Gjörningur í kirkjunni í Hrísey hryggir íbúana Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. ágúst 2018 07:00 Snorri Ásmundsson heldur guðsþjónustu í Hríseyjarkirkju. „Okkur þykir leitt að fólk skuli misnota kirkjuna,“ segir Narfi Björgvinsson, formaður sóknarnefndar í Hrísey, um gjörning listamannsins Snorra Ásmundssonar í Hríseyjarkirkju síðastliðinn föstudag. Narfi kveðst hafa fengið símtal á mánudaginn í síðustu viku frá konu sem sé í hópi listamanna sem dvalist hafi í Hrísey og verið að gera fallega hluti. „Við höfum lánað kirkjuna fólki sem hefur komið og haft notalega tónleika. Ég kveikti ekki á þessu nafni, Snorri Ásmundsson, þegar ég sagði já,“ segir Narfi. „Hann fer þarna í messuklæði og annað sem hann hafði engin leyfi til að gera og eiginlega dettur engum í hug að gera. Sennilega er tilgangurinn að stuða,“ segir Narfi. Alls ekki hafi verið um tónleika að ræða heldur eitthvað allt annað sem hann ætli ekki að skilgreina. „Jáið var við tónleikum en þetta voru engir tónleikar og ekkert í ætt við neitt svoleiðis.“ Snorri brá sér í tvo messuskrúða úr kirkjunni. Í öðrum þeirra steig hann í predikunarstólinn og ræddi um sjálfan sig við kirkjugesti sem voru um þrjátíu. Snorri Ásmundsson ræddi meðal annars um ljósbera við gesti sína í Hríseyjarkirkju. Messu Snorra var streymt á Facebook og er myndin þaðan.Listamaðurinn gæddi sér á Prins Pólói áður en hann fór úr fyrri messuskrúðanum og lék á píanó. Gestir sungu að beiðni hans Ó, Jesú bróðir besti tvisvar auk tveggja fyrstu línanna í Bjart er yfir Betlehem. Snorri lék líka á orgelið. Undir lokin kvaðst Snorri vona að allir í kirkjunni færu út úr henni sem ljósberar. „Við getum öll orðið ljósberar. Bara að elska, elska. Elskaðu móður þína, elskaðu föður þinn, elskaðu börnin þín. Bara elska allt saman, þá líður okkur svo vel,“ sagði Snorri sem vill halda áfram að messa. „Ég vona að ég fái að vera með messur aftur, víðsvegar, á fleiri stöðum.“ Narfi segir að engir eftirmálar verði gagnvart listafólkinu. „Það er hægt að teygja það og toga að það þurfi að hreinsa þessi klæði. En ég ætla ekki að segja að hann hafi eyðilagt neitt. Sennilega stendur næst okkur að sýna fyrirgefningu.“ Hins vegar segir Narfi að atburðurinn breyti umgengninni við Hríseyjarkirkju. „Þetta verður náttúrlega til þess að það er ekki hægt að treysta neinum. Ef einhverjir óska eftir afnotum þá þarf það að vera undir einhverjum öðrum formerkjum heldur en við höfum gert; að treysta fólki. Það eru þessi skemmdu epli sem skemma fyrir öðrum.“ Birtist í Fréttablaðinu Hrísey Menning Trúmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
„Okkur þykir leitt að fólk skuli misnota kirkjuna,“ segir Narfi Björgvinsson, formaður sóknarnefndar í Hrísey, um gjörning listamannsins Snorra Ásmundssonar í Hríseyjarkirkju síðastliðinn föstudag. Narfi kveðst hafa fengið símtal á mánudaginn í síðustu viku frá konu sem sé í hópi listamanna sem dvalist hafi í Hrísey og verið að gera fallega hluti. „Við höfum lánað kirkjuna fólki sem hefur komið og haft notalega tónleika. Ég kveikti ekki á þessu nafni, Snorri Ásmundsson, þegar ég sagði já,“ segir Narfi. „Hann fer þarna í messuklæði og annað sem hann hafði engin leyfi til að gera og eiginlega dettur engum í hug að gera. Sennilega er tilgangurinn að stuða,“ segir Narfi. Alls ekki hafi verið um tónleika að ræða heldur eitthvað allt annað sem hann ætli ekki að skilgreina. „Jáið var við tónleikum en þetta voru engir tónleikar og ekkert í ætt við neitt svoleiðis.“ Snorri brá sér í tvo messuskrúða úr kirkjunni. Í öðrum þeirra steig hann í predikunarstólinn og ræddi um sjálfan sig við kirkjugesti sem voru um þrjátíu. Snorri Ásmundsson ræddi meðal annars um ljósbera við gesti sína í Hríseyjarkirkju. Messu Snorra var streymt á Facebook og er myndin þaðan.Listamaðurinn gæddi sér á Prins Pólói áður en hann fór úr fyrri messuskrúðanum og lék á píanó. Gestir sungu að beiðni hans Ó, Jesú bróðir besti tvisvar auk tveggja fyrstu línanna í Bjart er yfir Betlehem. Snorri lék líka á orgelið. Undir lokin kvaðst Snorri vona að allir í kirkjunni færu út úr henni sem ljósberar. „Við getum öll orðið ljósberar. Bara að elska, elska. Elskaðu móður þína, elskaðu föður þinn, elskaðu börnin þín. Bara elska allt saman, þá líður okkur svo vel,“ sagði Snorri sem vill halda áfram að messa. „Ég vona að ég fái að vera með messur aftur, víðsvegar, á fleiri stöðum.“ Narfi segir að engir eftirmálar verði gagnvart listafólkinu. „Það er hægt að teygja það og toga að það þurfi að hreinsa þessi klæði. En ég ætla ekki að segja að hann hafi eyðilagt neitt. Sennilega stendur næst okkur að sýna fyrirgefningu.“ Hins vegar segir Narfi að atburðurinn breyti umgengninni við Hríseyjarkirkju. „Þetta verður náttúrlega til þess að það er ekki hægt að treysta neinum. Ef einhverjir óska eftir afnotum þá þarf það að vera undir einhverjum öðrum formerkjum heldur en við höfum gert; að treysta fólki. Það eru þessi skemmdu epli sem skemma fyrir öðrum.“
Birtist í Fréttablaðinu Hrísey Menning Trúmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira