Ásmundur Einar vandaði Sigmundi Davíð ekki kveðjurnar á flokksþingi Framsóknar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2016 15:56 Ásmundur Einar Daðason er þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Vísir/Pjetur Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins tók til máls á flokksþinginu í dag undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður. Ásmundur var um tíma aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins en að því er fram kemur á vef RÚV vandaði hann formanninum ekki kveðjurnar í ræðu sinni í dag. Í frétt RÚV kemur fram að Ásmundur hafi upphaflega ekki ætlað að tala á flokksþinginu en framganga Sigmundar Davíðs á fundi framkvæmdastjórnar í gær hafi hins vegar orðið til þess að hann ákvað að taka til máls á þinginu. Ásmundur hefur ekki mikið tjáð sig opinberlega um það sem gengið hefur á í flokknum en á flokksþinginu í dag lýsti hann upplifun sinni af fundi framkvæmdastjórnar flokksins. Sigmundur Davíð hafi staðið upp þegar ræða átti dagskrá flokksþingsins og labbað út, en eins og fjallað hefur verið um voru drög að dagskrá þingsins gagnrýnd þar sem ekki var gert ráð fyrir ræðutíma fyrir forsætisráðherra. Sagði Ásmundur að á fundinum í gær hefðu orð eins og sáttavilji ekki komið í hug heldur orð eins og hroki og einræði.Nánar er fjallað um ræðu Ásmundar á vef RÚV. Tengdar fréttir Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58 Framsókn sýndi frá ræðu Sigmundar Davíðs en klippti á Sigurð Inga Framsóknarflokkurinn var með beina útsendingu á vefnum frá flokksþinginu sem hófst í dag. Útsendingin varði þó ekki lengi þó að fundurinn sjálfur standi í tvo daga. 1. október 2016 13:30 Sigurður Ingi skaut á Sigmund Davíð: „Missi maður traust má telja fullvíst að manns eigin breytni leiddi til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. 1. október 2016 12:52 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins tók til máls á flokksþinginu í dag undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður. Ásmundur var um tíma aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins en að því er fram kemur á vef RÚV vandaði hann formanninum ekki kveðjurnar í ræðu sinni í dag. Í frétt RÚV kemur fram að Ásmundur hafi upphaflega ekki ætlað að tala á flokksþinginu en framganga Sigmundar Davíðs á fundi framkvæmdastjórnar í gær hafi hins vegar orðið til þess að hann ákvað að taka til máls á þinginu. Ásmundur hefur ekki mikið tjáð sig opinberlega um það sem gengið hefur á í flokknum en á flokksþinginu í dag lýsti hann upplifun sinni af fundi framkvæmdastjórnar flokksins. Sigmundur Davíð hafi staðið upp þegar ræða átti dagskrá flokksþingsins og labbað út, en eins og fjallað hefur verið um voru drög að dagskrá þingsins gagnrýnd þar sem ekki var gert ráð fyrir ræðutíma fyrir forsætisráðherra. Sagði Ásmundur að á fundinum í gær hefðu orð eins og sáttavilji ekki komið í hug heldur orð eins og hroki og einræði.Nánar er fjallað um ræðu Ásmundar á vef RÚV.
Tengdar fréttir Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58 Framsókn sýndi frá ræðu Sigmundar Davíðs en klippti á Sigurð Inga Framsóknarflokkurinn var með beina útsendingu á vefnum frá flokksþinginu sem hófst í dag. Útsendingin varði þó ekki lengi þó að fundurinn sjálfur standi í tvo daga. 1. október 2016 13:30 Sigurður Ingi skaut á Sigmund Davíð: „Missi maður traust má telja fullvíst að manns eigin breytni leiddi til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. 1. október 2016 12:52 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58
Framsókn sýndi frá ræðu Sigmundar Davíðs en klippti á Sigurð Inga Framsóknarflokkurinn var með beina útsendingu á vefnum frá flokksþinginu sem hófst í dag. Útsendingin varði þó ekki lengi þó að fundurinn sjálfur standi í tvo daga. 1. október 2016 13:30
Sigurður Ingi skaut á Sigmund Davíð: „Missi maður traust má telja fullvíst að manns eigin breytni leiddi til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. 1. október 2016 12:52