Skutlað á þyrlu yfir í Málmey þar sem hann verður fastur næstu fjóra daga án vatns og matar Stefán Árni Pálsson skrifar 22. ágúst 2018 19:45 Heiðar Logi er einn besti brimbretakappi landsins. Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. Fréttastofa Stöðvar 2 hitti Heiðar Loga á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Heiðar fór á fætur fyrir alla aldir í morgun og tók flug til Ísafjarðar klukkan átta. Seinna um daginn steig hann upp í þyrlu og var skutlað yfir í Málmey. „Ég ætla taka með mér veiðistöng og lámarksnauðsynjar og ég ætla bara að bjarga mér. Enginn aðstoð frá neinum en ég verð með síma og ætla sýna frá þessu á Snapchat (heidarlogi). Ef þetta klikkar allt, þá get ég alltaf hringt,“ segir Heiðar Logi sem verður með fullt af hleðslubönkum með sér til að hlaða græjurnar. Heiðar segist vera mest stressaður fyrir því að hann finni engan eldivið og geti því ekki soðið vatn. „Ef það gerist þá get ég ekki hitað mér vatn og ekki eldað mér fisk og þá endar maður kannski á því að borða sushi eða einhverskonar hráan mat.“ Þessi vinsæli brimbrettakappi er vanur að ferðast um land allt á húsbílnum sínum og þekkir hvern krók og kima, en tjaldið heillar hann ekkert sérstaklega mikið.En er hann góður veiðimaður? „Ég er ekki góður veiðimaður en ég er fínn að bjarga mér úti í náttúrunni. Ég hef eytt miklum tíma út í náttúrunni, keyrandi um í húsbílnum og gisti hvar sem er, en þetta er aðeins öðruvísi og ég er ekki vanur að vera í tjaldi.“Er ekki algjör bilun að gera þetta?„Sumum kannski finnst það. Fyrir mér er þetta bara áskorun. Maður getur alveg verið án matar í fjóra daga í versta falli. Það verður rigning og örugglega ekkert mál að ná sér í vatn. Ég er ekki að búast við að þetta verði auðvelt en býst ekki við því að þetta verði auðvelt.“ Fylgst verður með Heiðari Loga og hans ævintýrum í Málmey næstu fjóra daga á Vísi. Skagafjörður Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Fleiri fréttir Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Sjá meira
Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. Fréttastofa Stöðvar 2 hitti Heiðar Loga á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Heiðar fór á fætur fyrir alla aldir í morgun og tók flug til Ísafjarðar klukkan átta. Seinna um daginn steig hann upp í þyrlu og var skutlað yfir í Málmey. „Ég ætla taka með mér veiðistöng og lámarksnauðsynjar og ég ætla bara að bjarga mér. Enginn aðstoð frá neinum en ég verð með síma og ætla sýna frá þessu á Snapchat (heidarlogi). Ef þetta klikkar allt, þá get ég alltaf hringt,“ segir Heiðar Logi sem verður með fullt af hleðslubönkum með sér til að hlaða græjurnar. Heiðar segist vera mest stressaður fyrir því að hann finni engan eldivið og geti því ekki soðið vatn. „Ef það gerist þá get ég ekki hitað mér vatn og ekki eldað mér fisk og þá endar maður kannski á því að borða sushi eða einhverskonar hráan mat.“ Þessi vinsæli brimbrettakappi er vanur að ferðast um land allt á húsbílnum sínum og þekkir hvern krók og kima, en tjaldið heillar hann ekkert sérstaklega mikið.En er hann góður veiðimaður? „Ég er ekki góður veiðimaður en ég er fínn að bjarga mér úti í náttúrunni. Ég hef eytt miklum tíma út í náttúrunni, keyrandi um í húsbílnum og gisti hvar sem er, en þetta er aðeins öðruvísi og ég er ekki vanur að vera í tjaldi.“Er ekki algjör bilun að gera þetta?„Sumum kannski finnst það. Fyrir mér er þetta bara áskorun. Maður getur alveg verið án matar í fjóra daga í versta falli. Það verður rigning og örugglega ekkert mál að ná sér í vatn. Ég er ekki að búast við að þetta verði auðvelt en býst ekki við því að þetta verði auðvelt.“ Fylgst verður með Heiðari Loga og hans ævintýrum í Málmey næstu fjóra daga á Vísi.
Skagafjörður Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Fleiri fréttir Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Sjá meira