Tíundi nashyrningurinn dauður í kjölfar flutninga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júlí 2018 15:43 Ellefu svartir nashyrningar voru í fyrra fluttir í þjóðgarð í Kenía en aðeins einn þeirra hefur lifað flutningana af. Vísir/getty Nú hafa tíu svartir nashyrningar, af þeim ellefu sem færðir voru í þjóðgarðinn Tsavo East í fyrra, drepist eftir flutningana. Sá tíundi í röðinni drapst á dögunum. Nashyrningastofninn (Diceros Bicornis) er í mikilli hættu og líkur eru á að þeir verði útdauðir ef ekkert verður að gert. Talið er að í heiminum séu færri en 5.500 svartir nashyrningar. Allir eru í Afríku og 750 þeirra í Kenía að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Flutningarnir, sem stjórnvöld í Kenía höfðu frumkvæði að, höfðu það að markmiði að nashyrningarnir fótuðu sig betur og fjölguðu sér í nýjum heimkynnum. Krufningin leiddi í ljós að vatnið í þjóðgarðinum reyndist allt of salt fyrir nashyrningana. Nokkrir af hinum tíu nashyrningum sem færðir voru um set drápust ýmist úr vökvatapi, öndunarfærasýkingu eða magasári.Yfirvöld í Kenía standa frammi fyrir því mikla verkefni að bjarga nashyrningastofninum Diceros Bicornis.vísir/gettyNajib Balala, ráðherra ferðamála, gerði grein fyrir þessu á blaðamannafundi. Hann var verulega gagnrýninn á embættismenn í þessu samhengi og sakaði starfsmenn um að hafa viðhaft vanrækslu og þá hafi þeim láðst að samstilla sig. Upphaflega stóð til að færa fjórtán svarta nashyrninga í þjóðgarðinn en yfirvöld hættu við að flytja þrjá eftir að fyrstu nashyrningarnir tóku að drepast á nýjum stað. Að því er fram kemur á Vísindavefnum er svarti nashyrningurinn talsvert minni en sá hvíti. Þar kemur einnig fram að rannsóknir hafi sýnt að nashyrningar sem búi á ófriðarsvæðum og svæðum þar sem veiðiþjófar eru sífellt á ferð eru mun árásargjarnari en á svæðum þar sem þeir fá að vera í friði. Dýr Kenía Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Nú hafa tíu svartir nashyrningar, af þeim ellefu sem færðir voru í þjóðgarðinn Tsavo East í fyrra, drepist eftir flutningana. Sá tíundi í röðinni drapst á dögunum. Nashyrningastofninn (Diceros Bicornis) er í mikilli hættu og líkur eru á að þeir verði útdauðir ef ekkert verður að gert. Talið er að í heiminum séu færri en 5.500 svartir nashyrningar. Allir eru í Afríku og 750 þeirra í Kenía að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Flutningarnir, sem stjórnvöld í Kenía höfðu frumkvæði að, höfðu það að markmiði að nashyrningarnir fótuðu sig betur og fjölguðu sér í nýjum heimkynnum. Krufningin leiddi í ljós að vatnið í þjóðgarðinum reyndist allt of salt fyrir nashyrningana. Nokkrir af hinum tíu nashyrningum sem færðir voru um set drápust ýmist úr vökvatapi, öndunarfærasýkingu eða magasári.Yfirvöld í Kenía standa frammi fyrir því mikla verkefni að bjarga nashyrningastofninum Diceros Bicornis.vísir/gettyNajib Balala, ráðherra ferðamála, gerði grein fyrir þessu á blaðamannafundi. Hann var verulega gagnrýninn á embættismenn í þessu samhengi og sakaði starfsmenn um að hafa viðhaft vanrækslu og þá hafi þeim láðst að samstilla sig. Upphaflega stóð til að færa fjórtán svarta nashyrninga í þjóðgarðinn en yfirvöld hættu við að flytja þrjá eftir að fyrstu nashyrningarnir tóku að drepast á nýjum stað. Að því er fram kemur á Vísindavefnum er svarti nashyrningurinn talsvert minni en sá hvíti. Þar kemur einnig fram að rannsóknir hafi sýnt að nashyrningar sem búi á ófriðarsvæðum og svæðum þar sem veiðiþjófar eru sífellt á ferð eru mun árásargjarnari en á svæðum þar sem þeir fá að vera í friði.
Dýr Kenía Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira