Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. ágúst 2018 07:56 Frá blaðamannafundi lögreglu í Jacksonville í gær. Vísir/AP Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. Áður hafði verið greint frá því að fjórir hefðu látist í árásinni en sú tala hefur verið leiðrétt. Árásarmaðurinn hét David Katz og var 24 ára gamall frá Baltimore í Maryland-ríki. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu beitti hann skammbyssu við verknaðinn. Fleiri eru ekki grunaðir um aðild að árásinni.Sjá einnig: Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Árásin var gerð á tölvuleikjamóti í afþreyingarmiðstöðinni Jacksonville Landing þar sem keppni stóð yfir í tölvuleiknum Madden 2018. Samkvæmt óstaðfestum heimildum fjölmiðla vestanhafs reiddist Katz eftir að hafa tapað leik á mótinu og hóf skothríð. Katz tók reglulega þátt í tölvuleikjamótum á borð við það sem haldið var í Jacksonville í gær og gekk þar undir nafninu „Bread“. Hann virðist hafa unnið Madden Bills tölvuleikjamótið í fyrra, ef marka má tíst ameríska fótboltaliðsins Buffalo Bills.Congrats to David Katz, the Madden 17 Bills Championship winner!Thanks for following along, Bills fans. https://t.co/YHJHzlFElc pic.twitter.com/incdEhLxkT— Buffalo Bills (@buffalobills) February 27, 2017 Fórnarlömb árásarinnar hafa enn ekki verið nafngreind. Þó er talið að hinir látnu hafi verið keppendur á mótinu en meðlimir tölvuleikjasamfélagsins hafa margir minnst tveggja spilara á samfélagsmiðlum í kjölfar árásarinnar. Mikil ringulreið skapaðist þegar Katz hóf skothríð á tölvuleikjamótinu í gær en því var streymt beint á netinu. Upphaf árásarinnar náðist á myndbandi sem var dreift víða á samfélagsmiðlum í gær. Mannskæðar skotárásir hafa verið tíðar í Flórída síðustu ár. 49 létust í skotárás á skemmtistaðinn Pulse í Orlando árið 2016 og 17 létust í árásinni á Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Parkland í febrúar síðastliðnum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Margir eru taldir látnir eftir skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í kvöld. 26. ágúst 2018 19:45 337 látist í 290 skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári Árásarmaðurinn sem framdi skotárás í Jacksonville í Flórída fyrr í kvöld framdi sjálfsmorð eftir að hann lét skotunum rigna yfir þáttakendur á tölvuleikjamóti. 337 einstaklingar hafa týnt lífi í skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári. 26. ágúst 2018 23:15 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. Áður hafði verið greint frá því að fjórir hefðu látist í árásinni en sú tala hefur verið leiðrétt. Árásarmaðurinn hét David Katz og var 24 ára gamall frá Baltimore í Maryland-ríki. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu beitti hann skammbyssu við verknaðinn. Fleiri eru ekki grunaðir um aðild að árásinni.Sjá einnig: Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Árásin var gerð á tölvuleikjamóti í afþreyingarmiðstöðinni Jacksonville Landing þar sem keppni stóð yfir í tölvuleiknum Madden 2018. Samkvæmt óstaðfestum heimildum fjölmiðla vestanhafs reiddist Katz eftir að hafa tapað leik á mótinu og hóf skothríð. Katz tók reglulega þátt í tölvuleikjamótum á borð við það sem haldið var í Jacksonville í gær og gekk þar undir nafninu „Bread“. Hann virðist hafa unnið Madden Bills tölvuleikjamótið í fyrra, ef marka má tíst ameríska fótboltaliðsins Buffalo Bills.Congrats to David Katz, the Madden 17 Bills Championship winner!Thanks for following along, Bills fans. https://t.co/YHJHzlFElc pic.twitter.com/incdEhLxkT— Buffalo Bills (@buffalobills) February 27, 2017 Fórnarlömb árásarinnar hafa enn ekki verið nafngreind. Þó er talið að hinir látnu hafi verið keppendur á mótinu en meðlimir tölvuleikjasamfélagsins hafa margir minnst tveggja spilara á samfélagsmiðlum í kjölfar árásarinnar. Mikil ringulreið skapaðist þegar Katz hóf skothríð á tölvuleikjamótinu í gær en því var streymt beint á netinu. Upphaf árásarinnar náðist á myndbandi sem var dreift víða á samfélagsmiðlum í gær. Mannskæðar skotárásir hafa verið tíðar í Flórída síðustu ár. 49 létust í skotárás á skemmtistaðinn Pulse í Orlando árið 2016 og 17 létust í árásinni á Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Parkland í febrúar síðastliðnum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Margir eru taldir látnir eftir skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í kvöld. 26. ágúst 2018 19:45 337 látist í 290 skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári Árásarmaðurinn sem framdi skotárás í Jacksonville í Flórída fyrr í kvöld framdi sjálfsmorð eftir að hann lét skotunum rigna yfir þáttakendur á tölvuleikjamóti. 337 einstaklingar hafa týnt lífi í skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári. 26. ágúst 2018 23:15 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Margir eru taldir látnir eftir skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í kvöld. 26. ágúst 2018 19:45
337 látist í 290 skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári Árásarmaðurinn sem framdi skotárás í Jacksonville í Flórída fyrr í kvöld framdi sjálfsmorð eftir að hann lét skotunum rigna yfir þáttakendur á tölvuleikjamóti. 337 einstaklingar hafa týnt lífi í skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári. 26. ágúst 2018 23:15