Afhentu Bandaríkjamönnum líkamsleifar Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júlí 2018 06:21 Flogið var með líkamsleifarnar á bandarískan herflugvöll í Suður-Kóreu. Vísir/Getty Stjórnvöld í Pjongjang afhentu í nótt líkamsleifar sem taldar eru vera bandarískra hermanna sem féllu í Kóreustríðinu á sjötta áratug síðustu aldar. Líkamsleifunum var flogið til Suður-Kóreu þar sem fulltrúar Bandaríkjahers veittu þeim viðtöku. Fjöldi hermanna stóð heiðursvörð þegar leifarnar voru fluttar úr vélinni og inn í sendiferðabíla. Vonast er til að aðstandendur hinna látnu, sem beðið hafa í áratugi, fái nú loksins lík þeirra í hendurnar þannig að veita megi hinum föllnu tilhlýðilegar útfarir. Bandarískir hermenn heilsuðu sendiferðabílunum, sem fluttu líkamsleifarnar, að hermannasið.Vísir/AFPAfhendingin í nótt var táknræn fyrir þíðuna sem komin er í samskipti Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Kveðið var á um afhendinguna í samkomulaginu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, undirrituðu í Singapúr í júní. Afhendingin gefur því góð fyrirheit um að samkomulaginu verði fylgt eftir, en það hefur verið gagnrýnt fyrir loðið orðalag og enga nákvæma útlistun. Í samkomulaginu var meðal annars kveðið á um „fullkomna kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans,“ án þess að nefna hvenær það skuli gert eða hvernig. Athöfnin í nótt sýndi þó fram á að Norður-Kóreumenn eru reiðubúnir að fylgja Singapúr-samkomulaginu eftir - alla vega einhverjum hluta þess. Talið er að líkamsleifar 55 hermanna hafi verið afhentar í nótt. Þær eiga eftir að undirgangast lífsýnarannsóknir og því ómögulegt að segja til um það á þessari stundu hvort raunverulega sé um lík bandarískra hermanna að ræða. Ætla má að rannsóknirnar taki nokkur ár. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. 24. júlí 2018 11:06 Norður-Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Stjórnvöld í Pjongjang afhentu í nótt líkamsleifar sem taldar eru vera bandarískra hermanna sem féllu í Kóreustríðinu á sjötta áratug síðustu aldar. Líkamsleifunum var flogið til Suður-Kóreu þar sem fulltrúar Bandaríkjahers veittu þeim viðtöku. Fjöldi hermanna stóð heiðursvörð þegar leifarnar voru fluttar úr vélinni og inn í sendiferðabíla. Vonast er til að aðstandendur hinna látnu, sem beðið hafa í áratugi, fái nú loksins lík þeirra í hendurnar þannig að veita megi hinum föllnu tilhlýðilegar útfarir. Bandarískir hermenn heilsuðu sendiferðabílunum, sem fluttu líkamsleifarnar, að hermannasið.Vísir/AFPAfhendingin í nótt var táknræn fyrir þíðuna sem komin er í samskipti Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Kveðið var á um afhendinguna í samkomulaginu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, undirrituðu í Singapúr í júní. Afhendingin gefur því góð fyrirheit um að samkomulaginu verði fylgt eftir, en það hefur verið gagnrýnt fyrir loðið orðalag og enga nákvæma útlistun. Í samkomulaginu var meðal annars kveðið á um „fullkomna kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans,“ án þess að nefna hvenær það skuli gert eða hvernig. Athöfnin í nótt sýndi þó fram á að Norður-Kóreumenn eru reiðubúnir að fylgja Singapúr-samkomulaginu eftir - alla vega einhverjum hluta þess. Talið er að líkamsleifar 55 hermanna hafi verið afhentar í nótt. Þær eiga eftir að undirgangast lífsýnarannsóknir og því ómögulegt að segja til um það á þessari stundu hvort raunverulega sé um lík bandarískra hermanna að ræða. Ætla má að rannsóknirnar taki nokkur ár.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. 24. júlí 2018 11:06 Norður-Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. 24. júlí 2018 11:06
Norður-Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent