Presturinn óskaði eftir viðhaldi á prestsbústaðnum fyrir útleigu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. júní 2018 07:45 Séra Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli, er kominn í ferðaþjónustubransann. Engin dæmi eru um að kirkjuráð hafi veitt prestum leyfi til að reka gistiþjónustu í prestsbústöðum sínum. Einhver dæmi eru þó um að prestar hafi stundað slíkt án þess að fá til þess tilskilin leyfi. Þetta segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sóknarpresturinn í Holtsprestakalli hefði opnað gistiheimili í prestsbústað sínum að Holti í Önundarfirði í síðasta mánuði. Oddur staðfesti þá að presturinn, Fjölnir Ásbjörnsson, hefði ekki sótt um leyfi til kirkjuráðs fyrir rekstri heimagistingar í bústaðnum líkt og starfsreglur gera ráð fyrir. Miðað við reglur um leigugreiðslu og það þak sem sett er á leigu sem prestar greiða fyrir afnot af bústöðum sínum má áætla að sóknarpresturinn í Holti þurfi aðeins að leigja hjónaherbergi bústaðarins í um fjórar nætur á mánuði til að koma út á sléttu. Allt umfram það er hagnaður sem rennur í hans vasa. Fréttablaðið hafði samband við rekstraraðila annarra gistiheimila á og í nágrenni við Flateyri sem vildu lítið tjá sig um hinn nýja samkeppnisaðila og það forskot sem hann hefur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur presturinn enn búsetuskyldu í prestsbústaðnum en heldur þó tvö heimili, annað á Flateyri og hitt í bústaðnum. Hann kvaðst í samtali við Fréttablaðið í vikunni búa á báðum stöðum. Oddur segir að gert sé ráð fyrir að hann búi í prestsbústaðnum og hafi þar lögheimili. Presturinn greiði hins vegar leigu af prestsbústaðnum og búi í prestakallinu og því lítið við þessu að gera. Samkvæmt fundargerð kirkjuráðs frá því í síðasta mánuði var beiðni séra Fjölnis um viðhald á bústaðnum tekin fyrir, en hann taldi bústaðinn ekki vera í nógu góðu standi. Ljóst er að beiðnin kom í aðdraganda þess að hann hugðist opna þar gistiþjónustu. Kirkjuráð komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að umbeðið viðhald á bústaðnum væri ekki forgangsmál og var presti því synjað um það. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Tengdar fréttir Kirkjuráð snuprar prest vegna heimagistingar á prestssetrinu Séra Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli, hefur verið minntur á það af kirkjuráði að leyfi ráðsins þurfi til að reka heimagistingu í prestsbústaðnum í Holti í Önundarfirði. Presturinn telur málið misskilning. 22. júní 2018 07:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira
Engin dæmi eru um að kirkjuráð hafi veitt prestum leyfi til að reka gistiþjónustu í prestsbústöðum sínum. Einhver dæmi eru þó um að prestar hafi stundað slíkt án þess að fá til þess tilskilin leyfi. Þetta segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sóknarpresturinn í Holtsprestakalli hefði opnað gistiheimili í prestsbústað sínum að Holti í Önundarfirði í síðasta mánuði. Oddur staðfesti þá að presturinn, Fjölnir Ásbjörnsson, hefði ekki sótt um leyfi til kirkjuráðs fyrir rekstri heimagistingar í bústaðnum líkt og starfsreglur gera ráð fyrir. Miðað við reglur um leigugreiðslu og það þak sem sett er á leigu sem prestar greiða fyrir afnot af bústöðum sínum má áætla að sóknarpresturinn í Holti þurfi aðeins að leigja hjónaherbergi bústaðarins í um fjórar nætur á mánuði til að koma út á sléttu. Allt umfram það er hagnaður sem rennur í hans vasa. Fréttablaðið hafði samband við rekstraraðila annarra gistiheimila á og í nágrenni við Flateyri sem vildu lítið tjá sig um hinn nýja samkeppnisaðila og það forskot sem hann hefur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur presturinn enn búsetuskyldu í prestsbústaðnum en heldur þó tvö heimili, annað á Flateyri og hitt í bústaðnum. Hann kvaðst í samtali við Fréttablaðið í vikunni búa á báðum stöðum. Oddur segir að gert sé ráð fyrir að hann búi í prestsbústaðnum og hafi þar lögheimili. Presturinn greiði hins vegar leigu af prestsbústaðnum og búi í prestakallinu og því lítið við þessu að gera. Samkvæmt fundargerð kirkjuráðs frá því í síðasta mánuði var beiðni séra Fjölnis um viðhald á bústaðnum tekin fyrir, en hann taldi bústaðinn ekki vera í nógu góðu standi. Ljóst er að beiðnin kom í aðdraganda þess að hann hugðist opna þar gistiþjónustu. Kirkjuráð komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að umbeðið viðhald á bústaðnum væri ekki forgangsmál og var presti því synjað um það.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Tengdar fréttir Kirkjuráð snuprar prest vegna heimagistingar á prestssetrinu Séra Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli, hefur verið minntur á það af kirkjuráði að leyfi ráðsins þurfi til að reka heimagistingu í prestsbústaðnum í Holti í Önundarfirði. Presturinn telur málið misskilning. 22. júní 2018 07:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira
Kirkjuráð snuprar prest vegna heimagistingar á prestssetrinu Séra Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli, hefur verið minntur á það af kirkjuráði að leyfi ráðsins þurfi til að reka heimagistingu í prestsbústaðnum í Holti í Önundarfirði. Presturinn telur málið misskilning. 22. júní 2018 07:00