„Inngróna tánögl skal ekki lækna með því að taka fótinn af“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. júní 2018 12:15 Þórarinn Guðnason formaður Læknafélags Reykjavíkur lýsir aðgerðum heilbrigðisráðherra og stjórnsýslunnar í máli sérfræðilækna við að verið sé að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökla Vísir/Egill Adalsteinsson Formaður læknafélags Reykjavíkur lýsir aðgerðum heilbrigðisráðherra og stjórnsýslunnar í máli sérfræðilækna við að verið sé að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökla. Forsætisráðherra segir að verið sé að fylgja ráðgjöf í málinu, ekki sé verið að hverfa frá einkarekstri. Rammasamningur sérfræðilækna og Sjúkratrygginga rennur út næstu mánaðarmót. Forsvarsmenn Læknafélag Íslands, félags heilrbrigðisfyrirtækja og Læknafélag Reykjavíkur hafa allir gagnrýnt heilbrigðisráðherra og heilbrigðisyfirvöld harðlega fyrir aðgerðarleysi og trúnaðarbrest í málinu en ekki hafi verið haft neitt samráð um framhaldið. Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi að verið væri að vinna að heildarendurskoðun á samningnum ekki væri enn komið út úr þeirri vinnu.Verið að skemma kerfið Þórarinn Guðnason formaður Læknafélags Reykjavíkur var í samtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði að verið væri að eyðileggja kerfið. „Það er verið að skemma kerfið. Ef eitthvað er að þessu kerfi, sem ég er reyndar ekki viss um, þá á ekki að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökkla. Okkur hefur þótt að ráðherrann og heilbrigðisyfirvöld hafi ekki nægan skilning á þessum hlutum,“ sagði Þórarinn. Hann segir afar óskýrt hver stefna heilbrigðisráðherra sé í málefnum sérfræðilækna á einkareknum stofum og óskar eftir svörum. Ég veit ekki hvað hún vill, við viljum bara fá svör. Verður samningur eða ekki? Ef það verður ekki samningur þá er það bara allt í lagi við þurfum bara að vita það til að geta undirbúið okkur og okkar fyrirtæki og sjúklinga,“ sagði Þórarinn. Verið að fara eftir ráðgjöfKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í gær að meðal annars væri verið að fara eftir ráðgjöf og enn sé ekki komin niðurstaða. „Við erum með allt litrófið í íslenska heiðbrigðiskerfinu. Það er engin að tala um að hverfa frá því það er hins vegar verið að tala um að fylgja þeirri ráðgjöf sem við höfum fengið hjá þeim sem hafa verið að taka út heilbrigðiskerfið. Auðvitað erum við ekki sammála um það í ríkisstjórn eða á Alþingi hver áherslan á að vera á opinbera kerfið og síðan því einkarekna. Það gerir verkefnið krefjandi en líka skemmtilegt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.Hér fyrir neðan má sjá Katrínu ræða málið í Víglínunni í gær. Umræðan hefst eftir rúmar sex mínútur. Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Formaður læknafélags Reykjavíkur lýsir aðgerðum heilbrigðisráðherra og stjórnsýslunnar í máli sérfræðilækna við að verið sé að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökla. Forsætisráðherra segir að verið sé að fylgja ráðgjöf í málinu, ekki sé verið að hverfa frá einkarekstri. Rammasamningur sérfræðilækna og Sjúkratrygginga rennur út næstu mánaðarmót. Forsvarsmenn Læknafélag Íslands, félags heilrbrigðisfyrirtækja og Læknafélag Reykjavíkur hafa allir gagnrýnt heilbrigðisráðherra og heilbrigðisyfirvöld harðlega fyrir aðgerðarleysi og trúnaðarbrest í málinu en ekki hafi verið haft neitt samráð um framhaldið. Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi að verið væri að vinna að heildarendurskoðun á samningnum ekki væri enn komið út úr þeirri vinnu.Verið að skemma kerfið Þórarinn Guðnason formaður Læknafélags Reykjavíkur var í samtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði að verið væri að eyðileggja kerfið. „Það er verið að skemma kerfið. Ef eitthvað er að þessu kerfi, sem ég er reyndar ekki viss um, þá á ekki að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökkla. Okkur hefur þótt að ráðherrann og heilbrigðisyfirvöld hafi ekki nægan skilning á þessum hlutum,“ sagði Þórarinn. Hann segir afar óskýrt hver stefna heilbrigðisráðherra sé í málefnum sérfræðilækna á einkareknum stofum og óskar eftir svörum. Ég veit ekki hvað hún vill, við viljum bara fá svör. Verður samningur eða ekki? Ef það verður ekki samningur þá er það bara allt í lagi við þurfum bara að vita það til að geta undirbúið okkur og okkar fyrirtæki og sjúklinga,“ sagði Þórarinn. Verið að fara eftir ráðgjöfKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í gær að meðal annars væri verið að fara eftir ráðgjöf og enn sé ekki komin niðurstaða. „Við erum með allt litrófið í íslenska heiðbrigðiskerfinu. Það er engin að tala um að hverfa frá því það er hins vegar verið að tala um að fylgja þeirri ráðgjöf sem við höfum fengið hjá þeim sem hafa verið að taka út heilbrigðiskerfið. Auðvitað erum við ekki sammála um það í ríkisstjórn eða á Alþingi hver áherslan á að vera á opinbera kerfið og síðan því einkarekna. Það gerir verkefnið krefjandi en líka skemmtilegt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.Hér fyrir neðan má sjá Katrínu ræða málið í Víglínunni í gær. Umræðan hefst eftir rúmar sex mínútur.
Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira