Innlent

Við­varandi ó­vissu­á­stand bitni á langtímaáætlunum fyrir­tækja

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Hádegisfréttir verða lesnar klukkan tólf.
Hádegisfréttir verða lesnar klukkan tólf. vísir

Í hádegisfréttum á Bylgjunni fjöllum við áfram um ítrekaðar hótanir Bandaríkjaforseta um að leggja tolla á þær þjóðir sem setja sig upp á móti því að Bandaríkin eignist Grænland með einum eða öðrum hætti.

Við ræðum við framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins sem segir óvissuástand í heimsmálunum bitna á langtímaáætlunum íslenskra fyrirtækja. Hann kveðst vongóður um hagsmunagæsla muni skila góðum árangri fyrir Ísland.

Við ræðum einnig við lögmann sem gagnrýnir ákæruvaldið harðlega í kjölfar þess að skjólstæðingur hans var sýknaður. Hann segir það hafa verið útséð frá upphafi að málið myndi leiða til sýknu og segir illa farið með fjármuni og tíma en brotið var fyrnt þegar ákæra var gefin út fyrir um tveimur árum síðan. 

Einnig heyrum við frá nýjum barna- og menntamálaráðherra sem vonar að einhvers konar síma- eða samfélagsmiðlabann geti tekið gildi í grunnskólum fyrir næsta haust. Til skoðunar er hvort miða eigi við fimmtán eða sextán ára aldur.

Þá heyrum við allt það helsta frá stórsigri strákanna okkar á Evrópumótinu í handbolta frá því í gær. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 17. janúar 2026



Fleiri fréttir

Sjá meira


×