Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú endanlega látið loka reikningi bandaríska samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. Um miðjan ágúst var reikningi Jones lokað í viku tíma eftir að hafa gerst brotlegur við reglur fyrirtæksins.
Twitter hefur nú lokað persónulegum reikningi Alex Jones, auk síðna hans Infowars og Periscope. Ástæðan er sögð sú að Jones aftur gerst brotlegur við reglur fyrirtækisins með tístum og myndböndum sem hann birti í gær.
Facebook lokaði fjórum síðum Alex Jones í ágúst síðastliðinn og um svipað leyti fjarlægðu bæði Apple og Spotify hlaðvarpsþætti Jones vegna endurtekinna brota.
Jones hefur birt efni sem sagt er gefa ofbeldi hátt undir höfði og byggja á haturorðræðu í garð transfólks, múslima og innflytjenda.
