Skoðun

Neytendasamtök – neytendaafl!

Jakob S. Jónsson skrifar
Eins og fram hefur komið í fréttum hef ég ákveðið að bregðast við áskorunum og gefa kost á mér til embættis formanns Neytendasamtakanna.

Ég vil gera Neytendasamtökin að þjóðfélagsafli í þágu íslenskra neytenda.

Samtök neytenda eiga að beita sér af afli fyrir bættu umhverfi fyrir neytendur á banka- og lánamarkaði, enda er kostnaður við fjármögnun einn stærsti þröskuldur í vegi fólks á húsnæðismarkaði, hvort sem um ræðir eignar- eða leiguhúsnæði. Þá eiga samtökin að beita sér af afli fyrir afnámi verðtryggingar sem veldur stórfellt hærri vöxtum hér en í nágrannalöndunum.

Neytendasamtökin eru sjálfsagður aðili þegar kemur að því að setja afl í eftirlit með verðlagi og þróun vöruverðs; það er brýnt hagsmunamál neytenda, ekki síst á þeim tímum þegar hætt er við að auknum kostnaði af nýjum kjarasamningum verði einfaldlega velt út í verðlagið.

Þjónusta við neytendur er og verður mikilvægt verkefni Neytendasamtakanna og það er ekki síður mikilvægt að þau séu kröftugur málsvari neytenda í daglegri umræðu og tali með rödd, sem á er hlustað!

Mikilvægast er að Neytendasamtökin verði samtök fjöldans!

Höfundur er frambjóðandi til formanms Neytendasamtakanna




Skoðun

Sjá meira


×