Hinsegin dagar – Verðum í fremstu röð Ásmundur Einar Daðason skrifar 10. ágúst 2018 07:00 Um leið og við fögnum glæsilegri dagskrá Hinsegin daga, þá er hollt að rifja upp hvað hefur áunnist í réttindum hinsegin fólks á undanförnum áratugum og ræða næstu skref. Í tilefni 40 ára afmælis Samtakanna '78 er fróðlegt að rifja upp stöðu hinsegin fólks á áttunda áratugnum. Algengt var að hinsegin fólk hafi verið í felum með tilfinningar sínar eða afneitað þeim. Þar með misstu margir af þeim mikilvægu þáttum lífsins sem felast í því að vera ástfanginn, að deila lífi sínu, vonum og væntingum. Til voru þeir sem börðust fyrir tilveru sinni, gegn viðhorfum samfélagsins og fordómum þess. Skiljanlega voru ekki margir tilbúnir í þessa baráttu, því fórnarkostnaðurinn gat verið hár. Í janúarmánuði 1978 var Herði Torfasyni meinaður aðgangur að skemmtistað í Reykjavík vegna kynhneigðar sinnar, en þessu lýsir hann vel í ævisögu sinni. Atvikið, auk annarra, varð til þess að hann hóf undirbúning að stofnun samtaka samkynhneigðra. Ég efa að þeir tólf samkynhneigðu karlmenn sem sátu stofnfund Samtakanna '78 hafi látið sig dreyma um þær samfélagsbreytingar sem hafa orðið. Þrátt fyrir baráttu fyrri ára og mikinn árangur er það því miður svo að Ísland hefur dregist aftur úr nágrannaþjóðunum hvað varðar réttindi hinsegin fólks og því þurfum við að breyta. Það var mjög ánægjulegt að leggja fram og sjá samþykkt lög um jafna meðferð á vinnumarkaði á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna og kyntjáningar. Á þessu ári hafa fjárframlög til Samtakanna '78 einnig verið tvöfölduð. Í samningnum við samtökin var ráðgjafar- og fræðsluhlutverk þeirra eflt, m.a. með sértækri ráðgjöf og fræðslu um málefni hinsegin fólks. Þá er stefnan að leggja fram frumvarp um kynrænt sjálfræði á næsta þingi sem mun styrkja mjög stöðu hinsegin fólks á Íslandi. Stefna núverandi ríkisstjórnar er að komast í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks. Það á að geta tekist hratt og vel. Ég hlakka til að taka þátt í áframhaldandi vinnu með mannréttindi allra að leiðarljósi. Gleðilega hinsegin daga!Höfundur er ráðherra félags- og jafnréttismála Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Hinsegin Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Um leið og við fögnum glæsilegri dagskrá Hinsegin daga, þá er hollt að rifja upp hvað hefur áunnist í réttindum hinsegin fólks á undanförnum áratugum og ræða næstu skref. Í tilefni 40 ára afmælis Samtakanna '78 er fróðlegt að rifja upp stöðu hinsegin fólks á áttunda áratugnum. Algengt var að hinsegin fólk hafi verið í felum með tilfinningar sínar eða afneitað þeim. Þar með misstu margir af þeim mikilvægu þáttum lífsins sem felast í því að vera ástfanginn, að deila lífi sínu, vonum og væntingum. Til voru þeir sem börðust fyrir tilveru sinni, gegn viðhorfum samfélagsins og fordómum þess. Skiljanlega voru ekki margir tilbúnir í þessa baráttu, því fórnarkostnaðurinn gat verið hár. Í janúarmánuði 1978 var Herði Torfasyni meinaður aðgangur að skemmtistað í Reykjavík vegna kynhneigðar sinnar, en þessu lýsir hann vel í ævisögu sinni. Atvikið, auk annarra, varð til þess að hann hóf undirbúning að stofnun samtaka samkynhneigðra. Ég efa að þeir tólf samkynhneigðu karlmenn sem sátu stofnfund Samtakanna '78 hafi látið sig dreyma um þær samfélagsbreytingar sem hafa orðið. Þrátt fyrir baráttu fyrri ára og mikinn árangur er það því miður svo að Ísland hefur dregist aftur úr nágrannaþjóðunum hvað varðar réttindi hinsegin fólks og því þurfum við að breyta. Það var mjög ánægjulegt að leggja fram og sjá samþykkt lög um jafna meðferð á vinnumarkaði á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna og kyntjáningar. Á þessu ári hafa fjárframlög til Samtakanna '78 einnig verið tvöfölduð. Í samningnum við samtökin var ráðgjafar- og fræðsluhlutverk þeirra eflt, m.a. með sértækri ráðgjöf og fræðslu um málefni hinsegin fólks. Þá er stefnan að leggja fram frumvarp um kynrænt sjálfræði á næsta þingi sem mun styrkja mjög stöðu hinsegin fólks á Íslandi. Stefna núverandi ríkisstjórnar er að komast í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks. Það á að geta tekist hratt og vel. Ég hlakka til að taka þátt í áframhaldandi vinnu með mannréttindi allra að leiðarljósi. Gleðilega hinsegin daga!Höfundur er ráðherra félags- og jafnréttismála
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar