NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 12. júlí 2018 19:03 Aðrir leiðtogar NATO ríkjanna kannast ekki við lýsingar Trumps af fundinum. Vísir/Getty Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kannast ekki við að hafa samþykkt neina aukningu á útgjöldum til varnarmála á nýafstöðnum fundi þrátt fyrir yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Trump fullyrti að leiðtogarnir hefðu orðið við kröfu sinni um að auka framlög til NATO og þannig hefði hann náð að styrkja bandalagið til frambúðar. Hann hefur lengi lýst óánægju sinni með að Bandaríkin greiði stærstan hluta rekstrarkostnaðar NATO. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir hins vegar að það sé ekki allskostar rétt. Þvert á móti hafi leiðtogarnir ákveðið að halda sig við fyrri stefnu um að auka útgjöldin í áföngum til ársins 2024. Að endingu muni flest ríkin ná því yfirlýsta markmiði að verja 2% af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála eins og lengi hafi staðið til. Hins vegar hafi ákafi Trumps á fundinum vissulega gert hinum leiðtogunum ljóst hversu aðkallandi það væri að jafna greiðslubyrði aðildarríkjanna. Leiðtogar Ítalíu, Kanada og Frakklands hafa allir sent frá sér yfirlýsingar þess efnis að ekki hafi verið fallist á nein ný útgjöld á fundinum með Trump. Aðeins hafi verið ákveðið að halda til streitu samkomulagi frá 2014 um aukningu útgjalda í skrefum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir að lýsingar Trumps af leiðtogafundinum passi ekki við sína upplifun. Þetta hafi ekki verið mikill átakafundur heldur hafi allir talað af yfirvegun og virðingu. NATO Tengdar fréttir Næturstaður forsetahjónanna í London víggirtur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. 12. júlí 2018 16:00 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kannast ekki við að hafa samþykkt neina aukningu á útgjöldum til varnarmála á nýafstöðnum fundi þrátt fyrir yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Trump fullyrti að leiðtogarnir hefðu orðið við kröfu sinni um að auka framlög til NATO og þannig hefði hann náð að styrkja bandalagið til frambúðar. Hann hefur lengi lýst óánægju sinni með að Bandaríkin greiði stærstan hluta rekstrarkostnaðar NATO. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir hins vegar að það sé ekki allskostar rétt. Þvert á móti hafi leiðtogarnir ákveðið að halda sig við fyrri stefnu um að auka útgjöldin í áföngum til ársins 2024. Að endingu muni flest ríkin ná því yfirlýsta markmiði að verja 2% af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála eins og lengi hafi staðið til. Hins vegar hafi ákafi Trumps á fundinum vissulega gert hinum leiðtogunum ljóst hversu aðkallandi það væri að jafna greiðslubyrði aðildarríkjanna. Leiðtogar Ítalíu, Kanada og Frakklands hafa allir sent frá sér yfirlýsingar þess efnis að ekki hafi verið fallist á nein ný útgjöld á fundinum með Trump. Aðeins hafi verið ákveðið að halda til streitu samkomulagi frá 2014 um aukningu útgjalda í skrefum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir að lýsingar Trumps af leiðtogafundinum passi ekki við sína upplifun. Þetta hafi ekki verið mikill átakafundur heldur hafi allir talað af yfirvegun og virðingu.
NATO Tengdar fréttir Næturstaður forsetahjónanna í London víggirtur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. 12. júlí 2018 16:00 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Næturstaður forsetahjónanna í London víggirtur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. 12. júlí 2018 16:00
Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52