Langreyðaveiðarnar kolólöglegar? Ole Anton Bieltvedt skrifar 7. ágúst 2018 12:44 Athugun á langreyðaveiðum Hvals hf. leiðir í ljós, að helzta valdaklíka landsins - sem býr yfir miklum fjármagni og þéttriðnu tengsla- og hagsmunaneti – virðist halda þeim gangandi, væntanlega af peningagræðgi og gróðavon, en Hvalur borgar sem nemur um 86 aurum í veiðigjald fyrir kíló dýranna, og ef sala tekst fyrir að meðaltali 1 Evru á kíló, þá er brúttóhagnaður 14.000%. Birtingarmynd þessarar valdaklíku sást nýlega vel í formi nýs stjórnarformanns í Hval hf. Eftir að við – félagasamtökin Jarðarvinir – höfðum án árangurs reynt að stöðva veiðarnar á grundvelli dýraverndarsjónarmiða, mannúðar og stöðu okkar Íslendinga og ímyndar í samfélagi þjóðanna, líka með tilliti til hagsmuna ferðaþjónustunnar, ákváðum við að láta kanna, hvort rétt væri að þessum veiðum staðið, hvað varðar lög og reglur, og, hvort eftirlit og aðhald yfirvalda væri fullnægjandi . Fengum við til þess einn virtasta og hæfasta lögmann landsins, Ragnar Aðalsteinsson, og starfsfélaga hans. Veiðiskip munu hafa verið byggð fyrir um 70 árum og eru skutulbyssur sennilega jafngamlar, en framleiðandi þeirra staðfestir, að hætt hafi verið að framleiða þær upp úr 1960. Viðhald verksmiðju hætti þá líka. Ef litið er til EES samningsins frá 1992 og þess regluverks og þeirra staðla, sem honum fylgja, eru þessar skutulbyssur því sennilega ólöglegar og notkun þeirra þá alvarlegt lögbrot. Við spurðum Lögreglustjórann á Vesturlandi, hvort Hval hafi verið veitt leyfi fyrir kaupum/innflutning á því sprengiefni, sem félagið notar. Svarið var: „Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur ekki haft slíka beiðni frá Hval ehf. til meðferðar“. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu var spurður sömu spurningar. Svar hans: „Embættinu hefur ekki borist slík umsókn“. Við spurðum sömu embætti, hvort skipverjar hvalveiðiskipanna hefðu gild leyfi til að fara með sprenigefni og annast sprengivinnu. Hvorugt embættið gat staðfest, að svo væri, en þau bentu á, að slík leyfi væru veitt einstaklingum, ekki félögum, og væri ekki vitað, hvar leyfisþegar störfuðu. Er hér beðið nánari ganga og upplýsinga skv. upplýsingalögum. Ef leyfi skipverja reynast ófullnægjandi, ber yfirvöldum að stöðva veiðar strax. Vinnueftirlitið var spurt um tilflutningsleyfi vegna sprengiefnis og hvernig stofnunin tryggi, að allur veiðibúnaður og sprengiefni samræmist reglum embættisins og/eða sé EES-vottaður. Svar: „Engin gögn finnast hjá Vinnueftirlitinu um að Hval hf. hafi verið veitt tilflutningsleyfi skv. 3. mgr. 11. gr. reglugerðar nr. 510/2018 um sprengiefni og forefni til sprengiefnagerðar, né að fyrirtækið hafi sótt um slíkt leyfi til stofnunarinnar“. Matvælastofnun ber ábyrgð á framkvæmd laga nr. 55/2013 um dýravelferð. Skv. 21. gr. laganna skal aflífa dýr „...með skjótum og sársaukalausum hætti...“. Í 27. gr., sem á sérstaklega við um veiðar, segir: „Við veiðar er óheimilt að beita aðferðum sem valda dýri óþarfa limlestingum eða kvölum“. Matvælastofnun var spurð, hvort hún teldi langreyðaveiðar Hvals samræmast þessum lagagreinum. Var m.a. vísað til þess, að skv. skýrslu dr. Egil Ole Öen, um langreyðaveiðar Hvals 2014, urðu 8 dýr, af 50, að ganga í gegnum heiftarlegt dauðastríð, þar sem dýrin börðust um með stálkló skutulsins, tætandi líffæri þeirra, innyfli og hold, í allt að 15 mínútur. Hér er um háþróuð spendýr að ræða, og geta menn ímyndað sé, hvers konar helvíti dýrin urðu að ganga í gegnum, þar til dauðinn loks líknaði. Við þetta bætist, að langreyðakýr bera síðla sumars og eru með nær fullgenginn kálf í kvíði. Er því líka verið að murka lífið úr þessari nær fullþroska lífveru. Í svari Matvælastofnunnar segir: „Matvælastofnun hefur metið það svo að aðferðin sem notuð er í dag við hvalveiðar sé ekki andstæð lögum um velferð dýra og að kröfur 27. greinar séu uppfylltar...“. Um drápin á fóstrunum segir stofnunin: „Fóstur í móðurkviði hlýtur sömu örlög og veidd móðir þess“. Lítið mál það. Hér má minna á markmið laganna: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur“. Fyrir okkur eru þetta fyrirtakslög, en framkvæmd þeirra og eftirlitið með þeim óásættanlegt. Hvernig má það vera, að 8 dýr séu kvalin til dauða með heiftarlegum hætti, þegar unnt reyndist að drepa 42 með „viðunandi hætti“; strax? Ástæðan fyrir kvalardrápi dýranna 8 var væntanlega, að veitt var við ófullnægjandi skilyrði; skytta kærulaus, óábyrg eða vanæf, skotvinkill skakkur, skyggni ófullnægjandi, öldugangur of mikill, færi of langt e.a.þ.h.. Ef að hefði verið að þessum veiðum af fullri fagmennsku og ábyrgð, hefði sennilega mátt fyrirbyggja ömurlegan og kvalarfullan dauðdaga þessara 8 dýra, auk kálfa í kviði sumra þeirra. Það er verkefni Matvælastofnunar að tryggja þessa fagmennsku og þetta aðhald skv. 13. gr. laganna. Í okkar huga hefur hún hér brugðizt hlutverki sínum og skyldum. Hvalur hf. hefur eingöngu veiðileyfi fyrir langreyði. Engum öðrum tegundum. Steypireyður er alfriðuð alls staðar, líka hér. Samt drap Hvalur afkvæmi steypureyðar, blending, sem hún hafði átt með öðrum hval. Steypireyðarkýr fæddi þennan blending, og var hann engan veginn langreyður. Með þessu drápi braut Hvalur í okkar augum lög með alvarlegum hætti. Hvalveiðiklíkan reynir auðvitað að réttlæta þetta, en við munum kæra það til Ríkissaksóknara. Ef að líkum lætur, mun draga til tíðinda í langreyðaveiðum Hvals á næstunni. Þetta gæti orðið „heitt haust“ fyrir stjórnarformanninn nýja. Kannske hitnar líka eitthvað undir einhverjum þægum embættismanninum.Höfundur er kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Tengdar fréttir Merkið Ísland dregið niður í svaðið Ísland, nafn landsins okkar, ímynd þess og orðspor, er meðal þess dýrmætasta, sem við eigum. 4. ágúst 2018 20:27 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Athugun á langreyðaveiðum Hvals hf. leiðir í ljós, að helzta valdaklíka landsins - sem býr yfir miklum fjármagni og þéttriðnu tengsla- og hagsmunaneti – virðist halda þeim gangandi, væntanlega af peningagræðgi og gróðavon, en Hvalur borgar sem nemur um 86 aurum í veiðigjald fyrir kíló dýranna, og ef sala tekst fyrir að meðaltali 1 Evru á kíló, þá er brúttóhagnaður 14.000%. Birtingarmynd þessarar valdaklíku sást nýlega vel í formi nýs stjórnarformanns í Hval hf. Eftir að við – félagasamtökin Jarðarvinir – höfðum án árangurs reynt að stöðva veiðarnar á grundvelli dýraverndarsjónarmiða, mannúðar og stöðu okkar Íslendinga og ímyndar í samfélagi þjóðanna, líka með tilliti til hagsmuna ferðaþjónustunnar, ákváðum við að láta kanna, hvort rétt væri að þessum veiðum staðið, hvað varðar lög og reglur, og, hvort eftirlit og aðhald yfirvalda væri fullnægjandi . Fengum við til þess einn virtasta og hæfasta lögmann landsins, Ragnar Aðalsteinsson, og starfsfélaga hans. Veiðiskip munu hafa verið byggð fyrir um 70 árum og eru skutulbyssur sennilega jafngamlar, en framleiðandi þeirra staðfestir, að hætt hafi verið að framleiða þær upp úr 1960. Viðhald verksmiðju hætti þá líka. Ef litið er til EES samningsins frá 1992 og þess regluverks og þeirra staðla, sem honum fylgja, eru þessar skutulbyssur því sennilega ólöglegar og notkun þeirra þá alvarlegt lögbrot. Við spurðum Lögreglustjórann á Vesturlandi, hvort Hval hafi verið veitt leyfi fyrir kaupum/innflutning á því sprengiefni, sem félagið notar. Svarið var: „Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur ekki haft slíka beiðni frá Hval ehf. til meðferðar“. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu var spurður sömu spurningar. Svar hans: „Embættinu hefur ekki borist slík umsókn“. Við spurðum sömu embætti, hvort skipverjar hvalveiðiskipanna hefðu gild leyfi til að fara með sprenigefni og annast sprengivinnu. Hvorugt embættið gat staðfest, að svo væri, en þau bentu á, að slík leyfi væru veitt einstaklingum, ekki félögum, og væri ekki vitað, hvar leyfisþegar störfuðu. Er hér beðið nánari ganga og upplýsinga skv. upplýsingalögum. Ef leyfi skipverja reynast ófullnægjandi, ber yfirvöldum að stöðva veiðar strax. Vinnueftirlitið var spurt um tilflutningsleyfi vegna sprengiefnis og hvernig stofnunin tryggi, að allur veiðibúnaður og sprengiefni samræmist reglum embættisins og/eða sé EES-vottaður. Svar: „Engin gögn finnast hjá Vinnueftirlitinu um að Hval hf. hafi verið veitt tilflutningsleyfi skv. 3. mgr. 11. gr. reglugerðar nr. 510/2018 um sprengiefni og forefni til sprengiefnagerðar, né að fyrirtækið hafi sótt um slíkt leyfi til stofnunarinnar“. Matvælastofnun ber ábyrgð á framkvæmd laga nr. 55/2013 um dýravelferð. Skv. 21. gr. laganna skal aflífa dýr „...með skjótum og sársaukalausum hætti...“. Í 27. gr., sem á sérstaklega við um veiðar, segir: „Við veiðar er óheimilt að beita aðferðum sem valda dýri óþarfa limlestingum eða kvölum“. Matvælastofnun var spurð, hvort hún teldi langreyðaveiðar Hvals samræmast þessum lagagreinum. Var m.a. vísað til þess, að skv. skýrslu dr. Egil Ole Öen, um langreyðaveiðar Hvals 2014, urðu 8 dýr, af 50, að ganga í gegnum heiftarlegt dauðastríð, þar sem dýrin börðust um með stálkló skutulsins, tætandi líffæri þeirra, innyfli og hold, í allt að 15 mínútur. Hér er um háþróuð spendýr að ræða, og geta menn ímyndað sé, hvers konar helvíti dýrin urðu að ganga í gegnum, þar til dauðinn loks líknaði. Við þetta bætist, að langreyðakýr bera síðla sumars og eru með nær fullgenginn kálf í kvíði. Er því líka verið að murka lífið úr þessari nær fullþroska lífveru. Í svari Matvælastofnunnar segir: „Matvælastofnun hefur metið það svo að aðferðin sem notuð er í dag við hvalveiðar sé ekki andstæð lögum um velferð dýra og að kröfur 27. greinar séu uppfylltar...“. Um drápin á fóstrunum segir stofnunin: „Fóstur í móðurkviði hlýtur sömu örlög og veidd móðir þess“. Lítið mál það. Hér má minna á markmið laganna: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur“. Fyrir okkur eru þetta fyrirtakslög, en framkvæmd þeirra og eftirlitið með þeim óásættanlegt. Hvernig má það vera, að 8 dýr séu kvalin til dauða með heiftarlegum hætti, þegar unnt reyndist að drepa 42 með „viðunandi hætti“; strax? Ástæðan fyrir kvalardrápi dýranna 8 var væntanlega, að veitt var við ófullnægjandi skilyrði; skytta kærulaus, óábyrg eða vanæf, skotvinkill skakkur, skyggni ófullnægjandi, öldugangur of mikill, færi of langt e.a.þ.h.. Ef að hefði verið að þessum veiðum af fullri fagmennsku og ábyrgð, hefði sennilega mátt fyrirbyggja ömurlegan og kvalarfullan dauðdaga þessara 8 dýra, auk kálfa í kviði sumra þeirra. Það er verkefni Matvælastofnunar að tryggja þessa fagmennsku og þetta aðhald skv. 13. gr. laganna. Í okkar huga hefur hún hér brugðizt hlutverki sínum og skyldum. Hvalur hf. hefur eingöngu veiðileyfi fyrir langreyði. Engum öðrum tegundum. Steypireyður er alfriðuð alls staðar, líka hér. Samt drap Hvalur afkvæmi steypureyðar, blending, sem hún hafði átt með öðrum hval. Steypireyðarkýr fæddi þennan blending, og var hann engan veginn langreyður. Með þessu drápi braut Hvalur í okkar augum lög með alvarlegum hætti. Hvalveiðiklíkan reynir auðvitað að réttlæta þetta, en við munum kæra það til Ríkissaksóknara. Ef að líkum lætur, mun draga til tíðinda í langreyðaveiðum Hvals á næstunni. Þetta gæti orðið „heitt haust“ fyrir stjórnarformanninn nýja. Kannske hitnar líka eitthvað undir einhverjum þægum embættismanninum.Höfundur er kaupsýslumaður.
Merkið Ísland dregið niður í svaðið Ísland, nafn landsins okkar, ímynd þess og orðspor, er meðal þess dýrmætasta, sem við eigum. 4. ágúst 2018 20:27
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun