Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 2-0 | Berglind skaut Blikum í bikarúrslit Þór Símon Hafþórsson á Kópavogsvelli skrifar 21. júlí 2018 19:00 vísir/ernir Breiðablik fékk Val í heimsókn í dag er undanúrslit Mjólkurbikarsins fóru fram. Fyrr í dag hafði Stjarnan unnið öruggan 9-1 sigur á Fylki og tryggt farseðilinn í sjálfan úrslitaleikinn en nú var komið að annaðhvort Breiðablik eða Val. Breiðablik hefur staðið sig betur það sem af er sumri í deildinni og þau héldu þeirri formúlu á lofti er liðið komst yfir eftir einungis fjögurra mínútna leik. Ásta Eir átti þá stórkostlega sendingu á Berglindi Björg sem náði að setja boltann yfir Söndru í markinu og kom Blikum þar með í forystu. Þegar um tvö topplið er að ræða býst maður ekki við öðru en liðið sem lendir undir svari fyrir sig af krafti en það var ekki að sjá í leik Vals í dag en liðið náði sér aldrei á strik. Valur kann að hafa verið meira með boltann í leiknum en lítið sem ekkert kom úr því og náði liðið vart að skapa sér færi. Úr varð ansi daufur leikur þar sem Valur náði vart að skapa sér færi á meðan Blikum leið bara vel með þægilega forystu í hendi sér. Valur náði einu alvöru færi í seinni hálfleik er Hlín Eiríksdóttir komst innfyrir vörn Blika en úr tiltölulega þröngu færi náði hún ekki að fóta sig nógu vel og skotið fór framhjá. Þess utan var ekkert að frétta af leik Vals og því þegar Berglind Björg bætti við öðru marki Blika á 76. mínútu voru úrslitin svo góð sem ráðin og verðskuldaður sigur Blika staðreynd. Valur sem fyrr skapaði sér ekki neitt fram að loka mínútunum og öruggur sigur Blika staðreynd sem mætir Stjörnunni í bikarúrslitum Mjólkurbikarsins 15. ágúst næstkomandi. Afhverju vann Breiðablik? Ég kann að hafa talað full mikið um hvað Vals liðið var bragðdauft hér fyrir ofan því það þarf af sjálfsögðu að hrósa agaðari frammistöðu Breiðabliks. Ég vildi kannski fá skemmtilegri leik en Breiðablik ber engin skylda til þess að gefa mér það. Þeim ber skylda að vinna og það gerðu þær í dag með glæsibrag. Breiðablik komst snemma yfir og hélt Val léttilega í skefjum áður en þær kláruðu þetta fyrir fullt og allt þegar korter var til leiksloka. Ekki mikið fyrir augað en þeim er skítsama. Það er bikarúrslitaleikur framundan og það er það eina sem skiptir máli. Hverjar stóðu upp úr? Kristín, Heiðdís, Guðrún og Ásta í vörn Blika fá allar prik hjá mér en þær stóðu sko vaktina svo vægt sé til orða tekið. Sonný í markinu er með tandur hreinan búning í dag þökk sé þeim enda þurfti hún nær aldrei að skutla sér á eftir boltanum. Berglind skoraði tvö mörk sem telst nær alltaf nóg til að standa upp úr í leik og það er engin breyting þarna á. Tvö falleg mörk og það seinna einstaklega falleg afgreiðsla. Hvað gekk illa? Hér fyrir neðan eru viðtöl við Pétur, þjálfara Vals, og Fanndísi, leikmann liðsins, þar sem þau bæði halda því fram að Valur hafi verið betra liðið. Ég, persónulega, get ekki tekið í sama streng og vil bara benda á að það að vera meira með boltann er ekki endilega það sama og að stýra leiknum eða að vera betra liðið. Breiðablik skoraði ekki bara fleiri mörk heldur skapaði sér þar að auki betri færi og héldu sóknarleik Vals í algjöru lágmarki. Ég trúi ekki öðru en að þessi skoðun muni breytast eftir að horfa á leikin á myndbandi aftur. Hvað gerist næst? Breiðablik spilar gegn Grindavík í deildinni en Valur mætir Stjörnunni. Ó…og Breiðablik er bókaðan tíma á Laugardalsvelli 15. ágúst í bikarúrslitum gegn Stjörnunni. Þorsteinn Halldórsson: Gáfum engin færi á okkur „Ég er mjög sáttur. Þetta var sanngjarn sigur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir þægilegan 2-0 sigur á Val í undanúrslitum bikars kvenna í kvöld. „Mér fannst við stýra ákveðnum hlutum í leiknum og gáfum engin færi á okkur. Ég hefði viljað sjá okkur skapa fleiri færi en taktískt spiluðum við vel,“ sagði Þorsteinn en Breiðablik fékk óskabyrjun eftir fjórar mínútur er Berglind Björg kom liðinu yfir en hún hefur átt eilítið erfitt með að koma boltanum í netið í undanförnum leikum. „Eftir þessa síðustu 2-3 leiki þar sem hún var að klikka á færum þá sagði ég við hana að hún myndi skora þegar við þyrftum á því að halda. Og það gerði hún,“ sagði Þorsteinn sem segir ekki tímabært að byrja að hugsa um bikarúrslitaleikinn gegn Stjörnunni sem fram fer á Laugardalsvelli 15. ágúst. „Það leggst vel í mig en ef ég á að vera hreinskilinn þá er ég ekkert byrjaður að spá í hann. Það eru bara þrír dagar í næsta leik í deildinni,“ sagði Þorsteinn kátur í bragði. Berglind Björg: Spiluðum frábærlega frá fyrstu mínútu Berglind Björg, leikmaður Blika, átti draumaleik í kvöld er tvö mörkin hennar tryggði liðinu sínu í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í næsta mánuði. „Við spiluðum frábæran leik frá fyrstu mínútu og enduðum vel þannig ég er gríðarlega sátt,“ sagði Berglind sem segir aldrei hafa neitt annað komið til greina en klára leikinn í dag með sigri. „Eftir að við skoruðum fyrsta markið þá kom ró yfir okkur. Við ætluðum alltaf að sigla þessu heim og við gerðum það,“ sagði Berglind og hrósaði vörninni sem skellti hreinlega í lás. „Þetta var ekki ósvipaður leikur og síðast. Vörnin var aftur frábær og þær bara sköpuðu sér ekki neitt,“ sagði Berglind sem kveðst ánægð með sitt framlag í dag. „Ég átti nokkur færi gegn þeim síðast svo það var gaman að skora gegn þeim í dag.“ Pétur Pétursson: Vorum sterkara liðið á vellinum „Mér fannst við vera betra liðið á vellinum en þær skoruðu,“ sagði stuttorður Pétur Pétursson, þjálfari Vals, í dag eftir 2-0 tap gegn Breiðablik. „Við sköpuðum okkur ekki nógu mikið af færum. Við fáum mark á okkur eftir fjórar mínútur og erum að elta allan leikinn en mér fannst við vera sterkara liðið á vellinum. Spiluðum leikinn vel. Þurftum bara að fá fleiri færi og skora,“ sagði Pétur en tók þó sérstaklega fram besta færi liðsins sem var ansi dýrt að klúðra. „Við sköpuðum okkur færi í stöðunni 1-0 þegar Hlín komst ein á móti markmanni en því miður skoraði hún ekki.“ Fanndís Friðriksdóttir: Vorum betri - Þýðir ekkert að væla „Þetta voru vonbrigði, ekki af því þetta er gamli heimavöllurinn, heldur því það er alltaf gaman að spila á Laugardalsvelli og við ætluðum okkur að fara á þennan bikarúrslitaleik,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals, eftir 1-0 tap liðsins gegn gömlu félögum hennar í Breiðablik í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu. Aðspurð hvort að frammistaða Vals hefði ollið henni og liðsfélögum hennar vonbrigðum þá var hún alls ekki á þeirri skoðun. „Ég er ekki sammála að þér þar. Þær skora þetta mark snemma sem var klaufalegt hjá okkur en mér fannst við vera með yfirhöndina í leiknum og þær sköpuðu sér ekki mikið,“ sagði Fanndís en tók þó undir með undirrituðum að Valur hefði ekki náð sér á strik sóknarlega í leiknum. „Ég get tekið undir með þér þar. Það vantaði kraft í okkur á síðasta þriðjungi. Vorum með yfirhöndina út á vellinum en við hefðum þurft að gera betur í sókninni,“ sagði Fanndís sem segir að það þýði ekkert að dvelja á þessu en næsti leikur Vals er gegn Stjörnunni í Pepsi deildinni næsta miðvikudag. „Svona er fótboltinn. Það þýðir ekkert að væla. Bara að halda áfram. Það er bara næsti leikur og þá einbeitum við okkur að öðru það sem eftir er.“ Íslenski boltinn
Breiðablik fékk Val í heimsókn í dag er undanúrslit Mjólkurbikarsins fóru fram. Fyrr í dag hafði Stjarnan unnið öruggan 9-1 sigur á Fylki og tryggt farseðilinn í sjálfan úrslitaleikinn en nú var komið að annaðhvort Breiðablik eða Val. Breiðablik hefur staðið sig betur það sem af er sumri í deildinni og þau héldu þeirri formúlu á lofti er liðið komst yfir eftir einungis fjögurra mínútna leik. Ásta Eir átti þá stórkostlega sendingu á Berglindi Björg sem náði að setja boltann yfir Söndru í markinu og kom Blikum þar með í forystu. Þegar um tvö topplið er að ræða býst maður ekki við öðru en liðið sem lendir undir svari fyrir sig af krafti en það var ekki að sjá í leik Vals í dag en liðið náði sér aldrei á strik. Valur kann að hafa verið meira með boltann í leiknum en lítið sem ekkert kom úr því og náði liðið vart að skapa sér færi. Úr varð ansi daufur leikur þar sem Valur náði vart að skapa sér færi á meðan Blikum leið bara vel með þægilega forystu í hendi sér. Valur náði einu alvöru færi í seinni hálfleik er Hlín Eiríksdóttir komst innfyrir vörn Blika en úr tiltölulega þröngu færi náði hún ekki að fóta sig nógu vel og skotið fór framhjá. Þess utan var ekkert að frétta af leik Vals og því þegar Berglind Björg bætti við öðru marki Blika á 76. mínútu voru úrslitin svo góð sem ráðin og verðskuldaður sigur Blika staðreynd. Valur sem fyrr skapaði sér ekki neitt fram að loka mínútunum og öruggur sigur Blika staðreynd sem mætir Stjörnunni í bikarúrslitum Mjólkurbikarsins 15. ágúst næstkomandi. Afhverju vann Breiðablik? Ég kann að hafa talað full mikið um hvað Vals liðið var bragðdauft hér fyrir ofan því það þarf af sjálfsögðu að hrósa agaðari frammistöðu Breiðabliks. Ég vildi kannski fá skemmtilegri leik en Breiðablik ber engin skylda til þess að gefa mér það. Þeim ber skylda að vinna og það gerðu þær í dag með glæsibrag. Breiðablik komst snemma yfir og hélt Val léttilega í skefjum áður en þær kláruðu þetta fyrir fullt og allt þegar korter var til leiksloka. Ekki mikið fyrir augað en þeim er skítsama. Það er bikarúrslitaleikur framundan og það er það eina sem skiptir máli. Hverjar stóðu upp úr? Kristín, Heiðdís, Guðrún og Ásta í vörn Blika fá allar prik hjá mér en þær stóðu sko vaktina svo vægt sé til orða tekið. Sonný í markinu er með tandur hreinan búning í dag þökk sé þeim enda þurfti hún nær aldrei að skutla sér á eftir boltanum. Berglind skoraði tvö mörk sem telst nær alltaf nóg til að standa upp úr í leik og það er engin breyting þarna á. Tvö falleg mörk og það seinna einstaklega falleg afgreiðsla. Hvað gekk illa? Hér fyrir neðan eru viðtöl við Pétur, þjálfara Vals, og Fanndísi, leikmann liðsins, þar sem þau bæði halda því fram að Valur hafi verið betra liðið. Ég, persónulega, get ekki tekið í sama streng og vil bara benda á að það að vera meira með boltann er ekki endilega það sama og að stýra leiknum eða að vera betra liðið. Breiðablik skoraði ekki bara fleiri mörk heldur skapaði sér þar að auki betri færi og héldu sóknarleik Vals í algjöru lágmarki. Ég trúi ekki öðru en að þessi skoðun muni breytast eftir að horfa á leikin á myndbandi aftur. Hvað gerist næst? Breiðablik spilar gegn Grindavík í deildinni en Valur mætir Stjörnunni. Ó…og Breiðablik er bókaðan tíma á Laugardalsvelli 15. ágúst í bikarúrslitum gegn Stjörnunni. Þorsteinn Halldórsson: Gáfum engin færi á okkur „Ég er mjög sáttur. Þetta var sanngjarn sigur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir þægilegan 2-0 sigur á Val í undanúrslitum bikars kvenna í kvöld. „Mér fannst við stýra ákveðnum hlutum í leiknum og gáfum engin færi á okkur. Ég hefði viljað sjá okkur skapa fleiri færi en taktískt spiluðum við vel,“ sagði Þorsteinn en Breiðablik fékk óskabyrjun eftir fjórar mínútur er Berglind Björg kom liðinu yfir en hún hefur átt eilítið erfitt með að koma boltanum í netið í undanförnum leikum. „Eftir þessa síðustu 2-3 leiki þar sem hún var að klikka á færum þá sagði ég við hana að hún myndi skora þegar við þyrftum á því að halda. Og það gerði hún,“ sagði Þorsteinn sem segir ekki tímabært að byrja að hugsa um bikarúrslitaleikinn gegn Stjörnunni sem fram fer á Laugardalsvelli 15. ágúst. „Það leggst vel í mig en ef ég á að vera hreinskilinn þá er ég ekkert byrjaður að spá í hann. Það eru bara þrír dagar í næsta leik í deildinni,“ sagði Þorsteinn kátur í bragði. Berglind Björg: Spiluðum frábærlega frá fyrstu mínútu Berglind Björg, leikmaður Blika, átti draumaleik í kvöld er tvö mörkin hennar tryggði liðinu sínu í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í næsta mánuði. „Við spiluðum frábæran leik frá fyrstu mínútu og enduðum vel þannig ég er gríðarlega sátt,“ sagði Berglind sem segir aldrei hafa neitt annað komið til greina en klára leikinn í dag með sigri. „Eftir að við skoruðum fyrsta markið þá kom ró yfir okkur. Við ætluðum alltaf að sigla þessu heim og við gerðum það,“ sagði Berglind og hrósaði vörninni sem skellti hreinlega í lás. „Þetta var ekki ósvipaður leikur og síðast. Vörnin var aftur frábær og þær bara sköpuðu sér ekki neitt,“ sagði Berglind sem kveðst ánægð með sitt framlag í dag. „Ég átti nokkur færi gegn þeim síðast svo það var gaman að skora gegn þeim í dag.“ Pétur Pétursson: Vorum sterkara liðið á vellinum „Mér fannst við vera betra liðið á vellinum en þær skoruðu,“ sagði stuttorður Pétur Pétursson, þjálfari Vals, í dag eftir 2-0 tap gegn Breiðablik. „Við sköpuðum okkur ekki nógu mikið af færum. Við fáum mark á okkur eftir fjórar mínútur og erum að elta allan leikinn en mér fannst við vera sterkara liðið á vellinum. Spiluðum leikinn vel. Þurftum bara að fá fleiri færi og skora,“ sagði Pétur en tók þó sérstaklega fram besta færi liðsins sem var ansi dýrt að klúðra. „Við sköpuðum okkur færi í stöðunni 1-0 þegar Hlín komst ein á móti markmanni en því miður skoraði hún ekki.“ Fanndís Friðriksdóttir: Vorum betri - Þýðir ekkert að væla „Þetta voru vonbrigði, ekki af því þetta er gamli heimavöllurinn, heldur því það er alltaf gaman að spila á Laugardalsvelli og við ætluðum okkur að fara á þennan bikarúrslitaleik,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals, eftir 1-0 tap liðsins gegn gömlu félögum hennar í Breiðablik í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu. Aðspurð hvort að frammistaða Vals hefði ollið henni og liðsfélögum hennar vonbrigðum þá var hún alls ekki á þeirri skoðun. „Ég er ekki sammála að þér þar. Þær skora þetta mark snemma sem var klaufalegt hjá okkur en mér fannst við vera með yfirhöndina í leiknum og þær sköpuðu sér ekki mikið,“ sagði Fanndís en tók þó undir með undirrituðum að Valur hefði ekki náð sér á strik sóknarlega í leiknum. „Ég get tekið undir með þér þar. Það vantaði kraft í okkur á síðasta þriðjungi. Vorum með yfirhöndina út á vellinum en við hefðum þurft að gera betur í sókninni,“ sagði Fanndís sem segir að það þýði ekkert að dvelja á þessu en næsti leikur Vals er gegn Stjörnunni í Pepsi deildinni næsta miðvikudag. „Svona er fótboltinn. Það þýðir ekkert að væla. Bara að halda áfram. Það er bara næsti leikur og þá einbeitum við okkur að öðru það sem eftir er.“
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti