Donald Trump og Cohen í hár saman Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. júlí 2018 07:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFP Michael Cohen, áður lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mun greina Robert Mueller, sérstökum saksóknara í Rússamálinu, frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi vitað af fundi Donalds Trump yngri, Jareds Kushner og Pauls Manafort með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnítskaja í Trump-turninum í júní 2016 áður en fundurinn átti sér stað. Frá þessu greindi CNN í fyrrinótt en Mueller rannsakar meðal annars meint samráð Trump-framboðsins við Rússa. Trump hefur áður sagt að hann hafi ekki vitað af fundinum áður en hann átti sér stað. Forsetinn hélt sig við þann framburð í gær. „Ég vissi EKKI af þessum fundi með syni mínum, Don yngri. Þetta hljómar eins og einhver sé að reyna að skálda sögur til að komast úr klípu (kannski leigubílarnir?). Hann hefur meira að segja ráðið lögmann Bills og spilltu Hillary [Clinton]. Ég velti því fyrir mér hvort þau hafi hjálpað honum að taka þessa ákvörðun,“ tísti forsetinn. Cohen er nú til rannsóknar hjá saksóknaraembættinu í New York vegna tilrauna sinna til að þagga niður óhagstæða umræðu um Trump í kosningabaráttunni 2016. Alríkislögreglan gerði áhlaup á skrifstofu Cohens í apríl í leit að upplýsingum um leigubílstjóra sem áttu í viðskiptum við Cohen er tengdust málinu. Fundurinn í Trump-turninum hefur reglulega verið til umfjöllunar í bandarískum fjölmiðlum frá því fyrst var greint frá honum í New York Times í júlí á síðasta ári. Allir gegndu Bandaríkjamennirnir sem sóttu fundinn stóru hlutverki í lífi og framboði Trumps. Donald yngri er sonur forsetans, Kushner tengdasonur hans og Manafort á þeim tíma kosningastjóri. Til fundarins var boðað undir því yfirskini að Veselnítskaja ætlaði að afhenda upplýsingar sem myndu skaða mótframbjóðandann Hillary Clinton. Af því varð ekki heldur talaði Veselnítskaja um Magnitsky-löggjöfina. Manafort hefur verið eitt helsta viðfangsefni Muellers í Rússarannsókninni, einkum vegna vinnu sinnar fyrir bandamenn Rússa í Úkraínu. Hann hefur verið ákærður, meðal annars fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og að hafa lagt á ráðin um peningaþvætti og eiga réttarhöld yfir honum að hefjast síðasta dag þessa mánaðar. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segir Trump hafa vitað af Rússafundinum Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. 27. júlí 2018 06:37 Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26 Trump þvertekur fyrir að hafa vitað af Rússafundinum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 27. júlí 2018 16:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Michael Cohen, áður lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mun greina Robert Mueller, sérstökum saksóknara í Rússamálinu, frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi vitað af fundi Donalds Trump yngri, Jareds Kushner og Pauls Manafort með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnítskaja í Trump-turninum í júní 2016 áður en fundurinn átti sér stað. Frá þessu greindi CNN í fyrrinótt en Mueller rannsakar meðal annars meint samráð Trump-framboðsins við Rússa. Trump hefur áður sagt að hann hafi ekki vitað af fundinum áður en hann átti sér stað. Forsetinn hélt sig við þann framburð í gær. „Ég vissi EKKI af þessum fundi með syni mínum, Don yngri. Þetta hljómar eins og einhver sé að reyna að skálda sögur til að komast úr klípu (kannski leigubílarnir?). Hann hefur meira að segja ráðið lögmann Bills og spilltu Hillary [Clinton]. Ég velti því fyrir mér hvort þau hafi hjálpað honum að taka þessa ákvörðun,“ tísti forsetinn. Cohen er nú til rannsóknar hjá saksóknaraembættinu í New York vegna tilrauna sinna til að þagga niður óhagstæða umræðu um Trump í kosningabaráttunni 2016. Alríkislögreglan gerði áhlaup á skrifstofu Cohens í apríl í leit að upplýsingum um leigubílstjóra sem áttu í viðskiptum við Cohen er tengdust málinu. Fundurinn í Trump-turninum hefur reglulega verið til umfjöllunar í bandarískum fjölmiðlum frá því fyrst var greint frá honum í New York Times í júlí á síðasta ári. Allir gegndu Bandaríkjamennirnir sem sóttu fundinn stóru hlutverki í lífi og framboði Trumps. Donald yngri er sonur forsetans, Kushner tengdasonur hans og Manafort á þeim tíma kosningastjóri. Til fundarins var boðað undir því yfirskini að Veselnítskaja ætlaði að afhenda upplýsingar sem myndu skaða mótframbjóðandann Hillary Clinton. Af því varð ekki heldur talaði Veselnítskaja um Magnitsky-löggjöfina. Manafort hefur verið eitt helsta viðfangsefni Muellers í Rússarannsókninni, einkum vegna vinnu sinnar fyrir bandamenn Rússa í Úkraínu. Hann hefur verið ákærður, meðal annars fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og að hafa lagt á ráðin um peningaþvætti og eiga réttarhöld yfir honum að hefjast síðasta dag þessa mánaðar.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segir Trump hafa vitað af Rússafundinum Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. 27. júlí 2018 06:37 Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26 Trump þvertekur fyrir að hafa vitað af Rússafundinum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 27. júlí 2018 16:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Segir Trump hafa vitað af Rússafundinum Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. 27. júlí 2018 06:37
Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26
Trump þvertekur fyrir að hafa vitað af Rússafundinum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 27. júlí 2018 16:00