Kvartarar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. ágúst 2018 06:00 Stærstan hluta stuttrar starfsævi hef ég starfað í blaðamennsku og mætti því segja að ég væri stálpað blaðabarn. Meirihluti starfsins felst í því að vinna fréttir en nokkuð stór hluti tímans, þó æ minni eftir tilkomu athugasemdakerfa vefmiðlanna, fer í að svara athugasemdum þeirra sem hringja inn á ritstjórnina. Sem dæmi um slíka símavini má nefna hundaeigendur sem alltaf eru tilbúnir við telefóninn. Hommahatarar og rasistar eru líka algengir. Á dögunum hringdi inn maður sem var hvort tveggja. Hann var foj yfir því að það væri í skoðun að taka á móti samkynhneigðum flóttamönnum frá Afríku og sérstaklega brjálaður yfir því að þessir drulludelar væru á leið hingað til að smita hinn hreina, íslenska kynstofn af alnæmi. Innhringjandinn var að sjálfsögðu beðinn um að stinga þessari athugasemd aftur þangað sem hún var upprunnin. Það er á staðinn þar sem sólin skín aldrei. Reglulega hringir líka inn fólk og „leiðrengir“ málfar. Fjölmargir fettu fingur út í það á dögunum að það stæði samrýnd á forsíðu blaðsins. Mér bárust síðan flestar athugasemdir við skrif mín þegar í fyrirsögn fréttar stóð „berja augum“. Þau símtöl enda flest á því að fólkið ætlar næst að hringja í Árnastofnun til að hringja síðan aftur í ritstjórnina. Sjaldnast verður af síðara símtalinu. Uppáhaldið mitt var konan sem hringdi inn og tilkynnti það, án þess að kynna sig, að hún ætti afmæli á morgun og að það ætti alls ekki að skrifa um það. Síðan skellti hún á. Enn þann dag í dag kann ég engin deili á henni. Símavinirnir gefa vinnudeginum lit. Megi þeir hringja sem oftast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Stærstan hluta stuttrar starfsævi hef ég starfað í blaðamennsku og mætti því segja að ég væri stálpað blaðabarn. Meirihluti starfsins felst í því að vinna fréttir en nokkuð stór hluti tímans, þó æ minni eftir tilkomu athugasemdakerfa vefmiðlanna, fer í að svara athugasemdum þeirra sem hringja inn á ritstjórnina. Sem dæmi um slíka símavini má nefna hundaeigendur sem alltaf eru tilbúnir við telefóninn. Hommahatarar og rasistar eru líka algengir. Á dögunum hringdi inn maður sem var hvort tveggja. Hann var foj yfir því að það væri í skoðun að taka á móti samkynhneigðum flóttamönnum frá Afríku og sérstaklega brjálaður yfir því að þessir drulludelar væru á leið hingað til að smita hinn hreina, íslenska kynstofn af alnæmi. Innhringjandinn var að sjálfsögðu beðinn um að stinga þessari athugasemd aftur þangað sem hún var upprunnin. Það er á staðinn þar sem sólin skín aldrei. Reglulega hringir líka inn fólk og „leiðrengir“ málfar. Fjölmargir fettu fingur út í það á dögunum að það stæði samrýnd á forsíðu blaðsins. Mér bárust síðan flestar athugasemdir við skrif mín þegar í fyrirsögn fréttar stóð „berja augum“. Þau símtöl enda flest á því að fólkið ætlar næst að hringja í Árnastofnun til að hringja síðan aftur í ritstjórnina. Sjaldnast verður af síðara símtalinu. Uppáhaldið mitt var konan sem hringdi inn og tilkynnti það, án þess að kynna sig, að hún ætti afmæli á morgun og að það ætti alls ekki að skrifa um það. Síðan skellti hún á. Enn þann dag í dag kann ég engin deili á henni. Símavinirnir gefa vinnudeginum lit. Megi þeir hringja sem oftast.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar