Nýútgefin gögn varpa ljósi á mannskæðan YouTube-hrekk Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2018 08:35 Perez og Ruiz í myndbandi sem saksóknarar birtu á dögunum. Í stiklunni sést parið undirbúa atriðið, sem lyktaði með andláti Ruiz. Skjáskot/Youtube Saksóknarar í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum birtu á dögunum ný myndbönd, auk annarra gagna, í tengslum við mál Monulisu Perez og Pedro Ruiz. Perez skaut Ruiz til bana í myndbandi sem birt var á netinu en töluvert var fjallað um málið á sínum tíma.Sjá einnig: Játar manndráp vegna YouTube-hrekks sem fór úr böndunum Hin nýútgefnu myndbönd, auk afrits af samtali parsins rétt áður en Perez tók í gikkinn, varpa nýju ljósi á aðdraganda atviksins sem átti sér stað í júní í fyrra. Myndband af atvikinu sjálfu, og þar með síðustu andartökum í lífi Ruiz, var ekki gefið út þar eð saksóknarar töldu það ekki eiga erindi við almenning. Í téðu afriti af samtali Ruiz og Perez lýsir hin síðarnefnda yfir mikilli tregðu til að framkvæma hrekkinn. „Ég get ekki gert þetta, elskan,“ segir hún. „Ég er svo hrædd,“ bætir hún við en á meðan beinir Ruiz til hennar tilmælum um hvar hún eigi að standa. „Elskan, ég ætla ekki að gera þetta. Ég get það ekki,“ segir Perez. Parið virðir fyrir sér byssuna sem að endingu var notuð til verksins.Skjáskot/YoutubeÞá birtu saksóknarar einnig nokkurs konar stiklu, sem parið hlóð inn á YouTube-reikning sinn til að auglýsa byssuhrekkinn, en í henni sjást þau við undirbúning. Í myndbandinu sýna þau auk þess byssuna sem nota átti við framkvæmdina auk þess sem Ruiz skýrir frá áætlunum sínum. „Ef ég dey þá er ég svo gott sem tilbúinn til að fara til himnaríkis strax. Ef ég dey er ég tilbúinn fyrir Jesú. Hann mun líklega ekki taka á móti mér við hliðið vegna þess hversu heimskulegt þetta er, en ég er fullviss um að kærasta mín muni hæfa bókina en ekki mig.“ Afrit af yfirheyrslum lögreglu yfir Perez voru einnig gefin út en þar segir hún Ruiz hafa reynt að sannfæra hana um að framkvæma atriðið svo vikum skipti. Hún hafi ávallt þvertekið fyrir það en látið undan þrýstingnum rétt áður en þau réðust í verkið. Perez var dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir manndráp í mars síðastliðnum. Hún játaði á sínum að hafa skotið úr skammbyssu í bók sem kærasti hennar, hinn 22 ára gamli Pedro Ruiz III, hélt á í um þrjátíu sentímetra fjarlægð frá byssunni. Þriggja ára gamalt barn parsins og þrjátíu aðrir fylgdust með því þegar Perez hleypti af en atriðinu var streymt beint á netinu. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir mannskæðan YouTube-hrekk Hin tvítuga Monalisa Perez, sem skaut kærasta sinn til bana í myndbandi sem birt var á YouTube, hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi. 14. mars 2018 23:42 Játar manndráp vegna YouTube-hrekks sem fór úr böndunum Skaut kærasta sinn til bana en parið taldi að alfræðiorðabók myndi stöðva byssukúluna. 20. desember 2017 19:54 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Saksóknarar í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum birtu á dögunum ný myndbönd, auk annarra gagna, í tengslum við mál Monulisu Perez og Pedro Ruiz. Perez skaut Ruiz til bana í myndbandi sem birt var á netinu en töluvert var fjallað um málið á sínum tíma.Sjá einnig: Játar manndráp vegna YouTube-hrekks sem fór úr böndunum Hin nýútgefnu myndbönd, auk afrits af samtali parsins rétt áður en Perez tók í gikkinn, varpa nýju ljósi á aðdraganda atviksins sem átti sér stað í júní í fyrra. Myndband af atvikinu sjálfu, og þar með síðustu andartökum í lífi Ruiz, var ekki gefið út þar eð saksóknarar töldu það ekki eiga erindi við almenning. Í téðu afriti af samtali Ruiz og Perez lýsir hin síðarnefnda yfir mikilli tregðu til að framkvæma hrekkinn. „Ég get ekki gert þetta, elskan,“ segir hún. „Ég er svo hrædd,“ bætir hún við en á meðan beinir Ruiz til hennar tilmælum um hvar hún eigi að standa. „Elskan, ég ætla ekki að gera þetta. Ég get það ekki,“ segir Perez. Parið virðir fyrir sér byssuna sem að endingu var notuð til verksins.Skjáskot/YoutubeÞá birtu saksóknarar einnig nokkurs konar stiklu, sem parið hlóð inn á YouTube-reikning sinn til að auglýsa byssuhrekkinn, en í henni sjást þau við undirbúning. Í myndbandinu sýna þau auk þess byssuna sem nota átti við framkvæmdina auk þess sem Ruiz skýrir frá áætlunum sínum. „Ef ég dey þá er ég svo gott sem tilbúinn til að fara til himnaríkis strax. Ef ég dey er ég tilbúinn fyrir Jesú. Hann mun líklega ekki taka á móti mér við hliðið vegna þess hversu heimskulegt þetta er, en ég er fullviss um að kærasta mín muni hæfa bókina en ekki mig.“ Afrit af yfirheyrslum lögreglu yfir Perez voru einnig gefin út en þar segir hún Ruiz hafa reynt að sannfæra hana um að framkvæma atriðið svo vikum skipti. Hún hafi ávallt þvertekið fyrir það en látið undan þrýstingnum rétt áður en þau réðust í verkið. Perez var dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir manndráp í mars síðastliðnum. Hún játaði á sínum að hafa skotið úr skammbyssu í bók sem kærasti hennar, hinn 22 ára gamli Pedro Ruiz III, hélt á í um þrjátíu sentímetra fjarlægð frá byssunni. Þriggja ára gamalt barn parsins og þrjátíu aðrir fylgdust með því þegar Perez hleypti af en atriðinu var streymt beint á netinu.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir mannskæðan YouTube-hrekk Hin tvítuga Monalisa Perez, sem skaut kærasta sinn til bana í myndbandi sem birt var á YouTube, hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi. 14. mars 2018 23:42 Játar manndráp vegna YouTube-hrekks sem fór úr böndunum Skaut kærasta sinn til bana en parið taldi að alfræðiorðabók myndi stöðva byssukúluna. 20. desember 2017 19:54 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir mannskæðan YouTube-hrekk Hin tvítuga Monalisa Perez, sem skaut kærasta sinn til bana í myndbandi sem birt var á YouTube, hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi. 14. mars 2018 23:42
Játar manndráp vegna YouTube-hrekks sem fór úr böndunum Skaut kærasta sinn til bana en parið taldi að alfræðiorðabók myndi stöðva byssukúluna. 20. desember 2017 19:54