Hútar fagna ákalli um óháða rannsókn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. ágúst 2018 10:15 Jemenar virða fyrir sér rútuna sem eyðilagðist. Um fjörutíu börn eru sögð hafa farist í árásinni. Vísir/EPA Jemen Hútar, uppreisnarsamtökin sem berjast gegn hernaðarbandalagi undir stjórn Sádi-Araba og ríkisstjórn Abdrabbuhs Mansurs Hadi forseta í Jemen, fögnuðu í gær ákalli Sameinuðu þjóðanna um að rannsaka skuli sérstaklega loftárásir hernaðarbandalagsins sem urðu tugum að bana á fimmtudag. António Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, fordæmdi árásina á fimmtudaginn og kallaði eftir óháðri rannsókn hið fyrsta. Í yfirlýsingu frá Farhan Haq, upplýsingafulltrúa Guterres, kom fram að meirihluti fórnarlamba hafi verið börn á milli tíu og þrettán ára gömul. Framkvæmdastjórinn kallaði jafnframt eftir því að alþjóðalög séu virt og að fyllsta aðgát sé höfð þegar árásir eru gerðar. „Við fögnum ákalli framkvæmdastjórans og erum tilbúin til samvinnu,“ sagði Mohammed Ali al-Houthi, leiðtogi byltingarráðs Húta, á Twitter. Loftárásir Sádi-Araba í Jemen eru ekki nýjar af nálinni en þessi hörðu viðbrögð eru til komin þar sem rúta, sem flutti börn á leið á sumarnámskeið, varð fyrir skothríðinni. Tugir barna fórust og særðust. Í kjölfarið sögðu Sádi-Arabar árásina hafa verið fullkomlega lögmæta og sögðu Húta skýla sér á bak við börn. Sádi-Arabar sögðust í gær þó ætla að rannsaka málið sjálfir. Ríkismiðillinn SPA hafði eftir embættismanni að hernaðarbandalagið myndi rannsaka allar ásakanir um mistök og brot á alþjóðalögum svo að hægt verði að refsa þeim sem ollu umræddum skaða. Í gær sagði svo Henrietta Fore, framkvæmdastjóri Barnahjálpar SÞ (UNICEF), að árásirnar mörkuðu svartasta daginn í stríðinu. „En spurningin nú er sú hvort atburðurinn marki einnig vendipunkt. Hvort þetta augnablik sé til þess fallið að þrýsta á stríðandi fylkingar, öryggisráðið og alþjóðasamfélagið að gera hið rétta í stöðunni og binda enda á átökin,“ sagði Fore enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Jemen Tengdar fréttir Fjöldi barna féll í loftárás á rútu í Jemen Bandalagsherinn undir forystu Sáda segir loftárásina hafa verið í samræmi við alþjóða- og mannúðarlög. 9. ágúst 2018 13:13 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Jemen Hútar, uppreisnarsamtökin sem berjast gegn hernaðarbandalagi undir stjórn Sádi-Araba og ríkisstjórn Abdrabbuhs Mansurs Hadi forseta í Jemen, fögnuðu í gær ákalli Sameinuðu þjóðanna um að rannsaka skuli sérstaklega loftárásir hernaðarbandalagsins sem urðu tugum að bana á fimmtudag. António Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, fordæmdi árásina á fimmtudaginn og kallaði eftir óháðri rannsókn hið fyrsta. Í yfirlýsingu frá Farhan Haq, upplýsingafulltrúa Guterres, kom fram að meirihluti fórnarlamba hafi verið börn á milli tíu og þrettán ára gömul. Framkvæmdastjórinn kallaði jafnframt eftir því að alþjóðalög séu virt og að fyllsta aðgát sé höfð þegar árásir eru gerðar. „Við fögnum ákalli framkvæmdastjórans og erum tilbúin til samvinnu,“ sagði Mohammed Ali al-Houthi, leiðtogi byltingarráðs Húta, á Twitter. Loftárásir Sádi-Araba í Jemen eru ekki nýjar af nálinni en þessi hörðu viðbrögð eru til komin þar sem rúta, sem flutti börn á leið á sumarnámskeið, varð fyrir skothríðinni. Tugir barna fórust og særðust. Í kjölfarið sögðu Sádi-Arabar árásina hafa verið fullkomlega lögmæta og sögðu Húta skýla sér á bak við börn. Sádi-Arabar sögðust í gær þó ætla að rannsaka málið sjálfir. Ríkismiðillinn SPA hafði eftir embættismanni að hernaðarbandalagið myndi rannsaka allar ásakanir um mistök og brot á alþjóðalögum svo að hægt verði að refsa þeim sem ollu umræddum skaða. Í gær sagði svo Henrietta Fore, framkvæmdastjóri Barnahjálpar SÞ (UNICEF), að árásirnar mörkuðu svartasta daginn í stríðinu. „En spurningin nú er sú hvort atburðurinn marki einnig vendipunkt. Hvort þetta augnablik sé til þess fallið að þrýsta á stríðandi fylkingar, öryggisráðið og alþjóðasamfélagið að gera hið rétta í stöðunni og binda enda á átökin,“ sagði Fore enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Jemen Tengdar fréttir Fjöldi barna féll í loftárás á rútu í Jemen Bandalagsherinn undir forystu Sáda segir loftárásina hafa verið í samræmi við alþjóða- og mannúðarlög. 9. ágúst 2018 13:13 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Fjöldi barna féll í loftárás á rútu í Jemen Bandalagsherinn undir forystu Sáda segir loftárásina hafa verið í samræmi við alþjóða- og mannúðarlög. 9. ágúst 2018 13:13