Enginn vilji virðist til að halda rekstri SÁÁ á Akureyri áfram Sveinn Arnarsson skrifar 5. september 2018 08:00 Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar. fréttablaðið/auðunn Ekkert hefur miðað í viðræðum ríkisvaldsins, Akureyrarbæjar og SÁÁ um að tryggja starfsemi þess síðastnefnda á Akureyri. SÁÁ hefur haft það á stefnuskránni lengi að loka einu þjónustu sinni á landsbyggðinni til að spara tæpar nítján milljónir króna. Bæjarstjórn Akureyrar lýsir megnri óánægju með stöðu mála. Málið var tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi í gær og lagði öll bæjarstjórn fram sameiginlega bókun. „Bæjarstjórn Akureyrar fordæmir þau áform SÁÁ að loka göngudeild sinni á Akureyri um næstu áramót. Það er að okkar mati algjörlega óásættanlegt að í þjónustusamningi ríkisins við SÁÁ sé ekki skilgreind nein þjónusta utan höfuðborgarsvæðisins. Bæjarstjórn skorar á SÁÁ og ríkisvaldið að bæta úr þessu hið fyrsta og felur bæjarstjóra að ræða við samningsaðila og leita leiða til að koma í veg fyrir að göngudeildin verði lögð niður,“ segir í bókuninni. Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ, segir ríkisvaldið ekki hafa stutt við göngudeildarþjónustu SÁÁ síðan árið 2014. Reksturinn sé því alfarið af sjálfsaflafé samtakanna. Hann segir reksturinn á Akureyri hlutfallslega þungan fyrir samtökin og það sé ekki við samtökin að sakast í þessum efnum. „SÁÁ hefur rekið göngudeild á Akureyri í langan tíma fyrir eigið fé,“ segir Arnþór. „Við erum búin að vera að borga með þessum rekstri, SÁÁ, í 25 ár um 500 milljónir. Ætlar einhver að endurgreiða það?“ Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, segist hafa þurft að draga fram upplýsingar með töngum út úr samtökunum til að fá heildarmynd af stöðu mála. „Eftir níu tölvupósta til stjórnenda SÁÁ þar sem ég óskaði eftir því að fá upplýsingar um hvað þyrfti til að göngudeildinni yrði ekki lokað sagði formaður SÁÁ að lokum að til greina komi að gera sérstakan þjónustusamning við Akureyrarbæ um þjónustu við bæjarbúa en eini möguleikinn til þess að halda úti óbreyttu starfi göngudeildarinnar á Akureyri fyrir Norðurland allt sé að ná samningum við ráðuneytið eða Sjúkratryggingar,“ segir Hilda Jana. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ríkið tryggi fé til áframhaldandi reksturs göngudeildar SÁÁ á Akureyri Bæjarráð Akureyrarbæjar skorar á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja þjónustu og nægjanlega fjármuni til að standa undir áframhaldandi rekstri göngudeildar SÁÁ á Akureyri. 3. febrúar 2018 12:45 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Ekkert hefur miðað í viðræðum ríkisvaldsins, Akureyrarbæjar og SÁÁ um að tryggja starfsemi þess síðastnefnda á Akureyri. SÁÁ hefur haft það á stefnuskránni lengi að loka einu þjónustu sinni á landsbyggðinni til að spara tæpar nítján milljónir króna. Bæjarstjórn Akureyrar lýsir megnri óánægju með stöðu mála. Málið var tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi í gær og lagði öll bæjarstjórn fram sameiginlega bókun. „Bæjarstjórn Akureyrar fordæmir þau áform SÁÁ að loka göngudeild sinni á Akureyri um næstu áramót. Það er að okkar mati algjörlega óásættanlegt að í þjónustusamningi ríkisins við SÁÁ sé ekki skilgreind nein þjónusta utan höfuðborgarsvæðisins. Bæjarstjórn skorar á SÁÁ og ríkisvaldið að bæta úr þessu hið fyrsta og felur bæjarstjóra að ræða við samningsaðila og leita leiða til að koma í veg fyrir að göngudeildin verði lögð niður,“ segir í bókuninni. Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ, segir ríkisvaldið ekki hafa stutt við göngudeildarþjónustu SÁÁ síðan árið 2014. Reksturinn sé því alfarið af sjálfsaflafé samtakanna. Hann segir reksturinn á Akureyri hlutfallslega þungan fyrir samtökin og það sé ekki við samtökin að sakast í þessum efnum. „SÁÁ hefur rekið göngudeild á Akureyri í langan tíma fyrir eigið fé,“ segir Arnþór. „Við erum búin að vera að borga með þessum rekstri, SÁÁ, í 25 ár um 500 milljónir. Ætlar einhver að endurgreiða það?“ Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, segist hafa þurft að draga fram upplýsingar með töngum út úr samtökunum til að fá heildarmynd af stöðu mála. „Eftir níu tölvupósta til stjórnenda SÁÁ þar sem ég óskaði eftir því að fá upplýsingar um hvað þyrfti til að göngudeildinni yrði ekki lokað sagði formaður SÁÁ að lokum að til greina komi að gera sérstakan þjónustusamning við Akureyrarbæ um þjónustu við bæjarbúa en eini möguleikinn til þess að halda úti óbreyttu starfi göngudeildarinnar á Akureyri fyrir Norðurland allt sé að ná samningum við ráðuneytið eða Sjúkratryggingar,“ segir Hilda Jana.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ríkið tryggi fé til áframhaldandi reksturs göngudeildar SÁÁ á Akureyri Bæjarráð Akureyrarbæjar skorar á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja þjónustu og nægjanlega fjármuni til að standa undir áframhaldandi rekstri göngudeildar SÁÁ á Akureyri. 3. febrúar 2018 12:45 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Ríkið tryggi fé til áframhaldandi reksturs göngudeildar SÁÁ á Akureyri Bæjarráð Akureyrarbæjar skorar á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja þjónustu og nægjanlega fjármuni til að standa undir áframhaldandi rekstri göngudeildar SÁÁ á Akureyri. 3. febrúar 2018 12:45
Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15