Járnofhleðsla dulinn sjúkdómur sem liggur í ættum á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 12:41 Teitur Guðmundsson læknir segir sjúkdóminn geta verið dulinn lengi áður en sjúklingar greinast með hann. Vísir Járnofhleðsla, ættgengur sjúkdómur sem getur m.a. valdið skorpulifur og sykursýki, er algengari á norðurhveli jarðar en annars staðar í heiminum, að sögn Teits Guðmundssonar, læknis. Sjúkdómurinn liggur í nokkrum ættum hér á landi og skrifa sjúklingar einkenni hans gjarnan á aðrar orsakir í fyrstu. Teitur var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar einkenni járnofhleðslu, orsakir sjúkdómsins og meðferð við honum.Algengast að hann komi fram á miðjum aldri „Þetta er ættgengur sjúkdómur sem er í raun og veru töluvert algengari á norðurhveli jarðar og er algengari líka í körlum en konum. Hann kemur oft fram seinni part ævinnar, upp úr miðjum aldri, 50, 60 ára,“ segir Teitur. „Hann getur verið dulinn dálítið lengi og ekki fundist því að einkenni geta verið margvísleg og menn átta sig kannski ekki beint á því að þetta geti verið orsökin. Það er ekki hægt að greina þennan sjúkdóm nema með því að taka ákveðna tegund af blóðprufu.“ Teitur segir tíðni sjúkdómsins tiltölulega háa meðal Íslendinga og þá liggi hann í ákveðnum ættum hér á landi. Erfa þarf genastökkbreytinguna frá báðum foreldrum til að þróa með sér sjúkdóminn, að sögn Teits. „Í grunninn er þetta þannig að með þessum galla, eða þessu geni sem menn bera, er líkaminn líklegri til að hlaða upp járni. Þetta járn hleðst þá upp í líffærum, í liðum, í hjarta, í brisi og í lifur og hefur áhrif á þessi líffærakerfi.“ Ekki hægt að fá sjúkdóminn með ofinntöku af vítamínum Sjúkdómurinn getur til að mynda valdið skorpulifur ef járnofhleðsla verður í lifur, og/eða sykursýki, hlaðist járnið upp í brisi. Þá eru fyrstu einkenni oft lítilvæg, að sögn Teits, en þau geta verið slappleiki, þreyta, liðverkir, litabreytingar á húð og kviðverkir yfir lifrarstað, svo eitthvað sé nefnt. Einkennin eru þess eðlis að oft skrifa sjúklingar þau á aðrar orsakir. Aðspurður segir Teitur að ekki sé hægt að fá sjúkdóminn með ofinntöku af járni heldur aðeins með umræddri genastökkbreytingu. Engin lækning er til við járnofhleðslu en sjúkdómurinn er tæklaður með ákveðnum leiðum. „Annars vegar að losa þig við blóð eða að gefa þér lyf sem passa það að þú sért ekki með svo mikið járn í blóði. Í þriðja lagi er það svo lífsstíll, matarræði og næring,“ segir Teitur en fyrsta leiðin er algengasta meðferðin. „Þegar búið er að greina þig þá er verið að taka í raun og veru hálfan líter af blóði einu sinni í viku í ákveðinn tíma. Svo endar það í blóðtöku á nokkurra mánaða fresti, en þetta getur verið mjög mismunandi og mjög einstaklingsbundið.“Viðtalið við Teit má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Járnofhleðsla, ættgengur sjúkdómur sem getur m.a. valdið skorpulifur og sykursýki, er algengari á norðurhveli jarðar en annars staðar í heiminum, að sögn Teits Guðmundssonar, læknis. Sjúkdómurinn liggur í nokkrum ættum hér á landi og skrifa sjúklingar einkenni hans gjarnan á aðrar orsakir í fyrstu. Teitur var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar einkenni járnofhleðslu, orsakir sjúkdómsins og meðferð við honum.Algengast að hann komi fram á miðjum aldri „Þetta er ættgengur sjúkdómur sem er í raun og veru töluvert algengari á norðurhveli jarðar og er algengari líka í körlum en konum. Hann kemur oft fram seinni part ævinnar, upp úr miðjum aldri, 50, 60 ára,“ segir Teitur. „Hann getur verið dulinn dálítið lengi og ekki fundist því að einkenni geta verið margvísleg og menn átta sig kannski ekki beint á því að þetta geti verið orsökin. Það er ekki hægt að greina þennan sjúkdóm nema með því að taka ákveðna tegund af blóðprufu.“ Teitur segir tíðni sjúkdómsins tiltölulega háa meðal Íslendinga og þá liggi hann í ákveðnum ættum hér á landi. Erfa þarf genastökkbreytinguna frá báðum foreldrum til að þróa með sér sjúkdóminn, að sögn Teits. „Í grunninn er þetta þannig að með þessum galla, eða þessu geni sem menn bera, er líkaminn líklegri til að hlaða upp járni. Þetta járn hleðst þá upp í líffærum, í liðum, í hjarta, í brisi og í lifur og hefur áhrif á þessi líffærakerfi.“ Ekki hægt að fá sjúkdóminn með ofinntöku af vítamínum Sjúkdómurinn getur til að mynda valdið skorpulifur ef járnofhleðsla verður í lifur, og/eða sykursýki, hlaðist járnið upp í brisi. Þá eru fyrstu einkenni oft lítilvæg, að sögn Teits, en þau geta verið slappleiki, þreyta, liðverkir, litabreytingar á húð og kviðverkir yfir lifrarstað, svo eitthvað sé nefnt. Einkennin eru þess eðlis að oft skrifa sjúklingar þau á aðrar orsakir. Aðspurður segir Teitur að ekki sé hægt að fá sjúkdóminn með ofinntöku af járni heldur aðeins með umræddri genastökkbreytingu. Engin lækning er til við járnofhleðslu en sjúkdómurinn er tæklaður með ákveðnum leiðum. „Annars vegar að losa þig við blóð eða að gefa þér lyf sem passa það að þú sért ekki með svo mikið járn í blóði. Í þriðja lagi er það svo lífsstíll, matarræði og næring,“ segir Teitur en fyrsta leiðin er algengasta meðferðin. „Þegar búið er að greina þig þá er verið að taka í raun og veru hálfan líter af blóði einu sinni í viku í ákveðinn tíma. Svo endar það í blóðtöku á nokkurra mánaða fresti, en þetta getur verið mjög mismunandi og mjög einstaklingsbundið.“Viðtalið við Teit má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira