Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Samúel Karl Ólason skrifar 16. júlí 2018 19:45 Donald Trump og Vladimir Pútín. Vísir/AP Blaðamannafundur Donald Trump og Vladimir Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, þykir ekki hafa farið vel í Bandaríkjunum. Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. Frammistaða Trump fékk þá sömuleiðis vægast sagt lélega einkunn hjá sérfræðingum og stjórnmálaskýrendum vestanhafs. Forsetarnir funduðu í Helsinki í dag og fyrir fundinn hafði Trump farið fram á að þeir yrðu einungis tveir í herberginu ásamt túlkum. Þrátt fyrir að fundurinn hefði tafist um klukkustund ræddust þeir við í rúma tvo tíma. Að þeim viðræðum loknum hittu þeir utanríkisráðherra ríkjanna tveggja ásamt öðrum embættismönnum í mjög síðbúnum hádegismat þar sem farið var yfir efni viðræðna forsetanna tveggja. Þar á eftir héldu þeir svo sameiginlegan blaðamannafund. Miðað við fyrstu viðbrögð virðist fólk mjög svo ósátt við að Trump hafi neitað að lýsa því yfir að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og sagðist hann trúa orðum Pútín um að Rússar væru saklausir, frekar en niðurstöðum leyniþjónusta Bandaríkjanna og annara.Hér má sjá samantekt AP fréttaveitunnar frá blaðamannafundinum.Þingmaðurinn John McCain er einn þeirra sem fer hörðum orðum um frammistöðuTrump og segir hana vera eina þá skammarlegustu í manna minnum. Hann sagði Trump hafa valdið Bandaríkjunum miklum skaða með barnaskap sínum og hégóma, svo eitthvað sé nefnt. „Trump reyndist ekki einungis ófær, heldur óviljugur í að standa í hárinu á Pútín. Þeir virtust tala eftir sama handritinu þar sem forsetinn tók þá meðvituðu ákvörðun að verja harðstjóra gegn sanngjörnum spurningum frjálsra fjölmiðla, og að veita Pútín vettvang til að spúa áróðri og lygum yfir heiminn,“ sagði McCain. Hann sagði enn fremur að Trump hefði mistekist að standa vörð um Bandaríkin og að bandarískur forseti hafði aldrei áður lúffað svo fyrir harðstjóra.Today’s press conference in #Helsinki was one of the most disgraceful performances by an American president in memory. My full statement on the #HelsinkiSummit: https://t.co/lApjctZyZl — John McCain (@SenJohnMcCain) July 16, 2018 Paul Ryan, leiðtogi meirihluta Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sagði í yfirlýsingu að ljóst væri að Rússland hefði haft afskipti af forsetakosningum Bandaríkjanna og að ríkið væri að grafa undan lýðræði víða um heim. Það væri niðurstaða yfirvalda Bandaríkjanna. „Forsetinn verður að átta sig á því að Rússar eru ekki bandamenn okkar,“ sagði Ryan. Hann bætti við að yfirvöld Bandaríkjanna yrðu að draga Rússland til ábyrgðar og stöðva árásir þeirra á lýðræðið.Paul Ryan’s statement. pic.twitter.com/j5doFcTZ1S — Jake Sherman (@JakeSherman) July 16, 2018 John Brennan, fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, er stóryrtur og segir aðgerðir Trump vera landráð gegn Bandaríkjunum. Hann segir ummæli Trump ekki einungis hafa verið „heimskuleg“ heldur sé alfarið ljóst að hann sé „í vasa“ Pútín. Brennan beinir kalli sínu til meðlima Repúblikanaflokksins sem kalla sig föðurlandsvini og spyr: „Hvar eru þið?“Donald Trump’s press conference performance in Helsinki rises to & exceeds the threshold of “high crimes & misdemeanors.” It was nothing short of treasonous. Not only were Trump’s comments imbecilic, he is wholly in the pocket of Putin. Republican Patriots: Where are you??? — John O. Brennan (@JohnBrennan) July 16, 2018 Jeff Flake, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins sem lengi hefur deilt við Trump, segist aldrei hafa átt von á því að sjá Bandaríkin á sviði með Forseta Rússlands, og kenna Bandaríkjunum um árásir Rússa. Hann sagði blaðamannafundinn hafa verið skömmustulegan.I never thought I would see the day when our American President would stand on the stage with the Russian President and place blame on the United States for Russian aggression. This is shameful. — Jeff Flake (@JeffFlake) July 16, 2018 Þingmaðurinn Will Hurd, sem er fyrrverandi starfsmaður CIA og er í leyniþjónustunefnd þingsins, segir ljóst að það að vera sammála „fauta“ eins og Pútín feli ekki í sér að setja Bandaríkin í fyrsta sætið. Hann segir Trump hafa rangt fyrir sér. Ljóst sé að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum og þeir ætli sér að grafa undan lýðræði Bandaríkjanna. „Ég hef í störfum mínum séð leyniþjónustu Rússlands spilað með fjölda fólks og átti alrdei von á því að forseti Bandaríkjanna yrði einn þeirra sem gamlar hendur KGB spiluðu með,“ sagði Hurd í Twitterþræði.As a former CIA officer and a Congressman on the House Intelligence Committee, I can affirmatively say there is nothing about agreeing with a thug like Putin that puts America First. — Rep. Will Hurd (@HurdOnTheHill) July 16, 2018 Chuck Schumer, leiðtogi minnihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir ljóst að milljónir Bandaríkjamanna muni áfram velta því fyrir sér hve ástæða hegðunar Trump sé. Hvort mögulegt sé að Pútín og rússnesk yfirvöld hefðu í sínum fórum einhvers konar efni sem gæti litið illa út fyrir Trump. „Í allri sögu Bandaríkjanna hafa Bandaríkjamenn aldrei séð forseta styðja við bakið á andstæðingi ríkisins á þann hátt sem Donald Trump styður Pútín,“ sagði Schumer á Twitter. Hann bætti við að Trump væri að hugsa um sjálfan sig og ekki um hag Bandaríkjanna. Á undanförnum dögum og vikum hefði hann styrkt stöðu andstæðinga Bandaríkjanna og grafið undan sameiginlegum vörnum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra.In the entire history of our country, Americans have never seen a president of the United States support an American adversary the way @realDonaldTrump has supported President Putin. — Chuck Schumer (@SenSchumer) July 16, 2018 Marco Rubio, þingmaður Repúblikanaflokksins og mótframbjóðandi Trump í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar, sagði að utanríkisstefna yrði að vera mótuð af raunveruleikanum. Ekki óskhyggju og rangfærslum. „Staðreyndin er svo að Rússland er andstæðingur Bandaríkjanna. Því Pútín trúir ekki á stöðu þar sem allir vinna og hann heldur að eina leiðin til að styrkja Rússland sé að veikja Bandaríkin,“ sagði Rubio.Foreign policy must be based on reality,not hyperbole or wishful thinking. And the reality is #Russia is an adversary. Because #Putin doesn’t believe in win/win scenarios & thinks only way to make Russia stronger is to make U.S. weaker. Any approach not based on this will fail. — Marco Rubio (@marcorubio) July 16, 2018 William J. Burns, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi, sparaði ekki stóru orðin í viðtali. Hann sagði frammistöðuTrump hafa verið þá vandræðalegustu fyrir nokkurn forseta Bandaríkjanna.Former U.S. Ambassador to Russia William J. Burns doesn't mince his words on the Trump/Putin summit: "I think that press conference was the single most embarrassing performance by an American president on the world stage that I've ever seen." https://t.co/tQzciloNCn — Christiane Amanpour (@camanpour) July 16, 2018Anderson Cooper calls the Trump-Putin press conference "one of the most disgraceful performances by an American president at a summit in front of a Russian leader certainly that I've ever seen" https://t.co/M0guPGHxMt pic.twitter.com/8s7I3iP4pp— Anderson Cooper 360° (@AC360) July 16, 2018 President Trump must clarify his statements in Helsinki on our intelligence system and Putin. It is the most serious mistake of his presidency and must be corrected—-immediately.— Newt Gingrich (@newtgingrich) July 16, 2018 Senator Bob Corker reacts to Trump-Putin summit: “I did not think this was a good moment for our country.” pic.twitter.com/AKa3pwuWKR— Elizabeth Landers (@ElizLanders) July 16, 2018 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Blaðamannafundur Donald Trump og Vladimir Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, þykir ekki hafa farið vel í Bandaríkjunum. Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. Frammistaða Trump fékk þá sömuleiðis vægast sagt lélega einkunn hjá sérfræðingum og stjórnmálaskýrendum vestanhafs. Forsetarnir funduðu í Helsinki í dag og fyrir fundinn hafði Trump farið fram á að þeir yrðu einungis tveir í herberginu ásamt túlkum. Þrátt fyrir að fundurinn hefði tafist um klukkustund ræddust þeir við í rúma tvo tíma. Að þeim viðræðum loknum hittu þeir utanríkisráðherra ríkjanna tveggja ásamt öðrum embættismönnum í mjög síðbúnum hádegismat þar sem farið var yfir efni viðræðna forsetanna tveggja. Þar á eftir héldu þeir svo sameiginlegan blaðamannafund. Miðað við fyrstu viðbrögð virðist fólk mjög svo ósátt við að Trump hafi neitað að lýsa því yfir að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og sagðist hann trúa orðum Pútín um að Rússar væru saklausir, frekar en niðurstöðum leyniþjónusta Bandaríkjanna og annara.Hér má sjá samantekt AP fréttaveitunnar frá blaðamannafundinum.Þingmaðurinn John McCain er einn þeirra sem fer hörðum orðum um frammistöðuTrump og segir hana vera eina þá skammarlegustu í manna minnum. Hann sagði Trump hafa valdið Bandaríkjunum miklum skaða með barnaskap sínum og hégóma, svo eitthvað sé nefnt. „Trump reyndist ekki einungis ófær, heldur óviljugur í að standa í hárinu á Pútín. Þeir virtust tala eftir sama handritinu þar sem forsetinn tók þá meðvituðu ákvörðun að verja harðstjóra gegn sanngjörnum spurningum frjálsra fjölmiðla, og að veita Pútín vettvang til að spúa áróðri og lygum yfir heiminn,“ sagði McCain. Hann sagði enn fremur að Trump hefði mistekist að standa vörð um Bandaríkin og að bandarískur forseti hafði aldrei áður lúffað svo fyrir harðstjóra.Today’s press conference in #Helsinki was one of the most disgraceful performances by an American president in memory. My full statement on the #HelsinkiSummit: https://t.co/lApjctZyZl — John McCain (@SenJohnMcCain) July 16, 2018 Paul Ryan, leiðtogi meirihluta Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sagði í yfirlýsingu að ljóst væri að Rússland hefði haft afskipti af forsetakosningum Bandaríkjanna og að ríkið væri að grafa undan lýðræði víða um heim. Það væri niðurstaða yfirvalda Bandaríkjanna. „Forsetinn verður að átta sig á því að Rússar eru ekki bandamenn okkar,“ sagði Ryan. Hann bætti við að yfirvöld Bandaríkjanna yrðu að draga Rússland til ábyrgðar og stöðva árásir þeirra á lýðræðið.Paul Ryan’s statement. pic.twitter.com/j5doFcTZ1S — Jake Sherman (@JakeSherman) July 16, 2018 John Brennan, fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, er stóryrtur og segir aðgerðir Trump vera landráð gegn Bandaríkjunum. Hann segir ummæli Trump ekki einungis hafa verið „heimskuleg“ heldur sé alfarið ljóst að hann sé „í vasa“ Pútín. Brennan beinir kalli sínu til meðlima Repúblikanaflokksins sem kalla sig föðurlandsvini og spyr: „Hvar eru þið?“Donald Trump’s press conference performance in Helsinki rises to & exceeds the threshold of “high crimes & misdemeanors.” It was nothing short of treasonous. Not only were Trump’s comments imbecilic, he is wholly in the pocket of Putin. Republican Patriots: Where are you??? — John O. Brennan (@JohnBrennan) July 16, 2018 Jeff Flake, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins sem lengi hefur deilt við Trump, segist aldrei hafa átt von á því að sjá Bandaríkin á sviði með Forseta Rússlands, og kenna Bandaríkjunum um árásir Rússa. Hann sagði blaðamannafundinn hafa verið skömmustulegan.I never thought I would see the day when our American President would stand on the stage with the Russian President and place blame on the United States for Russian aggression. This is shameful. — Jeff Flake (@JeffFlake) July 16, 2018 Þingmaðurinn Will Hurd, sem er fyrrverandi starfsmaður CIA og er í leyniþjónustunefnd þingsins, segir ljóst að það að vera sammála „fauta“ eins og Pútín feli ekki í sér að setja Bandaríkin í fyrsta sætið. Hann segir Trump hafa rangt fyrir sér. Ljóst sé að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum og þeir ætli sér að grafa undan lýðræði Bandaríkjanna. „Ég hef í störfum mínum séð leyniþjónustu Rússlands spilað með fjölda fólks og átti alrdei von á því að forseti Bandaríkjanna yrði einn þeirra sem gamlar hendur KGB spiluðu með,“ sagði Hurd í Twitterþræði.As a former CIA officer and a Congressman on the House Intelligence Committee, I can affirmatively say there is nothing about agreeing with a thug like Putin that puts America First. — Rep. Will Hurd (@HurdOnTheHill) July 16, 2018 Chuck Schumer, leiðtogi minnihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir ljóst að milljónir Bandaríkjamanna muni áfram velta því fyrir sér hve ástæða hegðunar Trump sé. Hvort mögulegt sé að Pútín og rússnesk yfirvöld hefðu í sínum fórum einhvers konar efni sem gæti litið illa út fyrir Trump. „Í allri sögu Bandaríkjanna hafa Bandaríkjamenn aldrei séð forseta styðja við bakið á andstæðingi ríkisins á þann hátt sem Donald Trump styður Pútín,“ sagði Schumer á Twitter. Hann bætti við að Trump væri að hugsa um sjálfan sig og ekki um hag Bandaríkjanna. Á undanförnum dögum og vikum hefði hann styrkt stöðu andstæðinga Bandaríkjanna og grafið undan sameiginlegum vörnum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra.In the entire history of our country, Americans have never seen a president of the United States support an American adversary the way @realDonaldTrump has supported President Putin. — Chuck Schumer (@SenSchumer) July 16, 2018 Marco Rubio, þingmaður Repúblikanaflokksins og mótframbjóðandi Trump í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar, sagði að utanríkisstefna yrði að vera mótuð af raunveruleikanum. Ekki óskhyggju og rangfærslum. „Staðreyndin er svo að Rússland er andstæðingur Bandaríkjanna. Því Pútín trúir ekki á stöðu þar sem allir vinna og hann heldur að eina leiðin til að styrkja Rússland sé að veikja Bandaríkin,“ sagði Rubio.Foreign policy must be based on reality,not hyperbole or wishful thinking. And the reality is #Russia is an adversary. Because #Putin doesn’t believe in win/win scenarios & thinks only way to make Russia stronger is to make U.S. weaker. Any approach not based on this will fail. — Marco Rubio (@marcorubio) July 16, 2018 William J. Burns, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi, sparaði ekki stóru orðin í viðtali. Hann sagði frammistöðuTrump hafa verið þá vandræðalegustu fyrir nokkurn forseta Bandaríkjanna.Former U.S. Ambassador to Russia William J. Burns doesn't mince his words on the Trump/Putin summit: "I think that press conference was the single most embarrassing performance by an American president on the world stage that I've ever seen." https://t.co/tQzciloNCn — Christiane Amanpour (@camanpour) July 16, 2018Anderson Cooper calls the Trump-Putin press conference "one of the most disgraceful performances by an American president at a summit in front of a Russian leader certainly that I've ever seen" https://t.co/M0guPGHxMt pic.twitter.com/8s7I3iP4pp— Anderson Cooper 360° (@AC360) July 16, 2018 President Trump must clarify his statements in Helsinki on our intelligence system and Putin. It is the most serious mistake of his presidency and must be corrected—-immediately.— Newt Gingrich (@newtgingrich) July 16, 2018 Senator Bob Corker reacts to Trump-Putin summit: “I did not think this was a good moment for our country.” pic.twitter.com/AKa3pwuWKR— Elizabeth Landers (@ElizLanders) July 16, 2018
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira