Rógburður stangveiðimannsins Kristinn H. Gunnarsson skrifar 19. júlí 2018 18:56 Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag skrifar Pálmi Gunnarsson, stangveiðimaður, um laxeldi í sjó og þar stendur eftirfarandi: „Hér sjanghæjuðu fiskeldisfyrirtækin talsmann beint úr ylvolgum stól þingforseta, fyrrverandi þingmanninn og ráðherrann Einar K. Guðfinnsson, og eitthvað hefur Kristinn H. Gunnarsson verið að gaufa á hliðarlínunni.“ Hér er valið að gefa sterklega í skyn að þátttaka mín í opinberri umræðu um laxeldi í sjó séu til þess að þjóna hagsmunum fiskeldisfyrirtækja. Á öðrum vettvangi hefur Pálmi Gunnarsson gengið lengra spurt um greiðslur frá fiskeldisfyrirtækjum til mín. Þessu hef ég áður svarað opinberlega en Pálmi heldur áfram með dylgjurnar. Endurteknar dylgjur er varla hægt að kalla annað en rógburð. Hvort tveggja er rangt. Ég skrifa um málið algerlega út frá eigin forsendum og skoðunum. Fiskeldisfyrirtækin koma þar hvergi nærri, hafa ekki farið fram á það né hefur þeim staðið það til boða. Sem ritstjóri blaðsins Vestfirðir hef ég tekið málið til umfjöllunar og leitast við að kynna bæði sjónarmið, einkum með birtingu fjölmargar aðsendra greina. Í ritstjórnargreinum hef ég reifað viðhorf mín og tek þar einarða afstöðu með laxeldinu á Vestjörðum. Pálmi Gunnarsson og reyndar margir fleiri andstæðingar laxeldis á Vestfjörðum hafa verið ósparir á að bera sakir og dylgjur á þá sem hafa haft sig í frammi fyrir atvinnuuppbyggunni á Vestfjörðum. Það er dapurlegt hvernig umræðan hefur þróast á síðustu árum. Í hópi stangveiðimanna er greinilega ósvífinn hópur málafylgjumanna sem setur sér ekki eðlileg mörk í umræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Tengdar fréttir „Það fylgir þessu birta og gleði...“ Þessa setningu fékk Einar K. Guðfinnsson, stjórnarformaður Landssambands fiskeldisstöðva, að láni á dögunum frá fiskmatskonu á Djúpavogi. 19. júlí 2018 07:00 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag skrifar Pálmi Gunnarsson, stangveiðimaður, um laxeldi í sjó og þar stendur eftirfarandi: „Hér sjanghæjuðu fiskeldisfyrirtækin talsmann beint úr ylvolgum stól þingforseta, fyrrverandi þingmanninn og ráðherrann Einar K. Guðfinnsson, og eitthvað hefur Kristinn H. Gunnarsson verið að gaufa á hliðarlínunni.“ Hér er valið að gefa sterklega í skyn að þátttaka mín í opinberri umræðu um laxeldi í sjó séu til þess að þjóna hagsmunum fiskeldisfyrirtækja. Á öðrum vettvangi hefur Pálmi Gunnarsson gengið lengra spurt um greiðslur frá fiskeldisfyrirtækjum til mín. Þessu hef ég áður svarað opinberlega en Pálmi heldur áfram með dylgjurnar. Endurteknar dylgjur er varla hægt að kalla annað en rógburð. Hvort tveggja er rangt. Ég skrifa um málið algerlega út frá eigin forsendum og skoðunum. Fiskeldisfyrirtækin koma þar hvergi nærri, hafa ekki farið fram á það né hefur þeim staðið það til boða. Sem ritstjóri blaðsins Vestfirðir hef ég tekið málið til umfjöllunar og leitast við að kynna bæði sjónarmið, einkum með birtingu fjölmargar aðsendra greina. Í ritstjórnargreinum hef ég reifað viðhorf mín og tek þar einarða afstöðu með laxeldinu á Vestjörðum. Pálmi Gunnarsson og reyndar margir fleiri andstæðingar laxeldis á Vestfjörðum hafa verið ósparir á að bera sakir og dylgjur á þá sem hafa haft sig í frammi fyrir atvinnuuppbyggunni á Vestfjörðum. Það er dapurlegt hvernig umræðan hefur þróast á síðustu árum. Í hópi stangveiðimanna er greinilega ósvífinn hópur málafylgjumanna sem setur sér ekki eðlileg mörk í umræðunni.
„Það fylgir þessu birta og gleði...“ Þessa setningu fékk Einar K. Guðfinnsson, stjórnarformaður Landssambands fiskeldisstöðva, að láni á dögunum frá fiskmatskonu á Djúpavogi. 19. júlí 2018 07:00
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun