Gullstelpurnar báru kistu Vibeke Skofterud til grafar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2018 14:00 Vibeke Skofterud með hinum gullstelpunum í boðgönguliði Noregs á ÓL 2010. Vísir/Getty Norska skíðagöngukonan Vibeke Skofterud var jörðuð í Eidsberg kirkju í dag en hún lést af slysförum á dögunum aðeins 38 ára gömul. Þetta var mjög þungur og erfiður dagur fyrir vini og fjölskyldu Vibeke sem misstu þessa ævintýrakonu langt fyrir aldur fram. Norskir fjölmiðlar hafa fjallað mjög ítarlega um jarðarförina og öll norska þjóðin er í sárum eftir þetta hræðilega slys. Vibeke Skofterud týndist eftir að hafa verið að leika sér á jetski nálægt Arendal en lík hennar fannst ekki fyrr en daginn eftir. Fjórar af sigursælustu skíðagöngukonum Noregs báru kistu Vibeke til grafar en það voru þær Marit Bjørgen, Therese Johaug, Kristin Størmer Steira og Ingvild Flugstad Østberg. Að auki voru kistuberar bróðir Vibeke, Tormod og faðir hennar Karsten. Bjørgen, Johaug og Størmer Steira voru liðsfélagar Skofterud á ÓL í Vancouver 2010 þegar þær unnu saman Ólympíugull í boðgöngu. Þær endurtóku svo leikinn á HM ári síðar. Marit Bjørgen hefur unnið 15 verðlaun og 8 gull á Ólympíuleikum og er sú sigursælasta í sögu Vetrarólympíuleikanna. Marit Stenshorne, kærasta Vibeke, hélt mjög hjartnæma ræðu við athöfnina þar sem hún gat ekki haldið aftur tárunum. Vibeke Skofterud var mjög vinsæl í Noregi enda mjög líflegur og skemmtilegur karakter sem lífgaði upp á allt hvar sem hún kom. Hún var líka mjög góður liðfélagi og vinsæl meðal norsku þjóðarinnar. Það hefur sést vel á viðbrögðunum við fráfalli hennar. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá því þegar norsku gullstelpurnar kvöddu sinn gamla liðsfélaga. Andlát Ólympíuleikar Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Sjá meira
Norska skíðagöngukonan Vibeke Skofterud var jörðuð í Eidsberg kirkju í dag en hún lést af slysförum á dögunum aðeins 38 ára gömul. Þetta var mjög þungur og erfiður dagur fyrir vini og fjölskyldu Vibeke sem misstu þessa ævintýrakonu langt fyrir aldur fram. Norskir fjölmiðlar hafa fjallað mjög ítarlega um jarðarförina og öll norska þjóðin er í sárum eftir þetta hræðilega slys. Vibeke Skofterud týndist eftir að hafa verið að leika sér á jetski nálægt Arendal en lík hennar fannst ekki fyrr en daginn eftir. Fjórar af sigursælustu skíðagöngukonum Noregs báru kistu Vibeke til grafar en það voru þær Marit Bjørgen, Therese Johaug, Kristin Størmer Steira og Ingvild Flugstad Østberg. Að auki voru kistuberar bróðir Vibeke, Tormod og faðir hennar Karsten. Bjørgen, Johaug og Størmer Steira voru liðsfélagar Skofterud á ÓL í Vancouver 2010 þegar þær unnu saman Ólympíugull í boðgöngu. Þær endurtóku svo leikinn á HM ári síðar. Marit Bjørgen hefur unnið 15 verðlaun og 8 gull á Ólympíuleikum og er sú sigursælasta í sögu Vetrarólympíuleikanna. Marit Stenshorne, kærasta Vibeke, hélt mjög hjartnæma ræðu við athöfnina þar sem hún gat ekki haldið aftur tárunum. Vibeke Skofterud var mjög vinsæl í Noregi enda mjög líflegur og skemmtilegur karakter sem lífgaði upp á allt hvar sem hún kom. Hún var líka mjög góður liðfélagi og vinsæl meðal norsku þjóðarinnar. Það hefur sést vel á viðbrögðunum við fráfalli hennar. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá því þegar norsku gullstelpurnar kvöddu sinn gamla liðsfélaga.
Andlát Ólympíuleikar Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Sjá meira