Í vondum málum eftir að hafa mölvað Hollywood stjörnu Donalds Trump Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 25. júlí 2018 20:45 Verkamenn fjarlægja það sem eftir er af stórlaskaðri stjörnu Trumps. Svo óheppilega vill til að næsta stjarna fyrir neðan er merkt Kevin Spacey. Þarf ekki eitthvað að fara að endurskoða það? Vísir/EPA Búið er að stórskemma stjörnu Donalds Trump á Hollywood Boulevard í Los Angeles. Stjarnan var á einni af rúmlega 2600 gangstéttarhellum sem hafa verið lagðar í götuna til að minnast goðsagna úr heimi skemmtanaiðnaðarins. Þessi kafli götunnar er þekktur sem The Walk of Fame. Skemmdarvargurinn kom á vettvang fyrr í dag með gítartösku. Sjónarvottar segja að hann hafi skyndilega opnað töskuna og tekið upp stærðarinnar haka sem hann geymdi þar. Hann hafi síðan ráðist á stjörnuna af alefli með hakanum og hoggið hana í spað með látum. Öryggisverðir á staðnum lögðu ekki í manninn þar sem þeir voru óvopnaðir og leist ekki á að yfirbuga mann sem fór hamförum með haka á miðri götunni. Þetta er ekki fyrsta árásin á stjörnu Trumps í Hollywood. Fyrir tveimur árum réðst maður til atlögu með haka og loftpressu til að reyna að fjarlægja nafn Trumps af gangstéttinni. Sagðist maðurinn hafa verið að bregðast við myndbandinu sem tekið var af Trump þar sem hann talaði um að hann gæti gripið í kynfæri kvenna að vild vegna frægðar sinnar og auðs. Maðurinn fékk þriggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm, þurfti að borga hálfa milljón króna fyrir skemmdirnar og vinna 20 daga í samfélagsþjónustu. Skemmdarvargurinn í dag gaf sig fram við lögreglu og verður að líkindum ákærður fyrir gróf eignaspjöll. Það telst „felony“ eða alvarlegur glæpur í bandaríska dómskerfinu. Lífið Donald Trump Hollywood Mál Kevin Spacey MeToo Tengdar fréttir Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11 Eyðilagði stjörnu Trump á Hollywood Walk of Fame með sleggju Maðurinn segist hafa fengið nóg af niðrandi tali Trump til kvenna og hegðunar hans í garð þeirra. 19. nóvember 2016 15:32 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Sjá meira
Búið er að stórskemma stjörnu Donalds Trump á Hollywood Boulevard í Los Angeles. Stjarnan var á einni af rúmlega 2600 gangstéttarhellum sem hafa verið lagðar í götuna til að minnast goðsagna úr heimi skemmtanaiðnaðarins. Þessi kafli götunnar er þekktur sem The Walk of Fame. Skemmdarvargurinn kom á vettvang fyrr í dag með gítartösku. Sjónarvottar segja að hann hafi skyndilega opnað töskuna og tekið upp stærðarinnar haka sem hann geymdi þar. Hann hafi síðan ráðist á stjörnuna af alefli með hakanum og hoggið hana í spað með látum. Öryggisverðir á staðnum lögðu ekki í manninn þar sem þeir voru óvopnaðir og leist ekki á að yfirbuga mann sem fór hamförum með haka á miðri götunni. Þetta er ekki fyrsta árásin á stjörnu Trumps í Hollywood. Fyrir tveimur árum réðst maður til atlögu með haka og loftpressu til að reyna að fjarlægja nafn Trumps af gangstéttinni. Sagðist maðurinn hafa verið að bregðast við myndbandinu sem tekið var af Trump þar sem hann talaði um að hann gæti gripið í kynfæri kvenna að vild vegna frægðar sinnar og auðs. Maðurinn fékk þriggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm, þurfti að borga hálfa milljón króna fyrir skemmdirnar og vinna 20 daga í samfélagsþjónustu. Skemmdarvargurinn í dag gaf sig fram við lögreglu og verður að líkindum ákærður fyrir gróf eignaspjöll. Það telst „felony“ eða alvarlegur glæpur í bandaríska dómskerfinu.
Lífið Donald Trump Hollywood Mál Kevin Spacey MeToo Tengdar fréttir Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11 Eyðilagði stjörnu Trump á Hollywood Walk of Fame með sleggju Maðurinn segist hafa fengið nóg af niðrandi tali Trump til kvenna og hegðunar hans í garð þeirra. 19. nóvember 2016 15:32 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Sjá meira
Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11
Eyðilagði stjörnu Trump á Hollywood Walk of Fame með sleggju Maðurinn segist hafa fengið nóg af niðrandi tali Trump til kvenna og hegðunar hans í garð þeirra. 19. nóvember 2016 15:32
Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31