Íþróttafréttakonur þurfa oft að sæta hræðilegum svívirðingum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 9. júlí 2018 11:30 Maður grípur um fréttakonu í beinni útsendingu frá Rússlandi á dögunum DW/Skjáskot Konur eiga enn erfitt uppdráttar í karllægum heimi íþróttanna og það á ekki síst við um íþróttafréttamenn að sögn Suzanne Franks, prófessors í fjölmiðlun við City University í Lundúnum. Hún segir að konur sem starfi sem íþróttafréttamenn verði oft fyrir hræðilegum svívirðingum. Franks segir að heimur íþróttafréttamanna hafi ekki enn aðlagast þeirri vitundarvakningu sem hafi orðið í flestum öðrum starfsgreinum hvað varðar kynbundna áreitni og mismunun. Franks hefur varið síðustu árum í rannsóknir á starfsaðstæðum kvenna sem flytja fréttir af íþróttum. Hún segir að þrátt fyrir að konur hafi orðið sýnilegri á þeim vettvangi á allra síðustu árum sé enn langt í land hvað jafnrétti varðar. Vísir/Getty Sem dæmi megi nefna einelti sem konur verði fyrir á netinu þegar þær tjái sig um íþróttir, jafnvel þó að þær hafi atvinnu af. Þá séu tíð dæmi um að íþróttafréttakonur séu áreittar kynferðislega, bæði með orðum og gjörðum. Hún nefnir meðal annars mál Erin Andrews sem varð fyrir því árið 2008 að eltihrellir tók af henni nektarmyndband með leynilegri myndavél þegar hún var á hótelherbergi. Hún starfaði fyrir íþróttastöðina ESPN. Margar aðrar konur í stéttinni stigu fram og sögðu frá áreitni eftir að hennar mál komst í fjölmiðla. Áreitni, sem beinist gegn íþróttafréttakonum, hefur meðal annars vakið athygli á heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Rússlandi í sumar. Nokkur dæmi hafa komið upp þar sem karlmenn áreittu fréttakonur í beinni útsendingu. Þeirra á meðal er brasilíska fréttakonan Julia Guimarães en hún vakti athygli fyrir kröftug mótmæli þegar maður vatt sér að henni og kyssti hana óboðinn. „Aldrei gera svona við konu, sýndu virðingu!“ sagði hún meðal annars. Spænska fréttakonan Julieth González Therán varð fyrir svipaðri áreitni í beinni útsendingu Deutsche Welle frá Rússlandi. Íslensku fréttakonurnar á HM fóru ekki varhluta af umhverfinu. Birta Björnsdóttir lýsti því í Síðdegisútvarpinu á dögunum hvernig það gerðist tvisvar að menn gripu hana úti á götu og reyndu að kyssa hana þegar hún var að reyna að sinna starfi sínu. Myndband af öðru atvikinu má sjá á vef RÚV. Maðurinn segir það falsfrétt að hann hafi verið að áreita fréttakonuna á myndinniCNN/Skjáskot Athygli vakti þegar Edda Sif Pálsdóttir varð fyrir áreiti kollega síns, Hjartar Hjartarsonar, sem var í kjölfarið sendur heim frá Rússlandi og sagði upp störfum hjá Sýn, sem rekur Stöð 2, Bylgjuna og Vísi. Hann hafði áður veist að henni með ofbeldi opinberlega og verið kærður fyrir, þó að sú kæra hafi verið látin niður falla eftir samkomulag. Á annað hundrað fjölmiðlakvenna sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þess var krafist að öryggi þeirra yrði tryggt á vinnustað. Þá vakti athygli að í umfjöllun CNN um áreitni á HM í Rússlandi var meðal annars birt mynd af stuðningsmanni íslenska landsliðsins. Í samtali við fréttastofu sagði maðurinn það falsfréttir að hann hafi verið að áreita fréttakonuna. Kyn hennar hafi ekki skipt máli, þetta hafi bara verið tilraun til að fá athygli með uppgerð og sprelli. HM 2018 í Rússlandi Fjölmiðlar MeToo Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira
Konur eiga enn erfitt uppdráttar í karllægum heimi íþróttanna og það á ekki síst við um íþróttafréttamenn að sögn Suzanne Franks, prófessors í fjölmiðlun við City University í Lundúnum. Hún segir að konur sem starfi sem íþróttafréttamenn verði oft fyrir hræðilegum svívirðingum. Franks segir að heimur íþróttafréttamanna hafi ekki enn aðlagast þeirri vitundarvakningu sem hafi orðið í flestum öðrum starfsgreinum hvað varðar kynbundna áreitni og mismunun. Franks hefur varið síðustu árum í rannsóknir á starfsaðstæðum kvenna sem flytja fréttir af íþróttum. Hún segir að þrátt fyrir að konur hafi orðið sýnilegri á þeim vettvangi á allra síðustu árum sé enn langt í land hvað jafnrétti varðar. Vísir/Getty Sem dæmi megi nefna einelti sem konur verði fyrir á netinu þegar þær tjái sig um íþróttir, jafnvel þó að þær hafi atvinnu af. Þá séu tíð dæmi um að íþróttafréttakonur séu áreittar kynferðislega, bæði með orðum og gjörðum. Hún nefnir meðal annars mál Erin Andrews sem varð fyrir því árið 2008 að eltihrellir tók af henni nektarmyndband með leynilegri myndavél þegar hún var á hótelherbergi. Hún starfaði fyrir íþróttastöðina ESPN. Margar aðrar konur í stéttinni stigu fram og sögðu frá áreitni eftir að hennar mál komst í fjölmiðla. Áreitni, sem beinist gegn íþróttafréttakonum, hefur meðal annars vakið athygli á heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Rússlandi í sumar. Nokkur dæmi hafa komið upp þar sem karlmenn áreittu fréttakonur í beinni útsendingu. Þeirra á meðal er brasilíska fréttakonan Julia Guimarães en hún vakti athygli fyrir kröftug mótmæli þegar maður vatt sér að henni og kyssti hana óboðinn. „Aldrei gera svona við konu, sýndu virðingu!“ sagði hún meðal annars. Spænska fréttakonan Julieth González Therán varð fyrir svipaðri áreitni í beinni útsendingu Deutsche Welle frá Rússlandi. Íslensku fréttakonurnar á HM fóru ekki varhluta af umhverfinu. Birta Björnsdóttir lýsti því í Síðdegisútvarpinu á dögunum hvernig það gerðist tvisvar að menn gripu hana úti á götu og reyndu að kyssa hana þegar hún var að reyna að sinna starfi sínu. Myndband af öðru atvikinu má sjá á vef RÚV. Maðurinn segir það falsfrétt að hann hafi verið að áreita fréttakonuna á myndinniCNN/Skjáskot Athygli vakti þegar Edda Sif Pálsdóttir varð fyrir áreiti kollega síns, Hjartar Hjartarsonar, sem var í kjölfarið sendur heim frá Rússlandi og sagði upp störfum hjá Sýn, sem rekur Stöð 2, Bylgjuna og Vísi. Hann hafði áður veist að henni með ofbeldi opinberlega og verið kærður fyrir, þó að sú kæra hafi verið látin niður falla eftir samkomulag. Á annað hundrað fjölmiðlakvenna sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þess var krafist að öryggi þeirra yrði tryggt á vinnustað. Þá vakti athygli að í umfjöllun CNN um áreitni á HM í Rússlandi var meðal annars birt mynd af stuðningsmanni íslenska landsliðsins. Í samtali við fréttastofu sagði maðurinn það falsfréttir að hann hafi verið að áreita fréttakonuna. Kyn hennar hafi ekki skipt máli, þetta hafi bara verið tilraun til að fá athygli með uppgerð og sprelli.
HM 2018 í Rússlandi Fjölmiðlar MeToo Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira