Glæpur gegn mannkyni Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. ágúst 2018 07:00 „Við grétum þegar við flúðum. Afrakstur 25 ára erfiðisvinnu tapaðist. Tími minn er senn á enda, en hvað verður um börn mín og barnabörn?“ „Það hlupu allir eins og fætur toguðu til að sleppa á lífi. Ég gat ekki einu sinni borið börnin mín.“ „Ég var heppin. Það nauðguðu mér bara þrír menn.“ Þetta er aðeins brotabrot af þeim hörmungum sem fórnarlömb þjóðernishreinsana mjanmarska hersins lýstu fyrir rannsakendum á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan var birt í gær og fjallað er um hana Fréttablaðinu í dag. Raunir Róhingja í Mjanmar frá því að hreinsanirnar miklu hófust í ágúst á síðasta ári eru nú þegar orðnar að einhverjum mestu hörmungum samtímans. Á upplýsingaöld, þegar við ættum með réttu að vera tengdari hvert öðru, upplýstari um raunir annarra og full hluttekningar í garð bræðra okkar og systra, hafa Róhingjar af einhverjum ástæðum mætt afgangi. Þetta agnarsmáa þjóðarbrot, í kringum 1,5 til 2 milljónir manna í Mjanmar og Bangladess, er alvant því að heimsbyggðin láti sér á sama standa. Undanfarna áratugi hafa Róhingjar þurft að þola útskúfun, ofbeldi, skert mannréttindi og svikin loforð. Róhingjar börðust við hlið Breta í seinna stríði, en fengu hvorki uppfyllt loforðið um sjálfstæði né viðurkenningu alþjóðasamfélagsins. Hörmungarnar nú eiga rætur að rekja til atburða í ágúst á síðasta ári þegar herskáir Róhingjar gerðu mannskæðar árásir á herstöðvar í Mjanmar. Svar mjanmarskra yfirvalda var þjóðernishreinsun. Í kringum sjö hundruð þúsund Róhingjar flúðu hreinsanirnar yfir landamærin að Bangladess. Hershöfðingjar og leiðtogar Mjanmar, þar á meðal Aung San Suu Kyi, handhafi friðarverðlauna Nóbels, hafna því að þjóðernishreinsanir eigi sér stað. Þau hafa hótað að fangelsa blaðamenn sem freista þess að varpa ljósi á stöðu mála. Niðurstaða skýrslu rannsóknarnefndar Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna staðfestir það sem margir hafa haldið fram, en fáir viljað segja upphátt. Yfirvöld í Mjanmar hafa orðið uppvís að einhverjum skelfilegustu glæpum gegn mannlegri reisn og tilvist sem um getur. Hópnauðganir á konum, barnsmorð, fjöldamorð og tortíming heilu þorpanna – allt eru þetta gjaldgengar aðferðir mjanmarskra yfirvalda til að ná markmiði sínu um útrýmingu Róhingja. Alþjóðasakamáladómstóllinn var stofnaður til að draga þá til ábyrgðar sem brotið hafa gegn mannkyni. Ísland hefur verið meðal dyggustu stuðningsríkja dómstólsins og okkur ber að berjast fyrir því að þeir sem bera ábyrgð á voðaverkunum í Mjanmar verði látnir sæta ábyrgð, á sama tíma og við réttum fámennri þjóð Róhingja hjálparhönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Vilja ákæra fyrir glæpi gegn mannkyni Mjanmarski herinn sakaður um ógeðfelld brot gegn Róhingjum. Rannsóknarnefnd SÞ mælir með því að herforingjar verði ákærðir fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. 28. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
„Við grétum þegar við flúðum. Afrakstur 25 ára erfiðisvinnu tapaðist. Tími minn er senn á enda, en hvað verður um börn mín og barnabörn?“ „Það hlupu allir eins og fætur toguðu til að sleppa á lífi. Ég gat ekki einu sinni borið börnin mín.“ „Ég var heppin. Það nauðguðu mér bara þrír menn.“ Þetta er aðeins brotabrot af þeim hörmungum sem fórnarlömb þjóðernishreinsana mjanmarska hersins lýstu fyrir rannsakendum á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan var birt í gær og fjallað er um hana Fréttablaðinu í dag. Raunir Róhingja í Mjanmar frá því að hreinsanirnar miklu hófust í ágúst á síðasta ári eru nú þegar orðnar að einhverjum mestu hörmungum samtímans. Á upplýsingaöld, þegar við ættum með réttu að vera tengdari hvert öðru, upplýstari um raunir annarra og full hluttekningar í garð bræðra okkar og systra, hafa Róhingjar af einhverjum ástæðum mætt afgangi. Þetta agnarsmáa þjóðarbrot, í kringum 1,5 til 2 milljónir manna í Mjanmar og Bangladess, er alvant því að heimsbyggðin láti sér á sama standa. Undanfarna áratugi hafa Róhingjar þurft að þola útskúfun, ofbeldi, skert mannréttindi og svikin loforð. Róhingjar börðust við hlið Breta í seinna stríði, en fengu hvorki uppfyllt loforðið um sjálfstæði né viðurkenningu alþjóðasamfélagsins. Hörmungarnar nú eiga rætur að rekja til atburða í ágúst á síðasta ári þegar herskáir Róhingjar gerðu mannskæðar árásir á herstöðvar í Mjanmar. Svar mjanmarskra yfirvalda var þjóðernishreinsun. Í kringum sjö hundruð þúsund Róhingjar flúðu hreinsanirnar yfir landamærin að Bangladess. Hershöfðingjar og leiðtogar Mjanmar, þar á meðal Aung San Suu Kyi, handhafi friðarverðlauna Nóbels, hafna því að þjóðernishreinsanir eigi sér stað. Þau hafa hótað að fangelsa blaðamenn sem freista þess að varpa ljósi á stöðu mála. Niðurstaða skýrslu rannsóknarnefndar Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna staðfestir það sem margir hafa haldið fram, en fáir viljað segja upphátt. Yfirvöld í Mjanmar hafa orðið uppvís að einhverjum skelfilegustu glæpum gegn mannlegri reisn og tilvist sem um getur. Hópnauðganir á konum, barnsmorð, fjöldamorð og tortíming heilu þorpanna – allt eru þetta gjaldgengar aðferðir mjanmarskra yfirvalda til að ná markmiði sínu um útrýmingu Róhingja. Alþjóðasakamáladómstóllinn var stofnaður til að draga þá til ábyrgðar sem brotið hafa gegn mannkyni. Ísland hefur verið meðal dyggustu stuðningsríkja dómstólsins og okkur ber að berjast fyrir því að þeir sem bera ábyrgð á voðaverkunum í Mjanmar verði látnir sæta ábyrgð, á sama tíma og við réttum fámennri þjóð Róhingja hjálparhönd.
Vilja ákæra fyrir glæpi gegn mannkyni Mjanmarski herinn sakaður um ógeðfelld brot gegn Róhingjum. Rannsóknarnefnd SÞ mælir með því að herforingjar verði ákærðir fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. 28. ágúst 2018 06:00
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun