Háskólanám - til ánægju og árangurs! María Dóra Björnsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 13:30 Um þessar mundir hefja um það bil 3000 nýnemar nám við Háskóla Íslands sem verða hluti af og þátttakendur í fjölbreyttu háskólasamfélagi. Þetta eru spennandi og skemmtileg tímamót sem leggja grunn að framtíð flestra út á vinnumarkaðinn og jafnvel einnig í einkalífinu. Það eru margir einstaklingar sem koma að menntun og mótun nýnemans. Má þar nefna kennara auk starfsfólks fræðasviða, deilda og stoðþjónustu. Allir hafa það sameiginlega markmið að styðja nýnemann í að ná árangri í náminu sem hann hefur valið sér og stuðla að vellíðan hans í háskólasamfélaginu. Það getur tekið tíma að aðlagast nýju námsumhverfi og aðstæðum, einhverjir eru að flytja að heiman í fyrsta skipti eða flytja á milli landshluta. Það er margt sem nýir nemendur geta gert til að þessi tímamót fari sem best af stað, námslega, félagslega og ekki síst persónulega. Það skiptir máli að gefa sér tíma til að venjast nýju umhverfi og aðlagast því en það er ekki síður mikilvægt að vera þátttakandi í háskólasamfélaginu og grípa tækifærin sem þar gefast til að ná árangri og settum markmiðum. Allir þessir þættir geta haft ómæld áhrif á ánægju nemenda og árangur í háskólanáminu. Við Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands starfa sérfræðingar sem þekkja hvaða þjónusta og úrræði henta nemendum. Þeir leggja sitt af mörkum til að styðja og styrkja nemendur frá upphafi náms til námsloka. Þjónustan er þríþætt, ráðgjöf sem lýtur að háskólanámi, s.s. varðandi námsval og vinnubrögð í háskólanámi, starfsráðgjöf sem felst í því að aðstoða nemendur við að byggja brú yfir í atvinnulífið, undirbúa þátttöku á vinnumarkaði og skapa sér starfstækifæri og svo þjónusta er snýr að sértækum námsrúrræðum og sálfræðiráðgjöf. Háskóli Íslands hefur nýlega lagt sérstaka áherslu á að styrkja enn frekar sálfræðiþjónustu fyrir nemendur og er skólinn stoltur af því framtaki. Vert er að geta þess að fram undan eru Nýnemadagar Háskóla Íslands frá 3. til 7. september og hvetjum við alla nýnema til að taka þátt í þeim. Dagarnir einkennast af fjölbreyttri dagskrá, s.s. kynningum á margvíslegri þjónustu fyrir nemendur, hagsmunamálum þeirra og auðugu félagslífi, með það að markmiði að auðvelda nemendum að taka fyrstu skrefin innan háskólasamfélagsins. Á Nýnemadögum býðst gott tækifæri til að kynnast nýju námsumhverfi og nýju fólki. Að lokum óskum við öllum nemendum velfarnaðar í námi og leik og bjóðum þá velkomna í Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands.Höfundur er deildarstjóri Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Dóra Björnsdóttir Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir hefja um það bil 3000 nýnemar nám við Háskóla Íslands sem verða hluti af og þátttakendur í fjölbreyttu háskólasamfélagi. Þetta eru spennandi og skemmtileg tímamót sem leggja grunn að framtíð flestra út á vinnumarkaðinn og jafnvel einnig í einkalífinu. Það eru margir einstaklingar sem koma að menntun og mótun nýnemans. Má þar nefna kennara auk starfsfólks fræðasviða, deilda og stoðþjónustu. Allir hafa það sameiginlega markmið að styðja nýnemann í að ná árangri í náminu sem hann hefur valið sér og stuðla að vellíðan hans í háskólasamfélaginu. Það getur tekið tíma að aðlagast nýju námsumhverfi og aðstæðum, einhverjir eru að flytja að heiman í fyrsta skipti eða flytja á milli landshluta. Það er margt sem nýir nemendur geta gert til að þessi tímamót fari sem best af stað, námslega, félagslega og ekki síst persónulega. Það skiptir máli að gefa sér tíma til að venjast nýju umhverfi og aðlagast því en það er ekki síður mikilvægt að vera þátttakandi í háskólasamfélaginu og grípa tækifærin sem þar gefast til að ná árangri og settum markmiðum. Allir þessir þættir geta haft ómæld áhrif á ánægju nemenda og árangur í háskólanáminu. Við Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands starfa sérfræðingar sem þekkja hvaða þjónusta og úrræði henta nemendum. Þeir leggja sitt af mörkum til að styðja og styrkja nemendur frá upphafi náms til námsloka. Þjónustan er þríþætt, ráðgjöf sem lýtur að háskólanámi, s.s. varðandi námsval og vinnubrögð í háskólanámi, starfsráðgjöf sem felst í því að aðstoða nemendur við að byggja brú yfir í atvinnulífið, undirbúa þátttöku á vinnumarkaði og skapa sér starfstækifæri og svo þjónusta er snýr að sértækum námsrúrræðum og sálfræðiráðgjöf. Háskóli Íslands hefur nýlega lagt sérstaka áherslu á að styrkja enn frekar sálfræðiþjónustu fyrir nemendur og er skólinn stoltur af því framtaki. Vert er að geta þess að fram undan eru Nýnemadagar Háskóla Íslands frá 3. til 7. september og hvetjum við alla nýnema til að taka þátt í þeim. Dagarnir einkennast af fjölbreyttri dagskrá, s.s. kynningum á margvíslegri þjónustu fyrir nemendur, hagsmunamálum þeirra og auðugu félagslífi, með það að markmiði að auðvelda nemendum að taka fyrstu skrefin innan háskólasamfélagsins. Á Nýnemadögum býðst gott tækifæri til að kynnast nýju námsumhverfi og nýju fólki. Að lokum óskum við öllum nemendum velfarnaðar í námi og leik og bjóðum þá velkomna í Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands.Höfundur er deildarstjóri Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun