Bandaríkin að spila sig hratt út úr alþjóðlegri samvinnu Sylvía Hall skrifar 1. júlí 2018 12:02 Rósa Björk Brynjólfsdóttir Fréttablaðið/Stefán Íslensk stjórnvöld mega ekki vera meðvirk bandarískum stjórnvöldum á meðan framganga þeirra á alþjóðasviðinu er með þessum hætti. Þetta sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, en hún var á meðal gesta í Sprengisandi í dag ásamt þeim Loga Má Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar og Áslaugu Örnu, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Rósa tók undir þau orð Loga að Ísland ætti að reyna eftir bestu getu að hafa jákvæð áhrif í alþjóðamálum og sagði það vera ljóst að Bandaríkin væru að spila sig hratt út úr alþjóðlegri samvinnu. Hún sagði samskipti Trump við einræðisherra vera varhugaverð og pólitík hans snerist að mestu leyti um að loka Bandaríkjunum frekar en að opna þau. „Það er bara eitt og hálft ár síðan Trump komst til valda og á þeim tíma hefur verið boðuð af hálfu Bandaríkjanna mjög mikil pólitík sem snýst um lokun og að loka heldur en að opna og vinna saman. Þeir eru að snúa af þessari leið sem hefur verið einkennandi fyrir Bandaríkin sem er þessi alþjóðlega samvinna.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Samband Íslands og Bandaríkjanna á ekki að breytast eftir forsetum Áslaug Arna benti á að samband Íslands og Bandaríkjanna væri byggt á mjög traustum grunni og ætti ekki að vera breytilegt milli forseta. Hún sagði þó vera mikilvægt að Bandaríkin væru þátttakendur í alþjóðlegum samningum og sagði ríkisstjórnina hafa verið skýra í sinni afstöðu gegn mannréttindabrotum þegar þau koma upp, líkt og við landamæri Bandaríkjanna í síðasta mánuði. „Auðvitað eru hagsmunir okkar miklir að eiga góð samskipti bæði í öryggis- og varnarmálum, norðurslóðarmálum, viðskiptum og öðru slíku“, sagði Áslaug og benti á að gildi þjóðanna tveggja varðandi mannréttindi og jafnrétti hafi verið svipuð í gegnum tíðina. „Það er þess vegna sem við stígum fast til jarðar og erum mjög skýr þegar eitthvað svona kemur upp á.“Hér að neðan má heyra viðtalið við þau í Sprengisandi í heild sinni: Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Íslensk stjórnvöld mega ekki vera meðvirk bandarískum stjórnvöldum á meðan framganga þeirra á alþjóðasviðinu er með þessum hætti. Þetta sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, en hún var á meðal gesta í Sprengisandi í dag ásamt þeim Loga Má Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar og Áslaugu Örnu, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Rósa tók undir þau orð Loga að Ísland ætti að reyna eftir bestu getu að hafa jákvæð áhrif í alþjóðamálum og sagði það vera ljóst að Bandaríkin væru að spila sig hratt út úr alþjóðlegri samvinnu. Hún sagði samskipti Trump við einræðisherra vera varhugaverð og pólitík hans snerist að mestu leyti um að loka Bandaríkjunum frekar en að opna þau. „Það er bara eitt og hálft ár síðan Trump komst til valda og á þeim tíma hefur verið boðuð af hálfu Bandaríkjanna mjög mikil pólitík sem snýst um lokun og að loka heldur en að opna og vinna saman. Þeir eru að snúa af þessari leið sem hefur verið einkennandi fyrir Bandaríkin sem er þessi alþjóðlega samvinna.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Samband Íslands og Bandaríkjanna á ekki að breytast eftir forsetum Áslaug Arna benti á að samband Íslands og Bandaríkjanna væri byggt á mjög traustum grunni og ætti ekki að vera breytilegt milli forseta. Hún sagði þó vera mikilvægt að Bandaríkin væru þátttakendur í alþjóðlegum samningum og sagði ríkisstjórnina hafa verið skýra í sinni afstöðu gegn mannréttindabrotum þegar þau koma upp, líkt og við landamæri Bandaríkjanna í síðasta mánuði. „Auðvitað eru hagsmunir okkar miklir að eiga góð samskipti bæði í öryggis- og varnarmálum, norðurslóðarmálum, viðskiptum og öðru slíku“, sagði Áslaug og benti á að gildi þjóðanna tveggja varðandi mannréttindi og jafnrétti hafi verið svipuð í gegnum tíðina. „Það er þess vegna sem við stígum fast til jarðar og erum mjög skýr þegar eitthvað svona kemur upp á.“Hér að neðan má heyra viðtalið við þau í Sprengisandi í heild sinni:
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira