Ítalskir læknar reiðir ríkisstjórninni fyrir að frysta bólusetningarlög Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2018 11:26 Frá samkomu andstæðinga bólusetninga í Róm í febrúar. Vísir/EPA Ríkisstjórn hægrimanna og popúlista á Ítalíu hefur samþykkt að fresta gildistöku laga sem kveða á um að börn þurfi að vera bólusett til að fá inngöngu í leik- og forskóla. Lögin voru sett eftir mislingafaraldur þar sem þúsundir manna smituðust í fyrra. Efri deild ítalska þingsins samþykkti breytingatillögu ríkisstjórnarinnar á föstudag en neðri deildin á enn eftir að greiða atkvæði um hana. Ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Fimm stjörnu hreyfingin og öfgahægriflokkurinn Bandalagið, voru mótfallnir lögunum þegar þau voru samþykkt í tíð fyrri ríkisstjórnar í fyrra. Þeir telja lögin stuðla að aðgreiningu barna á skólastiginu. Lögin kveða á um að foreldrar þurfi að sýna fram á að börn þeirra hafi fengið tíu hefðbundin bóluefni, þar á meðal gegn mislingum, stífkrampa og mænusótt, að sögn CNN-fréttastofunnar. Með breytingartillögunni yrðu lögin felld úr gildi í eitt ár. Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins og innanríkisráðherra, sagði fyrr í sumar að skyldubólusetningar væru „gagnslausar og í mörgum tilfellum hættulegar ef ekki skaðlegar“.Vara við afleiðingunum fyrir tíðni bólusetninga Læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn hafa varað við afleiðingum fyrir bólusetningatíðni á Ítalíu. Hún hefur verið undir þeim 95% sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur mælt með til að tryggja svonefnt hjarðónæmi. Hjarðónæmi á að tryggja að þeir sem geta ekki fengið bóluefni af læknisfræðilegum ástæðum njóti einnig verndar fyrir sjúkdómunum sem bólusett er fyrir. Undirróður gegn bólusetningum sem ýmsir hópar samsæriskenningasmiða og kuklara hafa ýtt undir undanfarin ár hafa fallið í sérstaklega frjóan jarðveg á Ítalíu. Dómstóll í Rimini komst að þeirri niðurstöðu árið 2012 að tengsl væru á milli svonefndra MMR-bólusetninga og einhverfu þrátt fyrir að engar vísindalegar rannsóknir bendi til þess. Dómnum var snúið við árið 2015 en CNN segir að málið hafi haft áhrif á traust Ítala til bólusetninga. Aðeins 85% ítalskra barna fengu fyrsta skammt af bóluefni gegn mislingum það ár. Rúmlega fimm þúsund manns smituðust af mislingum í faraldri sem gekk yfir Ítalíu í fyrra. Afgerandi meirihluti þeirra sem smituðust, 89%, hafði ekki verið bólusettur. Bólusetningar Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Ríkisstjórn hægrimanna og popúlista á Ítalíu hefur samþykkt að fresta gildistöku laga sem kveða á um að börn þurfi að vera bólusett til að fá inngöngu í leik- og forskóla. Lögin voru sett eftir mislingafaraldur þar sem þúsundir manna smituðust í fyrra. Efri deild ítalska þingsins samþykkti breytingatillögu ríkisstjórnarinnar á föstudag en neðri deildin á enn eftir að greiða atkvæði um hana. Ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Fimm stjörnu hreyfingin og öfgahægriflokkurinn Bandalagið, voru mótfallnir lögunum þegar þau voru samþykkt í tíð fyrri ríkisstjórnar í fyrra. Þeir telja lögin stuðla að aðgreiningu barna á skólastiginu. Lögin kveða á um að foreldrar þurfi að sýna fram á að börn þeirra hafi fengið tíu hefðbundin bóluefni, þar á meðal gegn mislingum, stífkrampa og mænusótt, að sögn CNN-fréttastofunnar. Með breytingartillögunni yrðu lögin felld úr gildi í eitt ár. Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins og innanríkisráðherra, sagði fyrr í sumar að skyldubólusetningar væru „gagnslausar og í mörgum tilfellum hættulegar ef ekki skaðlegar“.Vara við afleiðingunum fyrir tíðni bólusetninga Læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn hafa varað við afleiðingum fyrir bólusetningatíðni á Ítalíu. Hún hefur verið undir þeim 95% sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur mælt með til að tryggja svonefnt hjarðónæmi. Hjarðónæmi á að tryggja að þeir sem geta ekki fengið bóluefni af læknisfræðilegum ástæðum njóti einnig verndar fyrir sjúkdómunum sem bólusett er fyrir. Undirróður gegn bólusetningum sem ýmsir hópar samsæriskenningasmiða og kuklara hafa ýtt undir undanfarin ár hafa fallið í sérstaklega frjóan jarðveg á Ítalíu. Dómstóll í Rimini komst að þeirri niðurstöðu árið 2012 að tengsl væru á milli svonefndra MMR-bólusetninga og einhverfu þrátt fyrir að engar vísindalegar rannsóknir bendi til þess. Dómnum var snúið við árið 2015 en CNN segir að málið hafi haft áhrif á traust Ítala til bólusetninga. Aðeins 85% ítalskra barna fengu fyrsta skammt af bóluefni gegn mislingum það ár. Rúmlega fimm þúsund manns smituðust af mislingum í faraldri sem gekk yfir Ítalíu í fyrra. Afgerandi meirihluti þeirra sem smituðust, 89%, hafði ekki verið bólusettur.
Bólusetningar Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira