Læknar standa vaktina Reynir Arngrímsson skrifar 5. júlí 2018 07:00 Í því umróti sem skekur íslenskt heilbrigðiskerfi þetta sumarið með skorti á hjúkrunarfræðingum og uppsögnum ljósmæðra og undirmönnun ýmissa annarra heilbrigðistétta standa læknar vaktina enn. Læknisfræði er grunnstoð heilbrigðisþjónustunnar sem ekki má bresta þó annað hrökkvi undan álagi og upplausn skapist í heilbrigðiskerfinu. Engar reglur gilda um lágmarksmönnun lækna utan lögbundinnar neyðarmönnunar ef til verkfalls gæti komið. Svo undarlega sem það kann að hljóma reyndist í því eina verkfalli sem læknar neyddust til að ganga í gegnum á 100 ára sögu Læknafélags Íslands mönnun heldur skána á sumum deildum helstu heilbrigðisstofnana þegar uppfyllt voru ákvæði neyðarmönnunarlista. Undirmönnun lækna og mikið álag einkennir enn starfsaðstæður lækna á sumum sviðum og huga þarf að stöðugri endurnýjun og endurmati á mönnunarþörf m.t.t. breytinga í samfélagsgerð, mannfjölda og tækniframfara. Nýliðun lækna er þróunarverkefni sem ekki má vanrækja eða hefta með nokkru móti. Læknar hafa aldrei reynt að fría sig ábyrgð á hlutverki starfsstéttarinnar í íslensku samfélagi. Skortur er enn á læknum, hvort sem litið er til sjúkrahúsþjónustu, heilsugæslu eða sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Má þar nefna skort á heimilislæknum, taugalæknum, hjartalæknum, barnageðlæknum, gigtlæknum, öldrunarlæknum og augnlæknum.Úrskurður kærunefndar jafnréttismála LÍ styður kröfur um að menntun skuli metin til launa, en ítrekað hefur verið reynt að draga laun og kjarabaráttu lækna inn í umræður um samninga annarra starfsstétta án þess að rétt sé farið með. Sérfræðilæknar fá starfsréttindi sem slíkir eftir allt að 14 ára nám, þegar formlegri þjálfun lýkur í sérgrein. Það er ekki raunhæft að jafna því námi við háskólanám annarra heilbrigðisstétta sem veitir starfsréttindi að afloknu fjögurra til sex ára námi. Úrskurður kærunefndar jafnréttismála í máli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gegn Landspítala þann 18. maí 2017 var ótvíræður hvað þetta varðar. Þar kemur skýrt fram að störf lækna og annarra heilbrigðisstétta eru ekki samanburðarhæf að þessu leyti þegar kemur að launasetningu og skilgreiningu á ábyrgðarsviði. Á það var bent að þó staða lækna og hjúkrunarfræðinga sé sú sama í skipuriti, séu störf þeirra í meginatriðum ekki samanburðarhæf. Þannig sé grunnkrafa í starfi hjúkrunarfræðings hjúkrunarleyfi en að baki því sé fjögurra ára háskólanám. Að baki sérfræðiviðurkenningu læknis er hins vegar að lágmarki 11-14 ára nám, sex ár í háskóla, eins árs kandídatsár og fjögurra til sjö ára viðbótarnám, oftast nær erlendis. Þá er bent á að í lögum sé gerður greinarmunur á ráðningarferli í þessi störf og það rakið nánar í úrskurðinum. Löggjafinn gerir að þessu leyti strangari kröfur til umsækjenda um læknisstöður. Þá er jafnframt gerð krafa í ráðningarsamningum um aukna hæfni þar sem læknar sinni auk klínískrar vinnu kennslu og akademískum störfum.xxxStrangari kröfur til starfsréttinda – styttri starfsævi Þá má einnig benda á að á t.d. Landspítala eru jafnframt gerðar strangari kröfur um ráðningarferli sérfræðilækna en hjúkrunarfræðinga. Sérstök stöðunefnd læknaráðs veitir umsögn um faglega hæfni allra umsækjenda um fastar læknastöður, en slíks er ekki krafist við ráðningar annarra starfsstétta. Þá er mikilvægt að hafa í huga að læknar, sérstaklega yfirlæknar, bera verulega ábyrgð í stefnumótun heilbrigðiskerfisins. Þetta endurspeglast meðal annars í kostnaðaráhrifum ákvarðana um dýra og flókna læknisfræðilega meðferð og lyfjagjöf og þeim er ætlað að vera leiðandi í uppbyggingu þjónustu sinnar sérgreinar. Loks má nefna kröfur settar fram af ríkisvaldinu sem eru íþyngjandi hvað varðar starfslok þegar ákveðnum aldri er náð. Starfsævi lækna er stutt miðað við flestar aðrar starfsstéttir sem meðal annars ræðst af kröfum sem settar eru fram í lögum um nám og færni í starfi. Launaþróun 2007 - 2017 Fjármálaráðuneytið birti í vikunni upplýsingar um launaþróun starfsstétta innan BHM árin 2007 til 2017. Þetta gefur tilefni til að skoða launaþróun í þjóðfélaginu í víðara samhengi á þessu tímabili. Ef litið er til þróunar heildarlauna frá árinu 2007 til 2017 sést að skv. gagnagrunni fjármálaráðuneytisins hafa heildarlaun lækna að meðaltali hækkað um 63,6% á þessu tímabili sem er hlutfallslega minni breyting á launakjörum en margra annarra stéttarfélaga. Tölurnar tala sínu máli. Þrátt fyrir erfiða kjarabaráttu og verkfall á árunum 2014-15 hafa læknar ekki fylgt launaskriði samfélagsins né tekið þátt í höfrungahlaupinu títtnefnda. Þá má einnig geta þess að læknar í dag eru ekki aðilar að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) og hafa því önnur lífeyrisréttindakjör, en aðrar stéttir sem starfa hjá hinu opinbera og njóta tryggingar á lífeyrisréttindum. Hin ábyrga afstaða lækna, sem aðeins hafa einu sinni í 100 ára sögu Læknafélags Íslands farið fram í opinberri kjarabaráttu, hefur samkvæmt þessu ekki verið metin að verðleikum og þarfnast endurskoðunar í samræmi við ábyrgð í starfi og launaþróun í samfélaginu.Höfundur er formaður Læknafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í því umróti sem skekur íslenskt heilbrigðiskerfi þetta sumarið með skorti á hjúkrunarfræðingum og uppsögnum ljósmæðra og undirmönnun ýmissa annarra heilbrigðistétta standa læknar vaktina enn. Læknisfræði er grunnstoð heilbrigðisþjónustunnar sem ekki má bresta þó annað hrökkvi undan álagi og upplausn skapist í heilbrigðiskerfinu. Engar reglur gilda um lágmarksmönnun lækna utan lögbundinnar neyðarmönnunar ef til verkfalls gæti komið. Svo undarlega sem það kann að hljóma reyndist í því eina verkfalli sem læknar neyddust til að ganga í gegnum á 100 ára sögu Læknafélags Íslands mönnun heldur skána á sumum deildum helstu heilbrigðisstofnana þegar uppfyllt voru ákvæði neyðarmönnunarlista. Undirmönnun lækna og mikið álag einkennir enn starfsaðstæður lækna á sumum sviðum og huga þarf að stöðugri endurnýjun og endurmati á mönnunarþörf m.t.t. breytinga í samfélagsgerð, mannfjölda og tækniframfara. Nýliðun lækna er þróunarverkefni sem ekki má vanrækja eða hefta með nokkru móti. Læknar hafa aldrei reynt að fría sig ábyrgð á hlutverki starfsstéttarinnar í íslensku samfélagi. Skortur er enn á læknum, hvort sem litið er til sjúkrahúsþjónustu, heilsugæslu eða sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Má þar nefna skort á heimilislæknum, taugalæknum, hjartalæknum, barnageðlæknum, gigtlæknum, öldrunarlæknum og augnlæknum.Úrskurður kærunefndar jafnréttismála LÍ styður kröfur um að menntun skuli metin til launa, en ítrekað hefur verið reynt að draga laun og kjarabaráttu lækna inn í umræður um samninga annarra starfsstétta án þess að rétt sé farið með. Sérfræðilæknar fá starfsréttindi sem slíkir eftir allt að 14 ára nám, þegar formlegri þjálfun lýkur í sérgrein. Það er ekki raunhæft að jafna því námi við háskólanám annarra heilbrigðisstétta sem veitir starfsréttindi að afloknu fjögurra til sex ára námi. Úrskurður kærunefndar jafnréttismála í máli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gegn Landspítala þann 18. maí 2017 var ótvíræður hvað þetta varðar. Þar kemur skýrt fram að störf lækna og annarra heilbrigðisstétta eru ekki samanburðarhæf að þessu leyti þegar kemur að launasetningu og skilgreiningu á ábyrgðarsviði. Á það var bent að þó staða lækna og hjúkrunarfræðinga sé sú sama í skipuriti, séu störf þeirra í meginatriðum ekki samanburðarhæf. Þannig sé grunnkrafa í starfi hjúkrunarfræðings hjúkrunarleyfi en að baki því sé fjögurra ára háskólanám. Að baki sérfræðiviðurkenningu læknis er hins vegar að lágmarki 11-14 ára nám, sex ár í háskóla, eins árs kandídatsár og fjögurra til sjö ára viðbótarnám, oftast nær erlendis. Þá er bent á að í lögum sé gerður greinarmunur á ráðningarferli í þessi störf og það rakið nánar í úrskurðinum. Löggjafinn gerir að þessu leyti strangari kröfur til umsækjenda um læknisstöður. Þá er jafnframt gerð krafa í ráðningarsamningum um aukna hæfni þar sem læknar sinni auk klínískrar vinnu kennslu og akademískum störfum.xxxStrangari kröfur til starfsréttinda – styttri starfsævi Þá má einnig benda á að á t.d. Landspítala eru jafnframt gerðar strangari kröfur um ráðningarferli sérfræðilækna en hjúkrunarfræðinga. Sérstök stöðunefnd læknaráðs veitir umsögn um faglega hæfni allra umsækjenda um fastar læknastöður, en slíks er ekki krafist við ráðningar annarra starfsstétta. Þá er mikilvægt að hafa í huga að læknar, sérstaklega yfirlæknar, bera verulega ábyrgð í stefnumótun heilbrigðiskerfisins. Þetta endurspeglast meðal annars í kostnaðaráhrifum ákvarðana um dýra og flókna læknisfræðilega meðferð og lyfjagjöf og þeim er ætlað að vera leiðandi í uppbyggingu þjónustu sinnar sérgreinar. Loks má nefna kröfur settar fram af ríkisvaldinu sem eru íþyngjandi hvað varðar starfslok þegar ákveðnum aldri er náð. Starfsævi lækna er stutt miðað við flestar aðrar starfsstéttir sem meðal annars ræðst af kröfum sem settar eru fram í lögum um nám og færni í starfi. Launaþróun 2007 - 2017 Fjármálaráðuneytið birti í vikunni upplýsingar um launaþróun starfsstétta innan BHM árin 2007 til 2017. Þetta gefur tilefni til að skoða launaþróun í þjóðfélaginu í víðara samhengi á þessu tímabili. Ef litið er til þróunar heildarlauna frá árinu 2007 til 2017 sést að skv. gagnagrunni fjármálaráðuneytisins hafa heildarlaun lækna að meðaltali hækkað um 63,6% á þessu tímabili sem er hlutfallslega minni breyting á launakjörum en margra annarra stéttarfélaga. Tölurnar tala sínu máli. Þrátt fyrir erfiða kjarabaráttu og verkfall á árunum 2014-15 hafa læknar ekki fylgt launaskriði samfélagsins né tekið þátt í höfrungahlaupinu títtnefnda. Þá má einnig geta þess að læknar í dag eru ekki aðilar að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) og hafa því önnur lífeyrisréttindakjör, en aðrar stéttir sem starfa hjá hinu opinbera og njóta tryggingar á lífeyrisréttindum. Hin ábyrga afstaða lækna, sem aðeins hafa einu sinni í 100 ára sögu Læknafélags Íslands farið fram í opinberri kjarabaráttu, hefur samkvæmt þessu ekki verið metin að verðleikum og þarfnast endurskoðunar í samræmi við ábyrgð í starfi og launaþróun í samfélaginu.Höfundur er formaður Læknafélags Íslands
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun