Með lýðræðið fara þeir sem valdið hafa Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 22. júní 2018 10:40 Það er alltaf áhugavert viðfangsefni að fjalla um lýðræðið og þær fjölbreyttu aðferðir sem við sem samfélag getum beitt í nafni lýðræðisins. Frá fyrsta bæjarstjórnarfundi nýrrar bæjarstjórnar Garðabæjar er ýmislegt sem bendir til þess að mikill vilji sé fyrir öflugu samráði allra bæjarfulltrúa. Almennt var talað fyrir samvinnu og mikilvægi þess að sjónarmið allra kæmust að. Við bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans fögnum því mjög og hlökkum til slíks samstarfs því það er trú okkar að við séum kosin til þess að miðla málum, komast að sameiginlegri niðurstöðu og fyrst og fremst þeirri bestu sem á verður kosið í þágu allra íbúa. Það veldur okkur í Garðabæjarlistanum hins vegar vonbrigðum að því var hafnað að hrinda þessum vilja í verk. Bæjarstjórnin hefði getað tekið áhrifaríkt framfaraskref í þágu lýðræðisins með samþykki tillögu Garðabæjarlistans um breytingar í vali fulltrúa í nefndir. Því er svo mikilvægt að átta sig á því að þeir sem valdið hafa fara með lýðræðið og það er þeirra að útfæra þann vilja sem talað er fyrir. Að virkja lýðræðið er vinna og oftar en ekki kostar það aukinn tíma og jafnvel aukin útgjöld frá óbreyttri stöðu. Og um það snýst verkefnið. Að fikra sig nær og styðja við þroskaðari umræðu í dag en í gær með því að gefa lýðræðinu sem mest vægi án þess að hreyfa við stöðu þeirra sem meirihlutinn hefur kosið til valda. Til þess þarf vilja og ákveðna framsýni og trú á mikilvægi samtalsins. Mikilvægi þess að ólík sjónarmið fái sitt pláss í allri umræðu - það skiptir máli. Garðabæjarlistinn talar fyrir auknu lýðræði þvert á alla stjórnsýslu bæjarfélagsins og þar eru kjörnir fulltrúar ekki undanskyldir. Því var það einlæg von okkar að bæjarstjórn sameinaðist um ákveðin framfaraskref til að spyrna við þeim lýðræðislega halla sem leiðir af hinni almennu reiknireglu d’Hondt við val á fulltrúm framboða í nefndir og ráð. Með einlægan vilja að vopni hefði verið hægt að hugsa hlutina upp á nýtt, fara nýjar leiðir sem settu enn frekari stoðir undir lýðræðið. Umræðunni hefði verið gefið aukið lýðræðislegt vægi með því að skipa tvo fulltrúa Garðabæjarlistans í nefndir og ráð á móti fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Því var hafnað, sem er miður. Þótt d’Hondt reglan sé viðmiðið sem notast er við í niðurröðun fulltrúa í nefndir og ráð er ekkert sem bannar að litið sé til atkvæðafjöldans á bak við hvort framboð fyrir sig, ef vilji er fyrir hendi. Atkvæði féllu þannig að 2.132 kusu Garðabæjarlistann á móti 4.700 sem kusu Sjálfstæðisflokkinn. Það gefur auga leið að umræða, þar sem sameiginleg sýn fjögurra fulltrúa um leiðir og markmið hefur töluvert meira vægi en þess eina fulltrúa minnihlutans sem kemur að borðinu hverju sinni. Tillaga okkar í Garðabæjarlistanum snerist fyrst og fremst um að gefa umræðunni aukið vægi, styrkja ólík viðhorf með það að markmiði að ná fram sem farsælustu niðurstöðu fyrir alla íbúa í hverju máli fyrir sig. Við í Garðabæjarlistanum trúum því að aukin umræða um lýðræðið og mikilvægi þess færi okkur fram á veg. Við eigum að stefna að lýðræðislegri vinnubrögðum saman. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að lýðræðið fái aukið vægi, um leið og meirihlutinn heldur óumdeildri stöðu sinni. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er alltaf áhugavert viðfangsefni að fjalla um lýðræðið og þær fjölbreyttu aðferðir sem við sem samfélag getum beitt í nafni lýðræðisins. Frá fyrsta bæjarstjórnarfundi nýrrar bæjarstjórnar Garðabæjar er ýmislegt sem bendir til þess að mikill vilji sé fyrir öflugu samráði allra bæjarfulltrúa. Almennt var talað fyrir samvinnu og mikilvægi þess að sjónarmið allra kæmust að. Við bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans fögnum því mjög og hlökkum til slíks samstarfs því það er trú okkar að við séum kosin til þess að miðla málum, komast að sameiginlegri niðurstöðu og fyrst og fremst þeirri bestu sem á verður kosið í þágu allra íbúa. Það veldur okkur í Garðabæjarlistanum hins vegar vonbrigðum að því var hafnað að hrinda þessum vilja í verk. Bæjarstjórnin hefði getað tekið áhrifaríkt framfaraskref í þágu lýðræðisins með samþykki tillögu Garðabæjarlistans um breytingar í vali fulltrúa í nefndir. Því er svo mikilvægt að átta sig á því að þeir sem valdið hafa fara með lýðræðið og það er þeirra að útfæra þann vilja sem talað er fyrir. Að virkja lýðræðið er vinna og oftar en ekki kostar það aukinn tíma og jafnvel aukin útgjöld frá óbreyttri stöðu. Og um það snýst verkefnið. Að fikra sig nær og styðja við þroskaðari umræðu í dag en í gær með því að gefa lýðræðinu sem mest vægi án þess að hreyfa við stöðu þeirra sem meirihlutinn hefur kosið til valda. Til þess þarf vilja og ákveðna framsýni og trú á mikilvægi samtalsins. Mikilvægi þess að ólík sjónarmið fái sitt pláss í allri umræðu - það skiptir máli. Garðabæjarlistinn talar fyrir auknu lýðræði þvert á alla stjórnsýslu bæjarfélagsins og þar eru kjörnir fulltrúar ekki undanskyldir. Því var það einlæg von okkar að bæjarstjórn sameinaðist um ákveðin framfaraskref til að spyrna við þeim lýðræðislega halla sem leiðir af hinni almennu reiknireglu d’Hondt við val á fulltrúm framboða í nefndir og ráð. Með einlægan vilja að vopni hefði verið hægt að hugsa hlutina upp á nýtt, fara nýjar leiðir sem settu enn frekari stoðir undir lýðræðið. Umræðunni hefði verið gefið aukið lýðræðislegt vægi með því að skipa tvo fulltrúa Garðabæjarlistans í nefndir og ráð á móti fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Því var hafnað, sem er miður. Þótt d’Hondt reglan sé viðmiðið sem notast er við í niðurröðun fulltrúa í nefndir og ráð er ekkert sem bannar að litið sé til atkvæðafjöldans á bak við hvort framboð fyrir sig, ef vilji er fyrir hendi. Atkvæði féllu þannig að 2.132 kusu Garðabæjarlistann á móti 4.700 sem kusu Sjálfstæðisflokkinn. Það gefur auga leið að umræða, þar sem sameiginleg sýn fjögurra fulltrúa um leiðir og markmið hefur töluvert meira vægi en þess eina fulltrúa minnihlutans sem kemur að borðinu hverju sinni. Tillaga okkar í Garðabæjarlistanum snerist fyrst og fremst um að gefa umræðunni aukið vægi, styrkja ólík viðhorf með það að markmiði að ná fram sem farsælustu niðurstöðu fyrir alla íbúa í hverju máli fyrir sig. Við í Garðabæjarlistanum trúum því að aukin umræða um lýðræðið og mikilvægi þess færi okkur fram á veg. Við eigum að stefna að lýðræðislegri vinnubrögðum saman. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að lýðræðið fái aukið vægi, um leið og meirihlutinn heldur óumdeildri stöðu sinni. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun