Benda þeir allir á að það hafi verið stjórn Trump sem fylgdi hinni umdeildu stefnu og að ákvörðunin feli aðeins í sér að hætt verði að framfylgja henni. Þá lítur út fyrir að ekkert verði gert fyrir þær fjölskyldur sem þegar hafa verið aðskildar.
„Trump hélt mikla athöfn til þess að láta líta út fyrir að hann væri að gera eitthvað gott í staðinn fyrir að viðurkenna að hann væri bara að hætta við hina illu stefnu sem hann byrjaði á. Það er eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir,“ sagði þáttastjórnandinn Stephen Colbert í þætti sínum í gær.
Hafa kollegar hans fjallað á gagnrýnan hátt um hina umdeildu stefnu undanfarna daga og því kemur ekki á óvart að ákvörðun Trump frá því í gær hafi fengið sömu meðferð, líkt og sjá má hér að neðan.