Kostnaður sjúklinga við heilbrigðisþjónustu hefur lækkað mikið Heimir Már Pétursson skrifar 20. júní 2018 20:30 Hámarks greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur minnkað um rúmlega 300 þúsund krónur á ári frá því nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp í maí í fyrra. Heilbrigðisráðherra segir stefnt að því að lækka þennan kostnað enn frekar. Heildarkostnaður sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu gat áður farið upp í allt að 400 þúsund krónur á ári en nú á hann aldrei að verða hærri en 71 þúsund krónur á ári og um 47 þúsund hjá elli- og örorkulífeyrisþegum. Nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúklinga var tekið í notkun í maí í fyrra með það að markmiði að fjölga fyrstu komum fólks á heilsugæsluna og lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Þetta virðist hafa tekist samkvæmt nýrri skýrslu Sjúkratrygginga Íslands sem kynnt var í dag. Á sama tíma var tekið upp tilvísunarkerfi fyrir börn vegna sérfræðiþjónustu sem tryggir að þjónustan verði endurgjaldslaus. Um fimmtíu prósent barna sem koma til sérfræðinga nú hafa tilvísun og þá hefur komum á heilsugæsluna fjölgað um 19 prósent. Heildarútgjöld einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu hafa lækkað um tæpar 804 milljónir króna frá maí í fyrra til apríl í ár miðað við árið 2016 og munar þar mest um kostnað vegna þjálfunar ýmis konar eins og talþjálfun og sjúkraþjálfun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir enn meiri lækkun greiðsluþátttökunnar boðaða í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára þannig að hún verði svipuð og á hinum Norðurlöndunum. „Það útheimtir all marga milljarða á þessum tíma en þeim milljörðum er vel varið. Ég geri auðvitað ráð fyrir því að þar með séum við að nálgast þann part norræna velferðarkerfisins sem greiðsluþátttaka sjúklinga endurspeglar,” segir heilbrigðisráðherra.Grafík/guðmundurKostnaður ríkissjóðs vegna minni greiðsluþátttöku sjúklinga var áætlaður um 1,5 milljlarðar en varð 2,2 milljarðar. Þess vegna segir Svandís að skoða verði framkvæmdina betur meðal annars með nýjum samningum við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna sem síðasti heilbrigðisráðherra hafi sagt upp. Mikilvægast sé að ná markmiðum um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustunni. „Það er að segja að þeir sem eru veikastir borgi minna en þeir gerðu áður. Því markmiði hefur verið náð. Við erum að draga verulega úr greiðslum fyrir börn og það fer niður í núll í stórum og mikilvægum þáttum. Þannig að þessi markmið eru auðvitað þau mikilvægustu og þjónar í raun og veru þeirri meginsýn að við séum að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustunni óháð efnahag,” segir Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Enn að verja son sinn fyrir kynþáttafordómum eftir andlátið Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira
Hámarks greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur minnkað um rúmlega 300 þúsund krónur á ári frá því nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp í maí í fyrra. Heilbrigðisráðherra segir stefnt að því að lækka þennan kostnað enn frekar. Heildarkostnaður sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu gat áður farið upp í allt að 400 þúsund krónur á ári en nú á hann aldrei að verða hærri en 71 þúsund krónur á ári og um 47 þúsund hjá elli- og örorkulífeyrisþegum. Nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúklinga var tekið í notkun í maí í fyrra með það að markmiði að fjölga fyrstu komum fólks á heilsugæsluna og lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Þetta virðist hafa tekist samkvæmt nýrri skýrslu Sjúkratrygginga Íslands sem kynnt var í dag. Á sama tíma var tekið upp tilvísunarkerfi fyrir börn vegna sérfræðiþjónustu sem tryggir að þjónustan verði endurgjaldslaus. Um fimmtíu prósent barna sem koma til sérfræðinga nú hafa tilvísun og þá hefur komum á heilsugæsluna fjölgað um 19 prósent. Heildarútgjöld einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu hafa lækkað um tæpar 804 milljónir króna frá maí í fyrra til apríl í ár miðað við árið 2016 og munar þar mest um kostnað vegna þjálfunar ýmis konar eins og talþjálfun og sjúkraþjálfun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir enn meiri lækkun greiðsluþátttökunnar boðaða í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára þannig að hún verði svipuð og á hinum Norðurlöndunum. „Það útheimtir all marga milljarða á þessum tíma en þeim milljörðum er vel varið. Ég geri auðvitað ráð fyrir því að þar með séum við að nálgast þann part norræna velferðarkerfisins sem greiðsluþátttaka sjúklinga endurspeglar,” segir heilbrigðisráðherra.Grafík/guðmundurKostnaður ríkissjóðs vegna minni greiðsluþátttöku sjúklinga var áætlaður um 1,5 milljlarðar en varð 2,2 milljarðar. Þess vegna segir Svandís að skoða verði framkvæmdina betur meðal annars með nýjum samningum við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna sem síðasti heilbrigðisráðherra hafi sagt upp. Mikilvægast sé að ná markmiðum um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustunni. „Það er að segja að þeir sem eru veikastir borgi minna en þeir gerðu áður. Því markmiði hefur verið náð. Við erum að draga verulega úr greiðslum fyrir börn og það fer niður í núll í stórum og mikilvægum þáttum. Þannig að þessi markmið eru auðvitað þau mikilvægustu og þjónar í raun og veru þeirri meginsýn að við séum að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustunni óháð efnahag,” segir Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Enn að verja son sinn fyrir kynþáttafordómum eftir andlátið Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira