Konur, rísið upp – krefjist samninga við ljósmæður! Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 4. júlí 2018 06:00 Sú furðulega staðreynd blasir við að hjúkrunarfræðingar sem ákveða að bæta við sig tveggja ára háskólanámi og gerast ljósmæður lækka í launum. Ætli þetta gerist nokkurs staðar annars staðar á byggðu bóli? Hvernig stendur á því að ríkið leiðréttir ekki þessa fáránlegu vitleysu? Jú, staðan er þannig að í hvert sinn sem reynt er að leiðrétta laun ákveðinna hópa, og þá meina ég að leiðrétta augljóst misrétti, ætlar allt vitlaust að verða. ASÍ notaði bráðnauðsynlega launahækkun grunnskóla- og tónlistarkennara til að lýsa yfir forsendubresti á vinnumarkaði. Það má öllum ljóst vera að þjóðfélag okkar þarf á vel menntuðum kennurum að halda og ekki síður vel menntuðu heilbrigðisstarfsfólki, þar með töldum ljósmæðrum. Hvað er mikilvægara í einu þjóðfélagi en að búa vel að börnum frá fæðingu og til fullorðinsára? Sú var tíð að kvennahreyfingin á Íslandi setti heilbrigðismál og þá sérstaklega heilsu kvenna í öndvegi þegar ríkisvaldið brást. Kvennahreyfingin safnaði ótrúlega miklum peningum til byggingar Landspítala, hún safnaði líka fyrir sérstakri kvennadeild og konur hafa stutt dyggilega við baráttuna gegn brjóstakrabbameini, að ekki sé minnst á Barnaspítala Hringsins. Kvennahreyfingin hefur líka lengi barist fyrir launajafnrétti kynjanna og því að störf kvenna séu metin að verðleikum en á því hefur verið mikill misbrestur. Nú er heilsu mæðra og ungbarna ógnað. Verðandi mæður eru kvíðafullar. Ljósmæður eru að hætta störfum eftir árangurslausa kjarabaráttu mánuðum saman. Nú verðum við að rísa upp, konur þessa lands, og krefjast þess að menntun ljósmæðra verði metin eins og hver önnur háskólamenntun og að störfum þeirra verði sýnd sú virðing sem þeim ber. Ég skora á kvennahreyfingar um allt land að láta í sér heyra, mótmælum allar. Sendum skilaboð til ríkisstjórnarinnar: það verður að semja og það strax! Líf og heilsa kvenna og ungbarna er í veði. Samningar við ljósmæður snúast um réttlæti og þeir ógna hvorki einu né neinu á vinnumarkaði.Höfundur er fv. þingkona Kvennalistans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sú furðulega staðreynd blasir við að hjúkrunarfræðingar sem ákveða að bæta við sig tveggja ára háskólanámi og gerast ljósmæður lækka í launum. Ætli þetta gerist nokkurs staðar annars staðar á byggðu bóli? Hvernig stendur á því að ríkið leiðréttir ekki þessa fáránlegu vitleysu? Jú, staðan er þannig að í hvert sinn sem reynt er að leiðrétta laun ákveðinna hópa, og þá meina ég að leiðrétta augljóst misrétti, ætlar allt vitlaust að verða. ASÍ notaði bráðnauðsynlega launahækkun grunnskóla- og tónlistarkennara til að lýsa yfir forsendubresti á vinnumarkaði. Það má öllum ljóst vera að þjóðfélag okkar þarf á vel menntuðum kennurum að halda og ekki síður vel menntuðu heilbrigðisstarfsfólki, þar með töldum ljósmæðrum. Hvað er mikilvægara í einu þjóðfélagi en að búa vel að börnum frá fæðingu og til fullorðinsára? Sú var tíð að kvennahreyfingin á Íslandi setti heilbrigðismál og þá sérstaklega heilsu kvenna í öndvegi þegar ríkisvaldið brást. Kvennahreyfingin safnaði ótrúlega miklum peningum til byggingar Landspítala, hún safnaði líka fyrir sérstakri kvennadeild og konur hafa stutt dyggilega við baráttuna gegn brjóstakrabbameini, að ekki sé minnst á Barnaspítala Hringsins. Kvennahreyfingin hefur líka lengi barist fyrir launajafnrétti kynjanna og því að störf kvenna séu metin að verðleikum en á því hefur verið mikill misbrestur. Nú er heilsu mæðra og ungbarna ógnað. Verðandi mæður eru kvíðafullar. Ljósmæður eru að hætta störfum eftir árangurslausa kjarabaráttu mánuðum saman. Nú verðum við að rísa upp, konur þessa lands, og krefjast þess að menntun ljósmæðra verði metin eins og hver önnur háskólamenntun og að störfum þeirra verði sýnd sú virðing sem þeim ber. Ég skora á kvennahreyfingar um allt land að láta í sér heyra, mótmælum allar. Sendum skilaboð til ríkisstjórnarinnar: það verður að semja og það strax! Líf og heilsa kvenna og ungbarna er í veði. Samningar við ljósmæður snúast um réttlæti og þeir ógna hvorki einu né neinu á vinnumarkaði.Höfundur er fv. þingkona Kvennalistans
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar