin Kaepernick tók fyrstur af skarið og lagðist á hné á meðan þjóðsöngurinn var sunginn til þess að mótmæla kynþáttamisrétti. NFL-deildin sektar nú lið ef leikmenn þess leika þetta eftir. Vísir/EPA Ákvörðun íþróttavörurisans Nike um að gera Colin Kaepernick að nýju andliti auglýsingaherferðar sinnar hefur farið fyrir brjóstið á sumum viðskiptavinum þess. Einhverjir þeirra hafa birt myndir af sér að brenna eða klippa í sundur klæðnað frá Nike. Nike tilkynnti í gær að NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick væri nýtt andlit auglýsingaherferðar íþróttamerkisins Nike. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu. Kaepernick hefur vakið mikla athygli fyrir ötula baráttu gegn kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi. Hann hefur til dæmis sýnt andóf með því að krjúpa á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var sunginn fyrir leiki. Andófið hefur þó reynst Kaepernick dýrkeypt því NFL-liðin hafa sett hann út í kuldann. Í tilkynningu sem Nike sendi frá sér er því haldið fram að Kaepernick sé á meðal áhrifamestu íþróttamönnum sinnar kynslóðar.Believe in something, even if it means sacrificing everything. #JustDoIt pic.twitter.com/SRWkMIDdaO— Colin Kaepernick (@Kaepernick7) September 3, 2018 Ekki eru þó allir ánægðir með ákvörðun íþróttarisans Nike því fjölmargir hafa lýst yfir óánægju sinni með framtakið undir myllumerkinu #JustBurnIt á samfélagsmiðlum. Það er leikur að orðum því slagorð Nike er „Just do it,“ sem gæti útleggst sem „kýldu bara á það“. Í tístum og stöðuuppfærslum hafa andstæðingar leikstjórnandans lýst því yfir að þeir hyggist eyðileggja og brenna Nike-vörurnar. Rúmlega 800 tíst undir myllumerkinu #JustBurnIt hafa birst á samskiptamiðlinum Twitter frá því tilkynningin var gefin út.#JustBurnIt -have you burned your Nike gear? https://t.co/Io7iJITIMy— Humanist Film (@HumanistFilm) September 4, 2018 Black Lives Matter NFL Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Ákvörðun íþróttavörurisans Nike um að gera Colin Kaepernick að nýju andliti auglýsingaherferðar sinnar hefur farið fyrir brjóstið á sumum viðskiptavinum þess. Einhverjir þeirra hafa birt myndir af sér að brenna eða klippa í sundur klæðnað frá Nike. Nike tilkynnti í gær að NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick væri nýtt andlit auglýsingaherferðar íþróttamerkisins Nike. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu. Kaepernick hefur vakið mikla athygli fyrir ötula baráttu gegn kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi. Hann hefur til dæmis sýnt andóf með því að krjúpa á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var sunginn fyrir leiki. Andófið hefur þó reynst Kaepernick dýrkeypt því NFL-liðin hafa sett hann út í kuldann. Í tilkynningu sem Nike sendi frá sér er því haldið fram að Kaepernick sé á meðal áhrifamestu íþróttamönnum sinnar kynslóðar.Believe in something, even if it means sacrificing everything. #JustDoIt pic.twitter.com/SRWkMIDdaO— Colin Kaepernick (@Kaepernick7) September 3, 2018 Ekki eru þó allir ánægðir með ákvörðun íþróttarisans Nike því fjölmargir hafa lýst yfir óánægju sinni með framtakið undir myllumerkinu #JustBurnIt á samfélagsmiðlum. Það er leikur að orðum því slagorð Nike er „Just do it,“ sem gæti útleggst sem „kýldu bara á það“. Í tístum og stöðuuppfærslum hafa andstæðingar leikstjórnandans lýst því yfir að þeir hyggist eyðileggja og brenna Nike-vörurnar. Rúmlega 800 tíst undir myllumerkinu #JustBurnIt hafa birst á samskiptamiðlinum Twitter frá því tilkynningin var gefin út.#JustBurnIt -have you burned your Nike gear? https://t.co/Io7iJITIMy— Humanist Film (@HumanistFilm) September 4, 2018
Black Lives Matter NFL Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira