Kirkjuráð snuprar prest vegna heimagistingar á prestssetrinu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. júní 2018 07:00 Gisting í prestsbústaðnum í Holti er auglýst á bókunarvefnum booking.com „Það er búið að hafa samband við sóknarprestinn og vekja athygli hans á þessu og við erum að bíða eftir að hann óski eftir þessari heimild,“ segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. Á fundi kirkjuráðs í maí var samþykkt að vekja athygli sóknarprestsins í Holti í Önundarfirði á því að hann þurfi leyfi ráðsins til að reka heimagistingu í prestsbústaðnum sem þar er auglýst. Aðspurður segir Oddur ekkert í vegi fyrir því að presturinn fái slíka heimild. Gisting í prestsbústaðnum í Holti er auglýst á bókunarvefnum booking.comVirðist honum frjálst að leigja út prestsbústaðinn, sem honum er skaffaður starfs síns vegna, og hafa af slíkri útleigu tekjur umfram lága húsaleigu sem hann greiðir. „Hann er búinn að fá öll önnur tilskilin leyfi sem hann þarf en honum láðist að biðja um leyfi frá okkur. Hann áttaði sig ekki á því að þetta stendur í starfsreglum að hann megi þetta ekki nema hann fái leyfi. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að hann fái það, en það er kirkjuráðs að ákveða.“ Oddur kveðst ekki vita betur en að presturinn, séra Fjölnir Ásbjörnsson, búi ekki sjálfur í prestsbústaðnum heldur sé fluttur á Flateyri. Bústaðurinn virðist hins vegar eftirsóttur til útleigu og þeirri eftirspurn hafi presturinn svarað. Starfsemin veki þó að mati Odds spurningar út frá samkeppnissjónarmiðum ef presturinn sé í samkeppni við aðra gististaði eða ferðaþjónustuaðila.Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs.Vísir/björn G.Prestar borgi ekki mjög háa leigu og því sé vel hægt að líta á það sem niðurgreiðslur af hálfu samkeppnisaðila. Oddur staðfestir að presturinn myndi fá allan ávinning af útleigunni í eigin vasa. Í samtali við Fréttablaðið tekur séra Fjölnir fyrir það að hann sé á leið í samkeppnisrekstur með heimagistingu í prestsbústaðnum. Annars telji hann að málið kunni að stafa af misskilningi milli hans og kirkjuráðs og hann vilji ekki tjá sig um málið fyrr en hann hafi rætt það við kirkjuna. Þess ber að geta að prestsbústaðurinn í Holti er skráður heimagisting á vef sýslumanna og hægt er að bóka gistingu þar á vefnum Booking.com. Þar kemur fram að gististaðurinn í prestsbústaðnum hafi verið starfræktur frá 8. maí síðastliðnum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Trúmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
„Það er búið að hafa samband við sóknarprestinn og vekja athygli hans á þessu og við erum að bíða eftir að hann óski eftir þessari heimild,“ segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. Á fundi kirkjuráðs í maí var samþykkt að vekja athygli sóknarprestsins í Holti í Önundarfirði á því að hann þurfi leyfi ráðsins til að reka heimagistingu í prestsbústaðnum sem þar er auglýst. Aðspurður segir Oddur ekkert í vegi fyrir því að presturinn fái slíka heimild. Gisting í prestsbústaðnum í Holti er auglýst á bókunarvefnum booking.comVirðist honum frjálst að leigja út prestsbústaðinn, sem honum er skaffaður starfs síns vegna, og hafa af slíkri útleigu tekjur umfram lága húsaleigu sem hann greiðir. „Hann er búinn að fá öll önnur tilskilin leyfi sem hann þarf en honum láðist að biðja um leyfi frá okkur. Hann áttaði sig ekki á því að þetta stendur í starfsreglum að hann megi þetta ekki nema hann fái leyfi. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að hann fái það, en það er kirkjuráðs að ákveða.“ Oddur kveðst ekki vita betur en að presturinn, séra Fjölnir Ásbjörnsson, búi ekki sjálfur í prestsbústaðnum heldur sé fluttur á Flateyri. Bústaðurinn virðist hins vegar eftirsóttur til útleigu og þeirri eftirspurn hafi presturinn svarað. Starfsemin veki þó að mati Odds spurningar út frá samkeppnissjónarmiðum ef presturinn sé í samkeppni við aðra gististaði eða ferðaþjónustuaðila.Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs.Vísir/björn G.Prestar borgi ekki mjög háa leigu og því sé vel hægt að líta á það sem niðurgreiðslur af hálfu samkeppnisaðila. Oddur staðfestir að presturinn myndi fá allan ávinning af útleigunni í eigin vasa. Í samtali við Fréttablaðið tekur séra Fjölnir fyrir það að hann sé á leið í samkeppnisrekstur með heimagistingu í prestsbústaðnum. Annars telji hann að málið kunni að stafa af misskilningi milli hans og kirkjuráðs og hann vilji ekki tjá sig um málið fyrr en hann hafi rætt það við kirkjuna. Þess ber að geta að prestsbústaðurinn í Holti er skráður heimagisting á vef sýslumanna og hægt er að bóka gistingu þar á vefnum Booking.com. Þar kemur fram að gististaðurinn í prestsbústaðnum hafi verið starfræktur frá 8. maí síðastliðnum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Trúmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira