Segir kostnað aðstoðarmanna nægja til að hækka árslaun allra ljósmæðra um eina og hálfa milljón Birgir Olgeirsson skrifar 17. júlí 2018 20:03 Sigmundur Davíð á landsþingi Miðflokksins. Fréttablaðið/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir þróun aðstoðarmanna ríkisstjórnar Íslands vera sláandi.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði í dag fyrirspurn Sigmundar um aðstoðarmenn ráðherra og annað starfsfólk. Í svörum Katrínar kom fram að áætlaður árlegur kostnaður við aðstoðarmenn ráðherra og annað aðstoðarfólk er 427 milljónir króna. Sigmundur spurði hversu marga aðstoðarmenn ráðherrar og ríkisstjórn hefðu ráðið án auglýsingar frá því að ríkisstjórnin tók til starfa. Kom fram að alls hefðu 24 aðstoðarmenn ráðherra og ríkisstjórnar verið ráðnir á grundvelli laga um Stjórnarráð Íslands. Nú séu starfandi alls 22 aðstoðarmenn ráðherra og ríkisstjórnar. Jafnframt spurði Sigmundur hvort að aðstoðarmenn hefðu áður verið fleiri en nú. Ekki er annað að skilja á svarinu en að svo sé ekki þar sem árið 2017 hafi 20 aðstoðarmenn verið að störfum þegar mest var og er það næstmesti fjöldi aðstoðarmanna sem verið hefur. Sigmundur fjallar um þessa þróun á Facebook-síðu sinni en hann segir enga ríkisstjórn hafa haft eins marga pólitíska aðstoðarmenn og kostnaðurinn aldrei verið nálægt því eins mikill og nú.Til að setja upphæðina í samhengi, það er áætlaðan árlegan kostnað upp á 427 milljónir króna, bendir Sigmundur á að sú upphæð myndi nægja til að hækka árslaun allra 280 til 399 starfandi ljósmæðra landsins um eina og hálfa milljón króna. „Nú er ég ekki að halda því fram að ráðherrar ættu ekki að hafa aðstoðarmenn eða setja út á fólkið sem vinnur pólitísk störf fyrir ríkisstjórnarflokkana en þróunin er sláandi,“ skrifar Sigmundur. Hann rifjar upp þegar gert var sprell með að hann hefði í sinni ráðherratíð haft marga aðstoðarmenn og ýmsir starfsmenn ríkisstjórnar og annarra ráðuneyta tíndir til. „Ég réði hins vegar aldrei meira en einn aðstoðarmann forsætisráðherra og samnýtti hann á meðan ég gegndi embætti dómsmálaráðherra. Einnig hvatti ég ráðherra til að nýta eins fáa pólitíska aðstoðarmenn og þeir teldu fært,“ skrifar Sigmundur.Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ráðið til sín alls 24 aðstoðarmenn síðan hún tók til starfa en nú eru 22 starfandi.fréttablaðið/ernirHonum bauðst hins vegar að fá lánaða aðstoðarmenn, meðal annars einn sem hópur í Framsóknarflokknum hafði milligöngu um. „Sá bauðst til að vinna launalaust enda þegar á launum hjá ríkinu annars staðar. Ég taldi þetta hið besta sparnaðarráð en eins og síðar átti eftir að koma í ljós hefði ég betur hugað að hinu fornkveðna „timeo Danaos et dona ferentes” - „varastu Grikkina þegar þeir vilja færa þér gjafir”,“ skrifar Sigmundur.Í nóvember árið 2013 var greint frá því að Ásmundur Einar Daðason hefði verið ráðinn sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Í tilkynningu kom fram að um tímabundna ráðningu væri að ræða og Ásmundur myndi sjá um að samhæfa verkefni milli ráðuneyta og fylgja eftir tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Kom fram að Ásmundur myndi hvorki þiggja laun né önnur fríðindi fyrir störf sín fyrir forsætisráðherra, enda starfandi þingmaður á þeim tíma. Alþingi Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Áætlaður árlegur kostnaður við aðstoðarmenn 427 milljónir króna Alls 22 aðstoðarmenn starfandi. 17. júlí 2018 16:10 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Innlent Fleiri fréttir Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir þróun aðstoðarmanna ríkisstjórnar Íslands vera sláandi.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði í dag fyrirspurn Sigmundar um aðstoðarmenn ráðherra og annað starfsfólk. Í svörum Katrínar kom fram að áætlaður árlegur kostnaður við aðstoðarmenn ráðherra og annað aðstoðarfólk er 427 milljónir króna. Sigmundur spurði hversu marga aðstoðarmenn ráðherrar og ríkisstjórn hefðu ráðið án auglýsingar frá því að ríkisstjórnin tók til starfa. Kom fram að alls hefðu 24 aðstoðarmenn ráðherra og ríkisstjórnar verið ráðnir á grundvelli laga um Stjórnarráð Íslands. Nú séu starfandi alls 22 aðstoðarmenn ráðherra og ríkisstjórnar. Jafnframt spurði Sigmundur hvort að aðstoðarmenn hefðu áður verið fleiri en nú. Ekki er annað að skilja á svarinu en að svo sé ekki þar sem árið 2017 hafi 20 aðstoðarmenn verið að störfum þegar mest var og er það næstmesti fjöldi aðstoðarmanna sem verið hefur. Sigmundur fjallar um þessa þróun á Facebook-síðu sinni en hann segir enga ríkisstjórn hafa haft eins marga pólitíska aðstoðarmenn og kostnaðurinn aldrei verið nálægt því eins mikill og nú.Til að setja upphæðina í samhengi, það er áætlaðan árlegan kostnað upp á 427 milljónir króna, bendir Sigmundur á að sú upphæð myndi nægja til að hækka árslaun allra 280 til 399 starfandi ljósmæðra landsins um eina og hálfa milljón króna. „Nú er ég ekki að halda því fram að ráðherrar ættu ekki að hafa aðstoðarmenn eða setja út á fólkið sem vinnur pólitísk störf fyrir ríkisstjórnarflokkana en þróunin er sláandi,“ skrifar Sigmundur. Hann rifjar upp þegar gert var sprell með að hann hefði í sinni ráðherratíð haft marga aðstoðarmenn og ýmsir starfsmenn ríkisstjórnar og annarra ráðuneyta tíndir til. „Ég réði hins vegar aldrei meira en einn aðstoðarmann forsætisráðherra og samnýtti hann á meðan ég gegndi embætti dómsmálaráðherra. Einnig hvatti ég ráðherra til að nýta eins fáa pólitíska aðstoðarmenn og þeir teldu fært,“ skrifar Sigmundur.Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ráðið til sín alls 24 aðstoðarmenn síðan hún tók til starfa en nú eru 22 starfandi.fréttablaðið/ernirHonum bauðst hins vegar að fá lánaða aðstoðarmenn, meðal annars einn sem hópur í Framsóknarflokknum hafði milligöngu um. „Sá bauðst til að vinna launalaust enda þegar á launum hjá ríkinu annars staðar. Ég taldi þetta hið besta sparnaðarráð en eins og síðar átti eftir að koma í ljós hefði ég betur hugað að hinu fornkveðna „timeo Danaos et dona ferentes” - „varastu Grikkina þegar þeir vilja færa þér gjafir”,“ skrifar Sigmundur.Í nóvember árið 2013 var greint frá því að Ásmundur Einar Daðason hefði verið ráðinn sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Í tilkynningu kom fram að um tímabundna ráðningu væri að ræða og Ásmundur myndi sjá um að samhæfa verkefni milli ráðuneyta og fylgja eftir tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Kom fram að Ásmundur myndi hvorki þiggja laun né önnur fríðindi fyrir störf sín fyrir forsætisráðherra, enda starfandi þingmaður á þeim tíma.
Alþingi Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Áætlaður árlegur kostnaður við aðstoðarmenn 427 milljónir króna Alls 22 aðstoðarmenn starfandi. 17. júlí 2018 16:10 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Innlent Fleiri fréttir Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Sjá meira
Áætlaður árlegur kostnaður við aðstoðarmenn 427 milljónir króna Alls 22 aðstoðarmenn starfandi. 17. júlí 2018 16:10