Aðstandendur vildu samtal en voru handteknir Erla Björg Gunnarsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 9. ágúst 2018 22:40 Móðir og systir manns á fertugsaldri voru handteknar á geðdeild Landspítalans í gær þegar þær mótmæltu útskrift mannsins af deildinni. Faðir mannsins segir fjölskylduna hafa beðið um útskýringar og samtal en því hafi verið svarað með ofbeldi. Eftir tuttugu ára baráttu fyrir son sinn segir maðurinn ljóst að geðheilbrigðiskerfið hér á landi sé gjörónýtt. Maðurinn á við alvarlegan fíkni- og geðsjúkdóm að stríða. Eftir sjö mánaða vist á Kleppi þar sem miklar framfarir náðust var hann útskrifaður beint á götuna án eftirmeðferðar. Hann fór strax í sama farið og var lagður inn á bráðageðdeild Landspítalans í mjög slæmu ástandi þar sem hann hefur verið í nokkra daga. Það var svo á miðvikudag sem maðurinn var útskrifaður af geðdeild Lansspítalans þrátt fyrir kröftug mótmæli fjölskyldunnar. Þessi mótmæli enduðu á að systir hans og móðir voru handteknar og færðar niður á lögreglustöð en þær vildu ekki fær sig fyrr en að hafa fengið hlustun. „Við mótmæltum því að sjálfsögðu og töluðum við handhafa lögræðisins og hann bað um eins dags frest til þess að hægt yrði að halda fund í dag með lögmanni og ræða framhaldið faglega og efnislega eins og fagfólk gerir. Konan mín og dóttir mættu á svæðið og sonur líka. Þau báðu um skýringar, þau báðu um hlustun, þau báðu um rök en eina sem talað var um var peningar, síðan var kallað á lögregluna og þær teknar fastar," segir Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir mannsins. Frá þessu greindi einnig bróðir mannsins á Facebook. Segir hann lækni á vakt hafa sagt manninn líta vel út og að geðdeild væri ekki búsetuúrræði fyrir heimilislaust fólk. En fjölskyldan reyndi að útskýra að maðurinn þyrfti langtímameðferð við langt leiddum sjúkdómi. Faðir mannsins segir framtíðina hafa verið bjarta fyrir son sinn, hann hafi lært viðskiptafræði, spilað á píanó og verið margfaldur sundmeistari. Á tvítugsaldri hafi hann veikst alvarlega og að í tuttugu ár hafi fjölskyldan heyrt sömu svör frá kerfinu: að ekki sé pláss, engir peningar og engin úrræði.20 ára barátta „Þetta er búið að standa núna yfir í tuttugu ár. Við erum búin að vera að heyra svona sömu fjórar til fimm setningarnar eins og möntrur þegar verið er að reyna að fá lækningu fyrir hann. Og þessar möntruur eru bara til þess að réttlæta það annað hvort að taka hann ekki inn eða senda hann út á götu. Þetta er búið að standa yfir í tuttugu ár. Það segir okkur einn hlut, þetta kerfi er ekki að virka. Það virkar ekki þetta kerfi. Þess vegna eigum við að stoppa, við eigum að gefa aftur, við eigum að skrifa nýtt handrit og byrja alveg frá grunni. Kerfið eins og það er í dag það virkar ekki. Við byrjum upp á nýtt," segir Kristinn. Kristinn líkir starfsfólki geðdeildar við starfsfólk á hóteli þar sem meira fari fyrir gistináttaskipulagi en lækningarmeðferðum. Hann segir fjölskylduna hafa óskað eftir skýringum og samtali í gær. „Eina sem talað var um var peningar. Síðan var kallað á lögregluna og þær teknar fastar,“ segir Kristinn og segir eina staðinn vera götuna þegar sonur hans er útskrifaður svo brátt. Þar fari hann í gamla farið og gamla félagsskapinn. „Síðan byrjar bara mjög hörð neysla og það er bara beint niður. Og það er orðið mjög tæpt, alltaf þegar hann fellur.“ Landspítalinn veitti engin viðtöl vegna málsins í gær, fimmtudag. Heilbrigðismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Móðir og systir manns á fertugsaldri voru handteknar á geðdeild Landspítalans í gær þegar þær mótmæltu útskrift mannsins af deildinni. Faðir mannsins segir fjölskylduna hafa beðið um útskýringar og samtal en því hafi verið svarað með ofbeldi. Eftir tuttugu ára baráttu fyrir son sinn segir maðurinn ljóst að geðheilbrigðiskerfið hér á landi sé gjörónýtt. Maðurinn á við alvarlegan fíkni- og geðsjúkdóm að stríða. Eftir sjö mánaða vist á Kleppi þar sem miklar framfarir náðust var hann útskrifaður beint á götuna án eftirmeðferðar. Hann fór strax í sama farið og var lagður inn á bráðageðdeild Landspítalans í mjög slæmu ástandi þar sem hann hefur verið í nokkra daga. Það var svo á miðvikudag sem maðurinn var útskrifaður af geðdeild Lansspítalans þrátt fyrir kröftug mótmæli fjölskyldunnar. Þessi mótmæli enduðu á að systir hans og móðir voru handteknar og færðar niður á lögreglustöð en þær vildu ekki fær sig fyrr en að hafa fengið hlustun. „Við mótmæltum því að sjálfsögðu og töluðum við handhafa lögræðisins og hann bað um eins dags frest til þess að hægt yrði að halda fund í dag með lögmanni og ræða framhaldið faglega og efnislega eins og fagfólk gerir. Konan mín og dóttir mættu á svæðið og sonur líka. Þau báðu um skýringar, þau báðu um hlustun, þau báðu um rök en eina sem talað var um var peningar, síðan var kallað á lögregluna og þær teknar fastar," segir Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir mannsins. Frá þessu greindi einnig bróðir mannsins á Facebook. Segir hann lækni á vakt hafa sagt manninn líta vel út og að geðdeild væri ekki búsetuúrræði fyrir heimilislaust fólk. En fjölskyldan reyndi að útskýra að maðurinn þyrfti langtímameðferð við langt leiddum sjúkdómi. Faðir mannsins segir framtíðina hafa verið bjarta fyrir son sinn, hann hafi lært viðskiptafræði, spilað á píanó og verið margfaldur sundmeistari. Á tvítugsaldri hafi hann veikst alvarlega og að í tuttugu ár hafi fjölskyldan heyrt sömu svör frá kerfinu: að ekki sé pláss, engir peningar og engin úrræði.20 ára barátta „Þetta er búið að standa núna yfir í tuttugu ár. Við erum búin að vera að heyra svona sömu fjórar til fimm setningarnar eins og möntrur þegar verið er að reyna að fá lækningu fyrir hann. Og þessar möntruur eru bara til þess að réttlæta það annað hvort að taka hann ekki inn eða senda hann út á götu. Þetta er búið að standa yfir í tuttugu ár. Það segir okkur einn hlut, þetta kerfi er ekki að virka. Það virkar ekki þetta kerfi. Þess vegna eigum við að stoppa, við eigum að gefa aftur, við eigum að skrifa nýtt handrit og byrja alveg frá grunni. Kerfið eins og það er í dag það virkar ekki. Við byrjum upp á nýtt," segir Kristinn. Kristinn líkir starfsfólki geðdeildar við starfsfólk á hóteli þar sem meira fari fyrir gistináttaskipulagi en lækningarmeðferðum. Hann segir fjölskylduna hafa óskað eftir skýringum og samtali í gær. „Eina sem talað var um var peningar. Síðan var kallað á lögregluna og þær teknar fastar,“ segir Kristinn og segir eina staðinn vera götuna þegar sonur hans er útskrifaður svo brátt. Þar fari hann í gamla farið og gamla félagsskapinn. „Síðan byrjar bara mjög hörð neysla og það er bara beint niður. Og það er orðið mjög tæpt, alltaf þegar hann fellur.“ Landspítalinn veitti engin viðtöl vegna málsins í gær, fimmtudag.
Heilbrigðismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira