Dorrit stal senunni á Þingvöllum með íslenska fjárhundinum Mæru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2018 14:04 Dorrit og Mæja sjást hér á Þingvöllum ásamt hópi fyrirmenna sem hinkruðu eftir þeim. vísir/elín Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, er á meðal gesta sem sækja nú hátíðarfund á Þingvöllum sem haldinn er í tilefni 100 ára afmæli fullveldisins Íslands. Dorrit labbaði ásamt hópi fólks niður Almannagjá skömmu fyrir klukkan 14 og að Lögbergi þar sem fundurinn fer fram. Á leiðinni niður eftir kom Dorrit auga á fjárhund skammt frá sem var úti í móa með eiganda sínum.Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, og hópur fólks á Þingvöllum í dag.vísir/elínGerði forsetafrúin fyrrverandi sér lítið fyrir, stökk út í móa til að fá hundinn lánaðan og labbaði svo með hann áleiðis að Lögbergi. Hundurinn heitir Laufeyjaraskja og er kölluð Mæra. Hópurinn sem fylgdi á eftir Dorrit og Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta, þurfti að hinkra eftir forsetafrúnni fyrrverandi á meðan hún sótti Mæru en á meðal þeirra voru Agnes Sigurðardóttir, biskup, og Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar.Mæra ásamt eigendum sínum á Þingvöllum í dag.vísir/elínÓhætt er að segja að þetta skemmtilega uppátæki Dorritar hafi vakið eftirtekt og að hún hafi stolið senunni áður en hátíðarfundurinn hófst en þegar hún hafði labbað með Mæru nokkurn spöl tók öryggisvörður við henni og skilaði til eigandans. Þess má geta að í dag er dagur íslenska fjárhundarins. Alþingi Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Ísraelar þekkja Eurovision-stuld betur en aðrir Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Sjá meira
Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, er á meðal gesta sem sækja nú hátíðarfund á Þingvöllum sem haldinn er í tilefni 100 ára afmæli fullveldisins Íslands. Dorrit labbaði ásamt hópi fólks niður Almannagjá skömmu fyrir klukkan 14 og að Lögbergi þar sem fundurinn fer fram. Á leiðinni niður eftir kom Dorrit auga á fjárhund skammt frá sem var úti í móa með eiganda sínum.Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, og hópur fólks á Þingvöllum í dag.vísir/elínGerði forsetafrúin fyrrverandi sér lítið fyrir, stökk út í móa til að fá hundinn lánaðan og labbaði svo með hann áleiðis að Lögbergi. Hundurinn heitir Laufeyjaraskja og er kölluð Mæra. Hópurinn sem fylgdi á eftir Dorrit og Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta, þurfti að hinkra eftir forsetafrúnni fyrrverandi á meðan hún sótti Mæru en á meðal þeirra voru Agnes Sigurðardóttir, biskup, og Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar.Mæra ásamt eigendum sínum á Þingvöllum í dag.vísir/elínÓhætt er að segja að þetta skemmtilega uppátæki Dorritar hafi vakið eftirtekt og að hún hafi stolið senunni áður en hátíðarfundurinn hófst en þegar hún hafði labbað með Mæru nokkurn spöl tók öryggisvörður við henni og skilaði til eigandans. Þess má geta að í dag er dagur íslenska fjárhundarins.
Alþingi Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Ísraelar þekkja Eurovision-stuld betur en aðrir Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Sjá meira