Kvennaleikirnir beint ofan í undanúrslit HM Sveinn Arnarsson skrifar 11. júlí 2018 06:00 Sandra María Jessen skoraði þriðja mark Þórs/KA í gær. Vísir/eyþór Fjórir leikir í Pepsi-deild kvenna fóru fram í gær á sama tíma og undanúrslitaleikir á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Liðsmenn undrast þessar tímasetningar og telja ólíklegt að slíkt myndi gerast hjá körlunum í efstu deild. Níunda umferðin í Pepsi-deild kvenna hófst í gær með tveimur risaleikjum. Annars vegar leik Breiðabliks og Vals, sem sátu í fyrsta og þriðja sæti deildarinnar, og hins vegar leik Þórs/KA og Stjörnunnar, sem voru í öðru og fjórða sæti. Arna Sif Ásgrímsdóttir, einn reyndasti leikmaður Þórs/KA sem á titil að verja á Íslandsmótinu að þessu sinni, segir þessa tímasetningu undarlega. „Ég held að við getum öll verið sammála því að þessi tímasetning á þessum leik er alveg fáránleg og þetta myndi aldrei sjást, að leikir í Pepsi-deild karla yrðu settir á sama tíma og undanúrslit á heimsmeistaramóti,“ segir Arna Sif.Ásgerður Stefanía Baldursdóttir með liðsfélögum sínum í Stjörnunni.Vísir/eyþór„Það er svo oft sem eitthvað svona gerist að maður er næstum því hættur að pirra sig á þessum hlutum og lætur þetta bara yfir sig ganga,“ bætir hún við. Hið sama er að segja úr herbúðum Stjörnunnar. „Í fyrsta lagi langar mig að horfa á leikinn. Þetta er glatað en ég er búin að taka svo marga slagi í þessu að ég reyni að ýta orkunni í eitthvað annað, sem er þessi leikur. Hann skiptir öllu máli fyrir okkur,“ segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar. „Þetta myndi ekki gerast hjá körlunum. Við sjáum það að leikur FH og Grindavíkur var færður í hádegið til að vera ekki á sama tíma og heimsmeistaramótið,“ segir Ásgerður jafnframt. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, segir erfitt að koma öllum leikjum fyrir á stuttu sumri þannig að leikirnir og HM skarist ekki. „Það eru leikir alla daga og það er flókið að koma þessu öllu saman fyrir. Þetta eru vissulega stórir leikir á HM og við reynum hvað við getum að láta þetta ekki skarast,“ segir Birkir. „Það hefur enginn frá félögunum haft samband við okkur og óskað eftir breytingum. Mótafyrirkomulagið er gefið út með góðum fyrirvara og HM-planið er einnig þekkt fyrirfram.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-0 | Breiðablik endurheimti toppsætið Þór/KA tók toppsætið í Pepsi deild kvenna af Breiðabliki fyrr í kvöld. Blikar endurheimtu hins vegar toppsætið með sigri á Val í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 10. júlí 2018 22:30 Þór/KA á toppinn eftir sigur á Stjörnunni Íslandsmeistarar Þórs/KA fóru í toppsæti Pepsi deildar kvenna með sigri á Stjörnunni á Akureyri. ÍBV sigraði Suðurlandsslaginn í Vestmannaeyjum. 10. júlí 2018 20:08 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Fjórir leikir í Pepsi-deild kvenna fóru fram í gær á sama tíma og undanúrslitaleikir á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Liðsmenn undrast þessar tímasetningar og telja ólíklegt að slíkt myndi gerast hjá körlunum í efstu deild. Níunda umferðin í Pepsi-deild kvenna hófst í gær með tveimur risaleikjum. Annars vegar leik Breiðabliks og Vals, sem sátu í fyrsta og þriðja sæti deildarinnar, og hins vegar leik Þórs/KA og Stjörnunnar, sem voru í öðru og fjórða sæti. Arna Sif Ásgrímsdóttir, einn reyndasti leikmaður Þórs/KA sem á titil að verja á Íslandsmótinu að þessu sinni, segir þessa tímasetningu undarlega. „Ég held að við getum öll verið sammála því að þessi tímasetning á þessum leik er alveg fáránleg og þetta myndi aldrei sjást, að leikir í Pepsi-deild karla yrðu settir á sama tíma og undanúrslit á heimsmeistaramóti,“ segir Arna Sif.Ásgerður Stefanía Baldursdóttir með liðsfélögum sínum í Stjörnunni.Vísir/eyþór„Það er svo oft sem eitthvað svona gerist að maður er næstum því hættur að pirra sig á þessum hlutum og lætur þetta bara yfir sig ganga,“ bætir hún við. Hið sama er að segja úr herbúðum Stjörnunnar. „Í fyrsta lagi langar mig að horfa á leikinn. Þetta er glatað en ég er búin að taka svo marga slagi í þessu að ég reyni að ýta orkunni í eitthvað annað, sem er þessi leikur. Hann skiptir öllu máli fyrir okkur,“ segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar. „Þetta myndi ekki gerast hjá körlunum. Við sjáum það að leikur FH og Grindavíkur var færður í hádegið til að vera ekki á sama tíma og heimsmeistaramótið,“ segir Ásgerður jafnframt. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, segir erfitt að koma öllum leikjum fyrir á stuttu sumri þannig að leikirnir og HM skarist ekki. „Það eru leikir alla daga og það er flókið að koma þessu öllu saman fyrir. Þetta eru vissulega stórir leikir á HM og við reynum hvað við getum að láta þetta ekki skarast,“ segir Birkir. „Það hefur enginn frá félögunum haft samband við okkur og óskað eftir breytingum. Mótafyrirkomulagið er gefið út með góðum fyrirvara og HM-planið er einnig þekkt fyrirfram.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-0 | Breiðablik endurheimti toppsætið Þór/KA tók toppsætið í Pepsi deild kvenna af Breiðabliki fyrr í kvöld. Blikar endurheimtu hins vegar toppsætið með sigri á Val í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 10. júlí 2018 22:30 Þór/KA á toppinn eftir sigur á Stjörnunni Íslandsmeistarar Þórs/KA fóru í toppsæti Pepsi deildar kvenna með sigri á Stjörnunni á Akureyri. ÍBV sigraði Suðurlandsslaginn í Vestmannaeyjum. 10. júlí 2018 20:08 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-0 | Breiðablik endurheimti toppsætið Þór/KA tók toppsætið í Pepsi deild kvenna af Breiðabliki fyrr í kvöld. Blikar endurheimtu hins vegar toppsætið með sigri á Val í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 10. júlí 2018 22:30
Þór/KA á toppinn eftir sigur á Stjörnunni Íslandsmeistarar Þórs/KA fóru í toppsæti Pepsi deildar kvenna með sigri á Stjörnunni á Akureyri. ÍBV sigraði Suðurlandsslaginn í Vestmannaeyjum. 10. júlí 2018 20:08